Engar upplýsingar um hjólreiðaslys til

Einkennilegt að ekkert sé sagt né velt vöngum yfir hraða bílsins, og hjólreiðamannsins, sýnileiki hjólreiðamannsins og bíls,  tildrög slyssins, né hvort ökumaður (og etv hjólreiðamaður ef hann hefur heilsu til  þess)  hafa verið yfirheyrðir.

LHM  reyndi að finna út meira um slýsið, líðan reiðhjólamannsins, tildrög slyssins og hvernær má hafa samband við lögreglu til að fá frekari upplýsingar. Fengjum  samband viðlæknir á vakt og hann  benti  á að hringja lögregluna.

En ef maður viti ekki hver átti í hlut og þekki, eða helst er nákominn fólkinu sem voru í árekstrinum, fær maður ekkert að vita. Ekki heldur var hægt að gefa hjólreiðamanninum eða aðstandendur  tækifæri til að hafa samband við Landssamtök hjólreiðamanna eða neinn aðili sem óskar eftir frekari fregnir.  Engin möguleiki, hvorki núna né seinna á að finna út um tildrög slyssins eða hvort þau hafa verið rannsökuð eins og ber.  Löggan  benti  á að allt sem var látið uppi, hefðu fréttamiðlar fengið að vita, og það væri eina leiðin til að fá að vita eitthvað. Okkur  var reyndar tjáð að málið sé í rannsókn.   Það þykir samt ansi ólíklegt að frekari fregnir berast af þessu í fréttum. Er ekki pottur brotinn hér ? Er í alvörunni enginn leið til að fá að vita hverju rannsóknin leiðir í ljós ?  

Rannsóknarnefnd umferðarslysa mun ekki skoða málið, vegna þess að ekki var um dauðaslys að ræða.  Ekki það að neinn sérstök þörf sé fyrir  að  Landssamtök hjólreiðamanna  skoði eitt  tiltekið slys, en við fáum ekki heldur að vita neitt um heildina. Enginn tölfræði sem gagnist virðist vera til, eða amk. ekki aðgengilegur Landssamtaka hjólreiðamanna sem hagsmunasamtök.

Það besta sem við getum gert hjá  LHM er sennilega að reyna að láta vita að LHM hafi áhuga á að fá fregnir af tildrögum slys og liðan hjóreiðamanns þegar  ekið er á  hjólreiðamann og töluverð meiðsl hljótist af.  Vonandi hafa sumir sem eru með þannig upplýsingar samband.


mbl.is Ekið á reiðhjólamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get svona smá sannað að þetta slys hafi átt sér stað því ég vaknaði upp við sírenuvæl sem ætlaði aldrei að hætta og það var klukkan 9 í morgun og greinilega á Vesturlandsveginum við Húsahverfið... this accident did happend

Ingþór Ingólfsson (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 14:23

2 identicon

Ég var að hjóla þarna í morgun (á leiðinni út úr bænum en þessi var á leiðinni í bæinn).

Sjúkrabíllinn var farinn með hjólreiðamanninn en löggan var ennþá þarna með blikkljós, hjólið hans lá þarna og verið var að draga bílinn í burtu með brotna framrúðu og fleiri skemmdir. Nú sá ég ekki slysið en þarna eru tvær akgreinar í hvora átt og svo virðist sem að ökumaður bílsins hafi hreinlega ekið aftan á hjólið á mikilli ferð. Auðvitað getur líka verið að hjólreiðamaðurinn hafi verið að "þvælast fyrir".

Yfirleitt er mjög gott að hjóla á tvöföldum Vesturlandsvegi á sunnudagsmorgnum og manni finnst maður vera öruggari þar en í þyngri umferð á öðrum tímum en svona gerast slysin.

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 16:03

3 Smámynd: Landssamtök hjólreiðamanna

Takk fyrir þetta, Hákon Hrafn og Ingþór.

Landssamtök hjólreiðamanna, 22.7.2007 kl. 16:16

4 Smámynd: Landssamtök hjólreiðamanna


Bendi á athugasemd við bloggi mberg sem snyr að hjóreiðastígum / -brautum: http://mberg.blog.is/blog/mberg/entry/267999/#comment494056

Landssamtök hjólreiðamanna, 22.7.2007 kl. 16:17

5 identicon

Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Þið skuluð ekki gleyma því að hjólreiðamaðurinn á fjölskyldu. Hann var að hjóla á svokallaðri öxl vegarins og bíllinn var hálfur inn á öxlina þegar hann skall aftan á hjólamanninn sem var á leið á æfingu. Ég vil ekki tjá mig meira um hvers vegna ökumaðurinn lenti utanvegar á hjólreiðamanninum en málið er að sjálfsögðu í rannsókn hjá lögreglu. Hjólreiðamanninum heilsast eftir atvikum vel, þökk sé frábæru starfsfólki spítalans.

Sigríður, eiginkona reiðhjólamannsins.

Sigríður (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 00:15

6 Smámynd: Landssamtök hjólreiðamanna

Takk kærlega fyrir ábendingar og upplýsingar, Sigríður. Það er léttir að heyra
að hann heilsast eftir atvikum vel. Vonandi nær hann sér að fullu. Megi
þjáningar hans og ykkar vera í lágmarki.

Landssamtök hjólreiðamanna, 24.7.2007 kl. 14:33

7 identicon

Ljóst er að bíllinn hafði engan sjálfstæðan vilja til að ‚lenda' á hjólreiðamanninum. Ökumaðurinn ók aftan á hjólreiðamanninn og það er alveg ljóst! „Vegfarandi skal sýna tillitssemi og varúð svo að eigi leiði til hættu eða valdi tjóni eða óþægindum, og þannig að eigi trufli eða tefji umferð að óþörfu. Hann skal og sýna þeim, sem búa eða staddir eru við veg, tillitssemi" ... svo hljómar fjórða grein umferðarlaga*. Umferðarmenningin hér er á skerinu er á fremur lágu plani. Þegar nokkura tonna ökutæki er keyrt á óvarða vegfarendur svo sem gangandi eða hjólandi að þá er í siðmenntuðum löndum litið á ökutækið sjálft sem drápstól.

Síðasta fimmtudag hjóluðum við Arnþór upp Hverfisgötuna á jöfnu skriði hvor á eftir öðrum hægra megin á akreininni og hittum afar vel á ljósin, eiginlega of vel. Við fyrstu ljósin nærri Þjóðleikhúsinu voru tveir bílar í kyrrstöðu (hvorugur gaf stefnumerki) og þar sem við vorum á jöfnum hraða skriðum við fram úr báðum bílunum um leið og ljósin urðu græn. Fremsti ökumaður var eitthvað ósáttur við það og skeytti skapi sínu á okkur með með einelti og stöðugu bílflauti í all nokkurn tíma. Þegar við svöruðum fyrir okkur með tveim fingrum þá blossaði hann upp enn fremur og ég var viss um að hann ætlaði að negla aftan á okkur, en þess í stað setti hann í yfirdrif og keyrði eins og vitlaus fram úr okkur og negldi síðan niður næsta horni með hálfan bílinn úti á götu og beið! Hafði lúmskan grun að hann ætlaði að bíða eftir að við hjóluðum framhjá og þá opna bíldyrnar skyndilega til að reka hurðina í okkur á fullri ferð og valda okkur þar með líkhamlegu tjóni. Við sveigðum því alveg út á útjaður og þegar hann sá að honum myndi ekki takast að negla hurðina í okkur opnaði hann bíldyrnar eldsnöggt og stökk út á miðja götu og hrækti að okkur. Við hjóluðum hinsvegar áfram upp Hverfisgötuna en ökuníðungurinn náði það lélegu starti að hann náði okkur ekki. Tek fram að hluta af leiðinni ‚ók‘ níðingurinn upp Hverfisgötuna með alla athyglina á að gefa okkur fuck-merki (horfi vart í akstursstefnu) og rásaði eins og vitlaus væri. Þegar við vorum komnir framhjá lögreglustöðinni bárum við saman bækur okkar og vorum jafn hlessa yfir þessu gegndarlausu níði sem ökuníðingurinn sýndi í frammi. Við höfðum ekkert gert til að verðskulda áreitið á nokkurn hátt. En greinilega fórum við sem hjólreiðamenn í taugarnar á níðingnum, höfum sennilega verið að ‚þvælast fyrir alvöru ökumönnum' það eitt er ljóst. Hafði það á tilfinningunni að það kæmi mér ekkert á óvart þótt einhver myndi negla hjólreiðamann niður á næstu dögum. Þegar ég svo rak glyrnurnar í fréttina að keyrt hafði verið aftan á hjóleriðamann var ég ekki hissa, ökumenningin er á svo lágu plani hérna á Íslandi. Hvort sem ekið var á hjólreiðamanninn viljandi eða ekki að þá er greinilegt að ökumaðurinn ber fulla ábyrgð á ‚slysinu' og lögreglunni og dómstólum ber skylda til þess að taka svona árekstrum alvarlega og fylgja málum sem þessu af fullum þunga, ... sérstaklega þegar ekið er á óvarða vegfarendur.

*Umferðarlög.

Sólver Hafsteinn (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 15:25

8 Smámynd: Landssamtök hjólreiðamanna

Við erum ekki sátt við hvernig fjölmiðlar hafa fjallað um slysið. Í stað þess að leita orsaka, og lýsa eftir vitnum, var slysið notað sem tækifæri fyrir áróður sem beindist að hjólreiðmönnum.

Hjólreiðamönnum, fórnarlömbum var bent á að vernda sig, en ökumönnum ekki bent á að vera vakandi fyrir öðrum í umferðinni, og haga akstri eftir aðstæðum. Ekki var sagt að allt benti til þess að  hjólreiðamaðurinn hefði verið í fullum rétti, og ökumaðurinn sé grunaður um brot, þó að rannsókn standi yfir.

Báru þessar aðilar, það er  Lögreglan,  fjölmiðlar og Umferðarstofa hag fórnarlambsins og fjölskyldu fyrir brjósti ?  Maður getur séð að þegar betur fer en á horfðist getur verið huggun í að einhver skýring finnist og jafnvel að aðrir geti lært af þessu.  En þessi "skýring" gefur mjög skakka mynd af ábyrgð og orsakir árekstursins og  orsakir meiðsla.

Landssamtök hjólreiðamanna, 25.7.2007 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband