Bensinverð og offita hanga saman : tvöfaldur ávinningur

Það er í raun ansi sjálfsagt að fólk verða heilbrigðari þegar bensínverðið hækkar, ekki síst í bandaríkjunum en líka í flestum ríkum löndum. Og önnur bein og jákvæð áhrif af hækkandi bensínverð og minnkandi bensínneyslu er að sjálfsögðu líka að mengun minnkar.

En hagsmunir bílasala, olíufyrirtækja eru það sterk og hefur það mikill áhrif að svoleiðis upplýsingar fá allt of lítið vægi í umræðunni.

Her er tengill í Reuter-greininni um rannsókn Charles Courtemanche, og  hér er krækja í ritgerðina

Reyndar er greinin ekki enn birt í "alvöru"  vísindatímariti, að mér sýnist, þannig að það er spurning hvort hún hafi farið í gegnum jafninga-gagnrýni.

En hér er tengill í grein Paul Higgins , sem var birt í þannig tímariti. Hún segir að  losun koltvísýrings mundi dragast verulega saman ef meirihluti Bandaríkjamanna mundu hreyfa sér 30 mínútur á dag með því að hjóla eða ganga í stað þess að aka bíl.  Þetta er mikill einföldun en sýnir að  heilbrigðar samgöngur geta skipt sköpum á marga vegu. 

Þá má nefna skýrslu Sælensminde ( hér er útdráttargrein) sem bendir til þess að allir sem hjóla í og úr vinnu spara samfélaginu að minnstu kosti  300.000 ISK á ári, vegna fækkun veikindadaga og lægri tíðni margra sjúkdóma, bæði alvarlegir og ekki.

Lars Bo Andersen  og samstarfsmenn hafa fundið,  að þeir sem hjóla hafa 30% lægri líkur á að deyja á tímabilinu.  Þetta er niðurstöður úr gögnum um 30.000 einstaklinga yfir 14 ár. Og þetta gildir líka um þá sem voru í annarskonar líkamsrækt, og bættist heilsa fólksins eftir sem það hjólaði meira. Sams konar niðurstöður hafa fengist frá svipuðum rannsóknum úr öðrum löndum.

Hér  á landi er nýlega  byrjað að kenna heilsuhagfræði og Lýðheilsu. Lýðheilsa er að hluta tengt við ramma samfélagsins.   Nokkrir nemendur hafa þegar útskrifast frá þessum deildum. 

Ég sagði tvöfaldur ávinningur, en listinn af ávinningum af heilbrigðum samgöngum er mjög langur, eins og við höfum vikið að áður.

(Morten) 


mbl.is Hækkandi bensínverð talið geta grennt Bandaríkjamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þetta er allt saman athyglisvert, takk fyrir góða grein.

Georg P Sveinbjörnsson, 14.9.2007 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband