Hræsni gagnvart vistvænum samgöngum

Reykjavíkurborg hefur enn og aftur lítilsvirt Landssamtök hjólreiðamanna með því að svara ekki bréfum og vinna beinlínis gegn hagsmunum hjólreiðafólks. Það er eins og að Landssamtökin þurf að grípa til skæruhernaðar því það er greinilegt að ekki hægt að eiga eðlileg samskipti við starfslið umhverfis- og framkvæmdasvið Reykjavíkurbogar. Það er eins og þetta lið átti sig ekki á því að það er í vinnu hjá almenningi, ekki hjá bílaframleiðendum eða bílaumboðum.

Það sem fyllti mælinn nú var sú sýn sem blasti við mér við Miklubraut þar sem síðasta mögulega svæðið undir hjólreiðabraut var nú sett undir hljóðmön sem mun aðeins gera hjólreiðafólki erfiðara fyrir og útiloka endanlega þann möguleika að lögð verði aðgrein hjólreiðabraut meðfram Miklubraut, mikilvægustu samgönguæð borgarinnar.

Þetta sem og hin stríðin við RVK varð undirrituðum kveikja að bréfi til borgarstjóra sem hljóðar svo:

 

Sæll Ólafur.

Ég get ekki lengur orða bundist vegna vinnubragða borgarinnar í málefnum hjólreiðafólks. Núverandi borgarstjórn hefur ítrekað lofað úrbótum en það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að borgin ætli að framfylgja því. Hér koma aðeins tvö nýjustu dæmin.
Landssamtök Hjólreiðamanna http://hjol.org hafa reynt undanfarin ár að hafa vitrænt samstarf við Reykjavikurborg, en það er ekkert sem bendir til þess að hlustað séu á rök samtakanna þó þau séu unnin með faglegum hætti.

Nýjasta dæmið er lagning forgangsakreinar meðfram Miklubraut. http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2008/030608.htm Þar er nú búið að koma fyrir svo mörgum akreinum fyrir vélknúinn ökutæki að ekki er lengur pláss fyrir aðgreinda hjólreiðabraut. Í stað hjólreiðabrautar er nú byrjað að hlaða upp hljóðmön sem aðeins mun þrengja enn frekar að hjólandi og gangandi vegfarendum. Að auki mun yfirborðsvatn nú framvegis liggja enn fleiri daga á göngustígnum.

Landssamtökin hafa líka beðið borgina um að fjarlægja aðgreiningarlinu á göngustígum. http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2008/080108.htm og komið með mjög góð rök fyrir því að það verði gert.
http://www.islandia.is/lhm/greinasafn/2008/mbl130508.htm
Það er hins vegar ekkert sem bendir til þess að borgin ætli að fjarlægja þessar línur þó því hafi verið lofað.

Koma mætti með mörg önnur dæmi en ég læt hér staðar numið. Ég hvet þig sem borgarstjóra að taka nú á þessum málum því enginn af þínum undirmönnum á umhverfis- og framkvæmdasviði virðast ætla að framfylgja þeirri stefnu sem núverandi borgarstjórn hefur talað um í fjölmiðlum.

Kær kveðja, með von um góð viðbrögð.

Magnús Bergsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Já, ég held að hjartað hafi sigið í fleirum sem hjóla þessa leið.  Og ég er nokkuð viss um að ef það verður einhvern tíma lögð hjólreiðabraut meðfram stofnbrautunum, þá verður hún einföld.  Ef vel á að vera, þarf hjólreiðabrautin að vera tvöföld í báðar áttir, því hjólreiðafólk fer mishratt yfir og þarf að geta tekið fram úr öðru hjólreiðafólki.

Ég er nefninlega alveg handviss um að hjólreiðar aukist til muna ef fólk sér góðar hjólreiðabrautir meðfram akvegum.

Hjóla-Hrönn, 20.6.2008 kl. 13:42

2 Smámynd: Morten Lange

Það er fagnaðarefni að núna verður forgangsakrein eftir miklu lengri kafla af Miklubraut.  Bara svo það er sagt og haldið til haga.

Það er ótrúlegt, en kemur samt ekki á  óvart að ekki var hugsað til þess að bæta aðgengi hjólreiðamanna í sömu umferð og forgangsakrein var lögð , en einhvernvegin er miklu minna mál að leggja forgangsakrein en hjólreiðabraut  (?).  

E svo er, er það í senn lýsandi fyrir áherslurnar og vitnisburð um hvernig allt miðast við umferð vélknúinna ökutækja. Ef ekki sú hefð hefði verið að gefa bílum algjöran forgang, hefði verið miklu minna mál að bæta aðgengi hjólreiðamanna, eða það hefði hugsanlega verið óþarfi.  "Share the road" , lægri hámarkshraði, og þjálfun bæði ökumanna og hjólreiðamanna til sambúðar í umferðinni  væri það sem farið væri eftir. 

Það var svo sem vitað að ekki yrði orðið við beiðni um að  skoða möguleikann á hjólreiðabraut í þessari umferð, þannig  að ég næ ekki að verða verulega   vonsvikinn með það.   Það var löngu orðið skýrt  að enginn alvöru metnað sé  í að  setja það í forgang sem samtök hjólreiðamanna leggja mesta áherslu á, sem eru hjólreiðabrautir meðfram stofnbrautum.  ( Eða hjólreiðabrautir með öðrum hætti sem aðgengilegan, skilvirkan og auðrataðan valkost  við stofnbrauta )

Nú getur borgin hugsanlega borið fyrir sér að bréfið sem Magnús sendi,   hafi ekki borist. Mun líklegri er þó að innihald þess og beiðnin hafi verið álitin óraunhæf.  Að allt of stuttur tími hafi verið til stefnu til að hanna lausnina, og mögulega líka að þörfin ekki væri til staðar. 

Jú það kann vel að vera að  hjólreiðabraut eftir þessum kafla Miklubrautar hefði krafist meiri hönnunarvinnu.  Ekki síst vegna þess að það hefði þurft að breyta gatnamótunum til að þetta yrði alvöru lausn.  Og mögulega halda menn að þörfin sé ekki ærin á þessum kafla, en þá horfa menn ekki fram í tímann, né sjá fyri sér aukningu í umferð ef aðgengi batni.  Og þeir hafa ekki skilið að þarna vantar  miklu betri lausnir á gtanmótunum. 

En ef viðtakendur bréfs í opinbera geiranum hugsa þannig að beiðnin var óraunhæf, kom fram of seint ( ekkert nýtt í þessa ósk hjólreiðamanna reyndar), eða að þörfin sé lítill á þessum kafla, af hverju þá ekki svara með mótrökum ? 

Hjólreiðabraut meðfram akkúrat þessum kafla Miklubrautar  er reyndar ekki langefstur á lista meðal stofnbrauta sem þurfa hjólreiðabraut, því á köflum er stígur sem dugar að sinni. En fyrst var farið í framkvæmdir þar, hefði verið eðlilegt að velta aðgengi hjólreiðamanna fyrir sér um leið.   Reyndar sérstaklega á gatnamótum. Í dag hafa bílar algjöran forgang á gatnamótum, á meðan hjólreiðamenn sem fara eftir stígunum/gangstéttunum, þurfa að taka á sér um 8 - átta -  90gráða beygjur þegar farið er beint áfram yfir sum gatnamót.   

Loks vil  ég taka undir að þessi hljóðmön  liggi alveg að stígnum, og mun gera honum torveldari yfirferðar  þegar vatn sígur niður á stíginn og annarsvegar frýs þar, og hinsvegar myndar pollar. 

Þetta þýðir að enn er verið að ýta hjólreiðamenn út á götunum.

Það hefur sína skýra kosti að hjóla á götu, en fótgangandi hafi ekki þann möguleika.  Og satt að segja  eru afskaplega fáir  sem lítist vel á að hjóla eftir Miklubraut nema kannski þegar umferð er í lágmarki, ellegar pikkföst.  

En þeim fer kannski fjölgandi sem velta fyrir sér að hjóla á Miklubraut,  og sérstaklega þegar stígurinn er "ófær".  Hjólreiðamenn eru að sjálfsögðu í fullum rétti á götunum samkvæmt umferðarlögum.  Þá er alveg spurning hvort  ekki væri kostur að hjóla einmitt eftir forgangsakreinina frekar en á akrein númer tvö frá hægri  ?    Ef umferðin er svo hæg að veruleg þörf sé á forgangsakrein, þá mun hraðskreiður hjólreiðamaður ekki hægja mikið á strætó á forgangsakrein.   Ef umferðin er hröð, ætti ekki að vera mikið mál fyrir strætó að taka fram úr á annarri akrein.  Besti kosturinn væri samt ef forgangsakreinin væri nógu breiður til að leyfa strætó að taka framúr (gætilega ) án þess að fara yfir á næstu akrein. Það er ráðið varðandi útfærslu á forgangsakrein sem LHM hefur fengið frá erlendum sérfræðingi.  

Morten Lange, 22.6.2008 kl. 01:18

3 Smámynd: Magnús Bergsson

Mig grunar að ein helsta ástæða þess að yfirvöld vilja ekki bæta aðstöðu hjólreiðafólks sé sú að breyta verður öllum gatnamótum til að framfylgja jafnræðisreglu vegfarenda. Það þýðir að taka verður niður umferðarljós handan gatnamóta og hafa þau aðeins við stöðvunarlínu. Færa þarf stöðvunarlínu lengra frá gatnamótum og setja ljós á hægribeygjur við gatnamót. Fyrir stjórnvöld sem telja vélknúið ökutæki eina samgöngutækið, má telja víst að þeir líti á þetta sem hreina skerðingu á “flæði bílaumferðar”.
Það er ekki nóg að pólitíkusar gjammi um það í ræðu að þeir ætli að bæta aðstöðu hjólreiðafólks þegar þeir svo í raun meina ekkert með því. Það er líka óþolandi að í gangi er einhver klúbbur stjórnmálamanna sem kallast “Hjólreiðanefnd Reykjavíkur”, án þess að þar sé fulltrúi hjólreiðafólks. Í þessum klúbbi er enginn sem tekið hefur þátt í þeirri orðræðu sem félagsmenn hjólreiðafélaganna hafa tekið þátt í s.l. 20 ár.
Þetta bréf mitt að ofan til borgarstjóra var sent í geðshræringu vegna þess sem er að gerast  við Miklubraut. Þar er beinlínis verið að útiloka möguleika á lagningu hjólreiðabrautar til norðurs meðfram Miklubraut. Því má telja það öruggt að ekkert verður gert meðfram öðrum stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu.
Ég hef  fylgst með málefnum hjólreiðamanna í u.þ.b. 25 ár. Mér varð því skyndilega ljóst að það er engin sólarupprás í gangi í málefnum hjólreiðamanna á Íslandi. Aðstaða til hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu er verri í dag en hún var fyrir 25 árum. Það eina sem hefur batnað á þessum 25 árum er að í dag er betra veður vegna trjágróðurs og líklega vegna hlínandi veðurfars. Þá eru reiðhjólin margfalt betri en þau voru.
Að óbreyttu sýnist mér að það sé útilokað að hjólreiðafólk fái jafnan rétt til samgangna á við þá vélknúnu. Stjórnvöld eru þvert á móti að reyna kæfa kröfu hjólreiðafólks um bætt aðgengi með röngum ákvörðunum. Ég hvet hjólreiðafólk til að hjóla á akbrautum. Þá fyrst er líklegt að við náum sjónum og eyrum misvitra ráðamanna.

Magnús Bergsson, 24.6.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband