Ekkert samráð við hjólasamtök : Hvar er lýðræðið ?

Að málefni sem snýr að hjólreiðum kemst í umræðu í fjölmiðlum er mikið fagnaðarefni, og er greinin sem er tengd við þessa færslu gott innlegg í umræðuna.

Í greininni kemur fram að Landssamtök hjólreiðamanna hafa sent inn athugasemdir við umhverfismat og reynt með ýmsum hætti að hafa áhrif á stjórnvöld en að ekkert virðist hlustað í raun.  Í þeim tilvikum sem eitthvað þokast í réttri átt er það ekki gert í neinu samráði við samtök notenda, né samtökin einusinni upplýst um áhrif  breytinga né framhald.  Það hefur varla gerst að opinber stofnun hafi svarað okkar skriflegum athugasemdum efnislega. 

Eina dæmi sem ég man eftir í flýti,  er  jákvætt svar Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar við bréfi sem benti á reglnarugl og óvissa sem ríkir á göngustígum þar sem heildregin lína er máluð til að skipta útivistarstígum   í 2m+1m breidd.  Í svarbréfinu kom fram að í ljós hefði komið að rökin fyrir línuna var óljós og reyndar ekkert til skriflega um rökstuðninginn með 2+1  skipting.  

Stutt um ástæða fyrir að kalla þetta útivistarstígar, en ekki hjólreiðabrautir eða samgöngustígar :
Þeir eru ekki hannaðir, virtir þegar farið er í framkvæmda,  né haldnir við sem slíkir, auk þess sem skiltin sem til eru á fáum stöðum séu nánast gagnslaus og þau ekki heldur viðhaldin.

Það var mjög áhugavert að frétta af því að núna ku vera samstarfsnefnd að vinna að því að tengja sveitarfélögin saman á höfuðborgarsvæðinu.  En það brýtur í bága við til dæmis Ríó-yfirlýsinguna um sjálfbæra þróun og öðrum samþykktum og tilmæli varðandi staðardagsskrá 21 að ekki sé haft samband við samtök hjólreiðamanna.  Við hjá LHM skulum að sjálfsögðu reyna að leita nefndarmenn uppi og segja þeim frá því að við séum til, og höfum viðtæka þekkingu og ekki síst bakland með fagþekkingu í málinu. 

( Morten ) 


mbl.is Akvegirnir tvöfaldaðir en hvar eru hjólreiðastígarnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband