Hjálm"laus" í áratugi án meiðsla

Í dag er frétt í bæði 24 stundum og í fréttablaðinu um stúlku sem datt á hjólið og slasaðist á andliti. Blöðin velta sér mikið upp meint gildi  hjálmsins, en velta alls  ekki upp úr hvernig megi lækka líkur á þannig slysum.   En það  má klárlega gera með þjálfun í Hjólafærni. Í hjólafærni lærist meðal annars að bremsa þannig að maður fari ekki yfir stýrið, að horfa  fram á veginn og meta aðstæður.  Ekki síst er manni sagt frá hættum sem leynast á gangstéttum og þess háttar. 

Ég hef ekki nægileg vitneskju um slýsið til að draga í efa gildi hjálmsins í þessu tilfelli,  hvað varðar þegar hjólið lenti á hana, og hún fékk högg á höfuðið. Það er mikið fagnaðarefni að ekki fór verr, og sennilega hefur hjálmurinn dugað vel í þessu tilfelli, gefið að slysið varð.  En ef hún hefði fengið þjálfun, ( eða mögulega ef staðurinn þar sem hún hjólaði hefði verið beturi hirt ) hefði slysið  sennilega  ekki orðið.   Ekkert kemur fram um tildrög slyssins, sem er dæmigert í fréttamennsku um slys á gangandi og hjólandi, ólíkt slysum á akandi. 

En þessar fréttir af hjólaslysuum, hvort sem er með eða án hjálms, með eða án höggs á höfuð, eru ævinlega  notaðar í áróðursskýni til að hræða fólki til þess að nota hjálma.  En  heildamyndin í þeirri umræðu fær nánast enga umfjöllun. Gerir ekki eins "góð" æsifréttamennska. 

Í fyrradag var mér bent á  samtal um  fjölgun hjólreiðamanna í Kanada, og áhyggjur sumra af því að hjálmum fjölgi ekki jafn mikið.  Einn viðmælandinn, Avery Burdett, segist hafa hjólað hjálmlaus í áratugi, og greinilega án þess að hafa hlotið alvarleg höfuðáverka.  Það sannar ekkert um gildi hjálma sem megináhersla yfir heilli þjóð í sjálfu sér, en það gerir fréttaflutningin um stúlkuna ekki heldur.  

Til þess að meta heildaráhrif, og finna rök fyrir áherslur í öryggismálum, eru góð og gagnrýnin vísindi og mat á heildarmynd vísindanna eina alvöru tólið sem við höfum.  

Sjá til dæmis yfirlit og umfjöllun um vísindin á cyclehelmets.org og en.wikipedia.org/wiki/Bicycle_helmets    Eins og með allar uppstrettur fróðleiks þarf að lesa Wikipedia með gagnrýnið auga. Hjálmagreinin þar er meðal greina í nokkurt uppléttirit sem er best studd rannsóknum, rökum og mótrökum frá ríkandi sjáonarmiðum í málinu sem um er fjallað.  (Hægt er að finna umfjöllun um hjálma á íslensku til dæmis með aðstoð google

Ef einhver hefur áhuga má hlusta á þættinum frá CBC með því að sækja mp3 skrá af heimasíðu hans Avery Burdett:

http://www.magma.ca/~ocbc/

(Morten  Lange)

2008-06-21 Orðalag breytt smávægis og nokkrar línur um þjálfun bættar við 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Hjálmar eru ágætir :-)

Sumarkveðja HM 

steinimagg, 24.6.2008 kl. 19:57

2 Smámynd: Morten Lange

Þorsteinn : "Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hvað þú hefur á móti hjálmum."

Kannski ættir þú að leggja þig meira fram, og byrjunin væri að lesa færsluna aftur ?

Varstu annars búinn að reyna að hlusta á þættinum frá "RÚV Kanada-manna" ?

Segi þetta í mesta vínsemd :-)

Málið er ekki hvort ég hafi "eitthvað á móti hjálmum" Þarna ertu að hugsa bara hálfa hugsun :-)  

Auk þess sem ég er alls ekki einn að finnast að allt of mikið sé gert úr gildi hjálma, sérstaklega  miðað við öðru sem er mikilvægari. LHM og ECF hafi samþykkt ályktanir á þessu róli.  ECF sendi Jacques Barrot "samgönguráðherra ESB"  bréf um þetta. Til er skýrsla frá The National Children's Bureau sem varar við ofuráherslu á hjálma í hinu opunberu rými. Sjá útdrátt

Nýlega var opnuð vefsíðu á dönsku um hjálma : cykelhjelm.org , sem meðal annars vitnar í úttekt á vísindagreina á cyclehelmets.org

Þar er líka tekið á rök eins og þú kemur með eða "My helmet saved my life !" .

Gott ef ekki er tekið á samanburðinum með bílbelti líka.  Ef ekki, spyrðu mig um hver munurinn sé.  

Síðan er ekki alveg hlutlaus, en samt miklu mun meiri hugsandi og hlutlæg en cykelhjelm.dk

Ég get í raun ekki tekið undir neitt af því sem þú segir, nema (surprise !!) að það skuli vera val hvers og eins að nota hjálm eður ei. Það vill svo til að til eru rök um að hjálmar geta aukið áhættu fyrir einstaklingnum (leitaðu og þú munt finna), en ég legg ekki áherslu á þeim rökunum.

Ég er meira en til í að heyra rökstuðning þína, ef þú ert til í að ræða málið á vingjarnlegum nótum.

Út af því að þú talar um hálfa hugsun : Það er einmitt meinið. Hálf hugsun er allt of lítið ef hjálmurinn er svona mikilvægur, en allt of oft látið duga. Sá sem hugsar að heilindum 5000 hugsanir um hjálma og hvað sé best fyrir lýðheilsu og heildina, kemst oftast að svipaðri niðurstöðu og LHM og ECF, mundi ég segja. (Hvernig telur maður hugsanir, annars ?)

Tek að lokum undir með Hallsteini : Hjálmar eru ágætir :-)

Rétt eins og keðjuhlífar, bjöllur, en ekki eins ágætir og það sem við getum gert til að í alvöru fækka alvarlegum slysum svo um munar.

Var búinn að skrifa lengri færsla í gærkvöldi, en lét hana hvíla. Ákvað að skera niður og mögulega birta sér færsla með fleiri svörum.

Endilega spyrja ef eitthvað er óljóst.  Mér þætti gaman að sjá alvöru rökstuðningur frá íslenskan hjálmaáróðursstuðningsmann. Við ættum kannski að taka einn punkt í einu, til dæmis þetta með "A helmet saved my life" sem grundvöll fyrir stefnu stjórnvalda og samtaka.

Þú og aðrir megið líka segja frá því ef þið "sjáið ljósið" eða amk skiljið á hverju afstaða LHM, alþjóðlegra hjólasamtaka, sérfræðinga um hjálma og mín grundvallast :-)

Morten Lange, 8.7.2008 kl. 12:54

3 Smámynd: Morten Lange

Þorsteinn, í færslunni var ég bara að benda á rök sem væri svipuð að styrkleika og sú sem oft er notað af þeim sem fara yfir um í áróðri fyrir hjálma. 

Það er ekki það sama og að hvetja menn til þess að nota ekki hjálma. Hvernig færðu það út að verið sé að "hvetja til að fólk noti ekki hjálma"   ?

Ég segi ekki : "Fólk ætti ekki að nota hjálm", heldur "Rökin sem sem er notuð í að hræða fólki til ( ekki hvetja)  hjálmanotkunar  standast mörg hver ekki, og verið er að ýkja mjög mikilvægi hjálma, miðað við aðra hluti. Málflutningurinn þykist oft geta afgreitt öryggi hjólreiðamanna með einu handtaki, en gleyma t.d. oftast algjörlega að bílstjórar eru þeir sem eru sekir um  lang-stærstu hlutfall alvarlegra meiðsla hjólreiðamanna" 

Að  hræða til hjálmanotkunar og gera ekkert annað lyktar sterklega af "victim blaming", eitthvað sem maður sér líka í umfjöllun fjölmiðla um slys á hjólreiðamönnum.

Afstaða (útávið allavega) margra sem hafa kynnt sér hjálmamálinu er

  • Meðal annarra atriða og alls ekki efst a listanum þá hvetjum við til að nota hjálm.  En ekki halda að hjálmurinn sé töfratæki.  Hann er prófaður við 20km hraða sem samvarar að falla af 2 m hæð, og ver þér ekki fyrir snúningskrafta á höfðinu. Það er  til lítils að nota hjálm ef hann er ekki rétt stilltur, og vel passað upp á hann. Ef hann verður fyrir hnjaski þarf að skipta. Hvert 3 ár þarf að skipta honum. Ekki er gott að lána hjálma, því það er mikilvægt að hvers é með hjálm eftir höfuð hvers og eins.

eða :

  • Ef þú vilt nota hjálm, er það þitt mál. Miklu betra er að þú hjólir með hjálm en að hjóla ekki.  Sömuleiðis er miklu betri að hjóla hjálmlaus en að hjóla ekki.  Ef þú vilt nota hjálm skiptir máli að passa vel upp á hjálminn og að hann sé rétt stilltur  ( etc ...)

Það er allt of auðvelt að segja bara að kannanir séu litaðar á báða bóga, eins og þú gerir,  án þess að taka dæmi.  Þú hefur kannski enga trú á vísindalegar aðferðir og hugsunarhátt , nema kannski í náttúruvísindum ? 

En þér finnst að þinn eigin upplífun af nokkrum slysum hljóti að duga sem óháð athugun á virkni hjálma.    Mjög skiljanlegt, en frá  sæmilega vísindalegu  sjónarhorni er þetta meðal gagna sem hvað minnst er treyst á. Sérstaklega ef önnur gögn sem benda í aðra átt eru til.  Ég segi ekki að reynsla einstaklinga sé gagnslaus, en það þarf að skoða þau með gagnrýnin augu.  Hvað getur skekkt upplifun og túlkun ? Er önnur túlkun möguleg ?  Er ég að skoða gögn sem henta til að byggja í ákvörðunartöku  sem varðar lýðheilsu almennings.  



Eitthvað sem dugar vel til að mynda afstöðu fyrir sítt leiti þarf  ekki að vera nægilegt til að réttlæta að skerða frelsi annarra.  ( Hræðsluáróður er frelsisskerðing ) 

Það er enginn sem segir að einstaklingur megi ekki trúa að heimurinn muni farast á næstunni, en ef viðkomandi  fer að trufla aðra með þessa sannfæringu þá verða menn fljótt leiðir á manninum.  Truflunin, ef hún fengi að halda áfram og virðist ekki þjóna neinum tilgangi nema neikvæðum, væri  frelsisskorðun. 

Þegar maður ætlar sér að leita sannleika í svoleiðis efnum er mjög gott að spyrja fullt af gagnrýnum spurningum og helst hafa samanburð þar sem margt er eins, en nokkur atriði skila að.  Til dæmis sést á línuritum frá Ástralíu að höfuðmeiðsl gangandi og hjólandi fóru lækkandi nánast í takti áður en hjálmaskyldan var sett á. Engin breyting sést á línuritunum sem greinir þróunin í höfuðmeiðslum gangandi frá hjólandi eftir að hjálmanotkun jukust  í 90% hlutfallslega úr 40% ( á meðan hjólreiðamönnum fækkuðu)  

Þegar gögn sýna að gagnsemi hjálma sé tölfræðilega séð ómælanleg, yfir heilli þjóð sem tók upp stranga hjálmlög með viðurlögum og handtökum, þá  bendir það til þess að gildi hjálma geti varla verið mikið.  Óháð hvort maður sé skyldugur eða ekki.  Skýringin á þessu er ekki á hreinu, en tillögur sem hafa koma fram tengjast rökum  sem  benda á  áhættuþætti þess að stórauka hjálmanotkun. Við getum snúið aftur að þessu seinna.

þetta er kannski ekki "taktískt"  að segja, en ég held persónulega að sannleikurinn og leit að sannleika er það sem maður eigi  að sækjast eftir og styðjast  við,  fremur en skammtímahagsmuni þegar þetta tvennt stangast á í einhverja baráttu.  Að halda eitthvað fram  sem  gengur gegn sannfæringu manns (nútíma, léttir og "mjúkir"  hjálmar eru það besta síðan smurt brauð),  er ekki gæfuríkt.  Allra síst þegar þessi sannfæring  kom fram eftir gaumgæfulegar athuganir, gagnrýna hugsun, rökræðu við  sannfærðir og upplýstir menn á báða boga og samskipti við  sérfræðinga í ýmsum  vísindum um viða veröld. 

Þú ert að sjálfsögðu velkominn  að koma til liðs við LHM eða önnur félög og styrkja hjólreiðar og bæta enn öryggið.  En ég mundi segja að sömuleiðis í þeirri vinnu væri það að athuga aðferðir og reynslu annarra á breiðan grundvöll, að nota vísindalegri og gagnrýnni hugsun og líta til heildarinnar, mjög mikilvægt.

Það er að mínu mati ekki hægt að hvetja til hjálmanotkunar í dag án þess að  taka mið af  áróðrinum sem "allir" þekkja, og leiðrétta  rangfærslurnar sem þar eru svo  algengar og svaðalegar (Börnum sýnt eggjaskurn sem brotnar og hleypir innihaldið út, og þessu líkt við hjálmlaust höfuð  ofl) .  Sömuleiðis þarf maður að gera sér grein fyrir að hvatning til hjálmanotkunar á hjóli gefur það skilaboð að það sé hættulegra að velja að hjóla en að ganga, hlaupa eða  aka innanbæjar.   Ég hef ekki séð haldbær gögn sem benda í þá átt.

Þvert á móti eru gögn sem segja að hættumunurinn sé lítill miðað við fjölda ferða, eða fjölda klukkustunda.  Og  hjólreiðamenn lífa manna lengst.  Það  eru margar mjög ítarlegar kannanir sem benda sterklega til þess. Þeir sem hjóla aðeins meira  hafa enn lægri líkur á að deyja á tilteknu tímabili.  

Þú segist aldrei hafi heyrt rök fyrir því að nota ekki hjálm.  Ég hvet þig til að reyna að stinga upp á eitthvað sem þú heldur að "andstæðingum"  finnst koma til greina sem rök.  

Vilji og ímyndunarafl til að sjá málið frá báðum hliðum væri mikils metin.  Ef þú gefst upp en þér finnst þetta  mikilvægt, og hafi  raunverulegan áhuga, skal ég gefa vísbendinga. Þeir eru annars út um allt ef þú lest þér til um umræðuna. Gaman væri að heyra dæmi um hvað þú hefur lesið og fannst mest og minst til koma.

Morten Lange, 8.7.2008 kl. 21:01

4 Smámynd: Morten Lange

Lesendur góðir : Ég biðst forláts á langlokunni, á því að hafa ekki haft orku í að fara betur yfir málfari, og að íslenskan hjá mér yfirleitt sé ekki betri en raun ber vitni ... Vont að geta ekki leiðrétt málfar  í athugasemdum.

Morten Lange, 9.7.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband