Færsluflokkur: Ferðalög

www.hfr.is : komin að Búðardalsafleggjara

Frá www.hfr.is : 

Kl. 10:53
The Red Force (Hafsteinn og Pétur) og SHSHOHI (Hákon og Valgarður) eru komin að Búðardalsafleggjara norðan Bifrastar. Það er glampandi sól og léttur andvari.
Ekki er vitað um mínútur í næstu menn að sinni.
 


mbl.is Hjólakappar komnir í Borgarnes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert samráð við hjólasamtök : Hvar er lýðræðið ?

Að málefni sem snýr að hjólreiðum kemst í umræðu í fjölmiðlum er mikið fagnaðarefni, og er greinin sem er tengd við þessa færslu gott innlegg í umræðuna.

Í greininni kemur fram að Landssamtök hjólreiðamanna hafa sent inn athugasemdir við umhverfismat og reynt með ýmsum hætti að hafa áhrif á stjórnvöld en að ekkert virðist hlustað í raun.  Í þeim tilvikum sem eitthvað þokast í réttri átt er það ekki gert í neinu samráði við samtök notenda, né samtökin einusinni upplýst um áhrif  breytinga né framhald.  Það hefur varla gerst að opinber stofnun hafi svarað okkar skriflegum athugasemdum efnislega. 

Eina dæmi sem ég man eftir í flýti,  er  jákvætt svar Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar við bréfi sem benti á reglnarugl og óvissa sem ríkir á göngustígum þar sem heildregin lína er máluð til að skipta útivistarstígum   í 2m+1m breidd.  Í svarbréfinu kom fram að í ljós hefði komið að rökin fyrir línuna var óljós og reyndar ekkert til skriflega um rökstuðninginn með 2+1  skipting.  

Stutt um ástæða fyrir að kalla þetta útivistarstígar, en ekki hjólreiðabrautir eða samgöngustígar :
Þeir eru ekki hannaðir, virtir þegar farið er í framkvæmda,  né haldnir við sem slíkir, auk þess sem skiltin sem til eru á fáum stöðum séu nánast gagnslaus og þau ekki heldur viðhaldin.

Það var mjög áhugavert að frétta af því að núna ku vera samstarfsnefnd að vinna að því að tengja sveitarfélögin saman á höfuðborgarsvæðinu.  En það brýtur í bága við til dæmis Ríó-yfirlýsinguna um sjálfbæra þróun og öðrum samþykktum og tilmæli varðandi staðardagsskrá 21 að ekki sé haft samband við samtök hjólreiðamanna.  Við hjá LHM skulum að sjálfsögðu reyna að leita nefndarmenn uppi og segja þeim frá því að við séum til, og höfum viðtæka þekkingu og ekki síst bakland með fagþekkingu í málinu. 

( Morten ) 


mbl.is Akvegirnir tvöfaldaðir en hvar eru hjólreiðastígarnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færsla Ingibjargar Rósu frá því í sumar

Frá bloggi Ingibjargar Rósu.   Ágætis athugasemdir líka við þessu. Farið inn á blogg hennar til að sjá þau.

Eigum við að tala um reiðhjólafólk?

Hvenær á að gera almennilega aðstöðu fyrir fólk á reiðhjólum? Maður er annað hvort að hjóla á götunum með hjartað í buxunum því tillitssemin er svo lítil, eða að þræða á milli gangandi vegfarenda á gangstéttunum, sem senda manni eflaust illt auga því auðvitað er ekkert grín að eiga á hættu að vera hjólaður niður þar sem maður er á gangi!

Að ég tali nú ekki um brotnar gangstéttir um allan bæ, háa kanta, fáránlega staðsetta staura og skilti, glerbrot út um allar trissur og hálfvitalegan reiðhjólastíginn efst á Laugaveginum...til hvers var hann settur þarna???

 

( Afritað hingað af Morten )  


Lærum um öryggi frá breskum sérfræðingi

Þessi umfjöllun mbl.is  er til mikilla bóta miðað við margt annað sem maður hefur séð um tildrög slysa þar sem ekið er á hjólandi og akandi, því oft er nánast ekkert sagt um tildrög slysa.  Við höfum ítrekað bent á það hér.  

En þeir sem hafa áhuga á umferðaröryggi ættu að mæta til að hlýða  á John Franklin sem heldur

fyrirlestar sem líður í Samgöngviku í boði Landssamtaka hjólreiðamanna og Pokasjóðs.

* Fyrirlestur Johns Franklin   á föstudag ( á fræðilegri  nótunum )  15:30 , í borgarbókasafni, Tryggvagötu  15
* Fyrirlestur Johns Franklin á laugardag ( meira fyrir almenning)  um kl 16 í Ráðhúsi Reykjavíkur.


John Franklin er höfundur bókarinnar Cyclecraft sem er viðurkennt af mikilsmetnum breskum aðilum sem kennslubók í umferðaröryggi hjólreiðamanna.

Frá Cyclecraft.co.uk :

Recommendation from RoSPA
Among its many areas of concern, The Royal Society for the Prevention of Accidents works to encourage high standards of safety amongst cyclists. Cyclecraft contains invaluable advice which will contribute greatly to road safety: RoSPA has no hesitation in recommending it as essential reading.


Í kvöld, þriðjudaginn 18.september  kl. 20 er fyrirlestur um hjólreiðar í skriftstofubygging ÍSÍ í Laugardalnum, en efni Juliane Neuss er "Bicycle ergonomics for all people".

Sjá frekari umfjöllun :

-   http://www.rvk.is./samgonguvika
-   http://islandia.is/lhm/frettir/2007/160907.htm


Við höldum að það væri mikils virði fyrir umferðaröryggi í heild sinni ef að lesendur sendið þetta áfram innan sinna  raða, og að fólk  mæti  til að hlusta og ræða málin. Við höldum að allir geta lært eitthvað  af þessu, varðandi almennt breiðari sýn. Hjólreiðamönnum eiga eftir að fjölga mikið á næstu árum og þá veitir  ekki af  að læra og ræða um þetta.


( Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna )

 

 

 


mbl.is Fluttur á sjúkrahús eftir hjólaslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beijing notar reiðhjól til að hreinsa loftinu fyri Ólympíuleikana

Um þessa sjálfsagða lausn má lesa á vef European Cyclists' Federation.  Með þessu litur út fyrir að þeir muni slá París við í fjölda leiguhjóla  ( 20.000 ),  en miðað við íbúafjölda hefur París sennilega forystuna.

 

 

22.08.2007
50,000 rental bikes for Chinese capital Beijing, China
– The first 31 in a series of 200 bicycle rental stations have been opened in Beijing. The remaining will be open by next year's Olympics, and there will be more than 50,000 bikes for rent. These bike rental stations are a parts of the government's program to ensure clean air for next year's Olympics. The system works very easily. People can dial a hotline number to reserve a bike. And, if the bike you rent breaks down, you can go to the nearest station to swop it for another.
The rental stations are located at subway stations, bus stops, commercial areas and the Olympics venues. Following the success of the car reduction test event, which ended yesterday and recorded four consecutive days of Grade II air quality, the government unveiled a new bike rental scheme to maintain the momentum.
The city council hopes a new bike promotion campaign will meet equal popularity and reinforce Beijing’s status as the capital of the “Kingdom of the Bicycle”.

Eitt leiguhjól á 100 íbúa í París !

Fann blogg áðann sem tekur saman tölur um leigureiðhjól. Bæti svo vid nokkrrar krækjur í vidbót :

http://statastic.com/2007/05/18/french-revolution/

Ef enginn annar gerir það ætla ég að setja inn smá efni inn á þessa vefsíðu :

http://www.confabb.com/conferences/17196/details

ECF hefði mátt segja meira frá því sem gerðist á Velo-City ráðstefnini á vefsíðu sinni, en hér kemur þó ágætis myndefni : 

http://www.ecf.com/475_1

http://www.ecf.com/2447_1

Þetta gerðist að hluta á Veló-City  :

http://www.bike-eu.com/


~~~~
2007-07-30 : Úps þetta átti að vera 1 hjól á 100 íbúa ekki 1000.  ( 9,6 á 1000 íbúa ). Drammen í Noregi og Kaupmannhöfn eru með um 4 reiðhjól á 1000 íbúa. (Sjá statastic.com krækjunni )

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband