Að leyfa hjólreiðar gegn einstefnu

Einstefna 1

Það er eitt af stefnumálum Landssamtaka hjólreiðamanna LHM að leyfa hjólreiðar gegn einstefnu þar sem það er hægt. Í þeim löndum Evrópu þar sem mest er hjólað eru hjólreiðar leyfðar gegn einstefnu. Rætt hefur verið um slika breytingu í Svíþjóð og Noregi.

Oft er það gert með sér skiltum eins og sést á þessum myndum.

Þessi ráðstöfun bætir hreyfanleika hjólreiðafólks og eykur ferðahraða milli staða. Niðurstöður þýskrar rannsóknar sýnir að slysahætta er ekki meiri.

Einstefna 3Þessar tilögur lögreglunnar sem vitnað er í eru ekki líklegar til að auka öryggi hjólreiðamanna.

Hjólreiðamenn eiga að hjóla með annarri umferð í suðurátt en á sérstakri rein í norðurátt. Ef settur er kantur þrengir svo að umferð hjólandi í suðurátt að öryggi þeirra yrði minna. Heilreinda línan hefur að hluta til þessi áhrif því óheimilt er skv. umferðarlögum að aka yfir slíka línu, sbr. myndina hér úr Mbl.is af Suðurgötu horft í norður. Afleiðingin er sú að vegur í suður virkar helst til of þröngur fyrir framúrakstur framúr hjólandi. Það er helsti gallinn við þessu útfærslu í Suðurgötunni fyrir utan að hún aðeins stuttur spotti og ekki hluti af samanhangandi leið. 

Suðurgata

 

 

 

Í raun væri best að hafa brotna línu milli hjólareinar í norðurátt og umferðar í suðurátt svo bílar geti auðveldlega tekið fram úr umferð hjólandi í suður. Þannig útfærsla er sýnd á þessari mynd.

 Einstefna 2

Það virðist eins og lögreglan misskilji alveg þetta mannvirki og ekki er laust við að borgin viti ekki heldur almennilega hvað hún er að gera.

Það er óþarfi að finna upp hjólið hérna heima þegar lönd í Evrópu hafa þegar fundið lausnina og hjólreiðar eru þar margfaldar á við hér.  Deilur milli lögreglu og borgar eru heldur ekki góð leið til að finna upp hjólið.

Væri ekki ráð að Lögreglan, Borgin og LHM myndu senda fulltrúa sína til Hollands að skoða hvernig sú þjóð sem hjólar mest í Evrópu hagar merkingum og hönnun fyrir reiðhjólaumferð?

 


mbl.is Bann án viðurlaga á Suðurgötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband