Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Hvað hefur lögreglan fyrir sér í þessu

Það er ansi oft sem maður sé fullyrt að hjálmur hafi bjargað og svo er vitnað í lögreglu, heilbrigðisstarfsfólk, aðstandendur, hinn slasaða eða vitni. 
Er eru þau einhvern tímann að álýkta á annan veg ?  Fer einhver einhvern tíman fram athugun á vísbendingum ?  Er Er er þetta svolítið og með nýju fötin keisarans, að menn gera ráð fyrir eitthvað og þá sjá þeir það. 

Ef einhver mundsi álýkta á annan veg, mundi hún þora að segja það að hjálmurinn hafi sennilega ekki skipt máli í þessu einu tilteknu tilviki ?  Mundu blaðamenn þora eða velja að hafa það eftir þeim ?  
Sennilega ekki.  Hér er hætta á staðfestingarvillu, eða á ensku "confirmation bias". 

Lesendur athugið að þar með er færsluritari ekki að fullyrða neitt um hvorki þetta tiltekna slys ( þar sem vantar algjörlega að skoða aðdraganda ákeyrslunnar ) né um gagnsemi hjálma. Hér eru um að ræða heimspekilegar og siðferðislegar vangaveltur tengd yrðingar lögreglu. Lögregla er jú opinber stofnun, og betra ef við getum treyst því að fullyrðingar þaðan byggja á góðum grunni.    -ML 
mbl.is Munaði um hjálminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreyfingarleysi álíka hættuleg og umferðin

Í nýlegri frétt RÚV var sagt "Alþjóða heilbrigðismálastofnunin segir of litla hreyfingu og áreynslu draga allt að 3,2 miljónir manna til dauða ár hvert."  

  http://www.ruv.is/frett/hreyfing-oft-ekki-sidri-en-lyf

Til samanburðar látast 1,3 milljón í heiminum í bílslysum (töluverður hluti af þessu fólki voru labbandi börn  ).   Við sjáum að tölurnar séu á svipuðu róli.  Reiknað í lífárum sem tapast eru tölurnar einnig sambærilegar.   

Nú segja sumir eflaust að að þetta er allt öðruvísi á Íslandi. Ekki hægt að nýta erlenda þekkingu hér.

En fólk á vesturlöndum eru í miklu meiri hreyfingarleysi en meðaltali í heiminum, og á þetta við um Ísland einig. Og færri deyja í umferðinni á 100.000 hér en á heimsvísu.  Þannig að ef eitthvað, þá á þetta enn frekar við á Íslandi.  

Sem sagt :  Hreyfingarleysi er ekki vandamál sem megi hunsa þegar horft er til lausnar í umferðaröryggismálum.  
Ef lausnir við umferðaröryggi gera það að verki að fleiri aka bílar og færri ganga eða hjóla, þá er ekki ólíklegt að við skiptum einn vanda út fyrir annan af svipaðri stærðargráðu.  Ofan á þetta kemur að sérfræðingar benda á slæm heilsuáhríf  mengunar úr bílum. Í Evrópu er reiknað með að mengun úr bílum dragi fleirum til dauða en árekstrar og ákeyrslur. 

Og enn samkvæmt WHO, þá spara hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu nú þegar mörg mannslíf á ári hverju. Tölurnar eru sambærilegar við fjöldi þeirra sem látast í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu hið síðari ár. 

Gefum okkur til dæmis að  6.000 hjóla 30 mínútur á dag 200 daga ársins. ( Margir hjóla meira á dag og margir hjóla allt árið, sem dregur upp þessi meðaltöl )
Samkvæmt reiknivél WHO á  http://heatwalkingcycling.org   þá koma  hjólreiðarnar í veg fyrir að  2,8 ótímabær dauðsföll árlega.  Ganga kemur í veg fyri svipuð mörg daudsföll árlega og hjólreiðar. Fleiri ganga, en varnaráhrifin gegn lífsstílssjúkdóma er aðeins minni fyrir hvern tímaeining.  

Lausnin sem er ýjað að, í greininni "Umdferðarslys kosta miljarða" eru mislæg gatnamót. Þau mundi hvert kosta miljarða fyrir hvert gatnamót. Þetta eru peningar sem margir mundi í dag segja að væru mun betur varin í heilbrigðiskerfinu.  En sennilega væru þeir ekki síður í fyrirbyggjandi lýðheilsustarfi.  Að greiða götur virkra samgangna sparar mannslífum og sparar útgjöld í heilbrigðiskerfinu. Sem og í fyritækjum og stofnunum vegna fækkun veikindadaga.

Mislæg gatnamót aftur á móti hafa hingað til lengt leiðir hjólandi og gangandi, og stundum gert minni aðlaðandi.  Þá eru margir fræðimenn á því að mislæg gatnamót leiði til aukins akstur sem aftur leiði af sér aukins mengunar og færi umferðarteppurnar á annan stað frekar en að leysa vandamálið. 

Hins vegar virðist vera að lækkun umferðarhraða geti bætt flæði umferðar, aukið afköst gatnamóta og dregið úr mengun og ógnun sem gangandi, hjólandi og í raun við öll verðum fyrir og upplífum. 

 ( Ef einhver hefur áhuga á rannsóknina sem var efni RÚV-fréttarinnar, þá birtist hún hér, í British Medical Journal, eitt af virtustu  læknatímaritunum:   http://www.bmj.com/content/347/bmj.f5577  ) 
-ML


mbl.is Umferðarslys kosta milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjulegt / Notaði tannþráð og tók lýsi ? / Einelti

Takk fyrir þessa jákvæða frétt um auknar hjólreiðar,  mbl !

Það er sannarlega  góðs viti að fleiri hjóla í skólann svo tekið sé eftir því. Rök fyrir því að það sé gott fyrir einstaklingana og samfélaginu má finna í ýmsum opinberum skýrslum, innlendar og erlendar, og frá aðilum eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnun og European Conference of Transport Ministers.

En í lok fréttar kemur leiðinda skot á dömuna á reiðhjóli sem prýðir mynd með fréttina.  (Það má halda til haga að blaðamaður hafi tæplega talað við hana): 

Verra er þó þegar hjólreiðafólk gleymir að setja á sig hjálminn, enda leynast hætturnar víða, ekki síst þegar kólnar í veðri og hugsanlega hált. Það hefur þó ekki hvarflað að þessari ungu konu sem hjólaði á lóð Háskóla Íslands.

Við getum jafn lítið vitað um það hvað hafi hvarflað að henni og það hvort hún hafi notað tannþráð nýlega eða tekið lýsi.  Það virðist ekki hafa hvarflað að blaðamanni í tengsl við halkuna að minnast á nagladekk undir reiðhjól og að bílstjórar og fólk a reiðhjóum fari með gát. Ekki heldur er minnst á ljósabúnaði sem er þó lögbundin á reiðhjólum í myrkri og vanti æði oft.  

Staðreyndin virðist vera að þeir sem hjóla verða heilbrigðari og lífa lengur en aðrir, þannig að það er kannski komið nóg af því að leggja fólki sem hjólar án hjálms í einelti ? -ML


mbl.is Námsmenn nýta sér hjólhestinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannaflafrek framkvæmd: Fjölga boga til að læsa hjól við

Það liggur beinast við að sveitarfélögin setja mannafla og svo fé í að setja upp bogar til að læsa reiðhjól við.  Bogarnir græna sem Reykjavíkurborg hafa sett upp á fáeinum stöðum nær miðborgina, til dæmis við Skúlatún 2,  Borgartúnsmegin  eru dæmi um ágætis lausn.

Mér finnst meir en upplagt að tryggingafélög eða  lífeyrissjóðir fjármagni þessu.  Að vísu sé ég ekki fyrir mér að arður verði af þessu beint.  En Alþjóðaheilbrigðismálastofnun býður upp á reiknilíkön til að finna út hversu mikið hið opinbera spari með því að fjölga hjólreiðamönnum.  Svo hagkvæmt er þetta án vafa.

Það ætti sömuleiðis að styrkja íbúa til þess að koma sér upp aðstaða fyrir reiðhjólum.

Nóg er búið að styrkja bílaeigendur í egnum árin, og enn er verið að bjóða rafmagnsbíla ókeypis stæði.  Mun meiri ástæða er til þess að ýta undir hjólreiðar en notkun rafmagnsbíla. 

( Morten )


mbl.is Varað við reiðhjólaþjófnuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband