Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Meiri áhersla á ábyrgð foreldra og ökumanna

Það er vel við hæfi að leggja áherslu á fræðslu barna í tengsl við ferðir í og úr skóla við upphaf skólaárs.
 
En aðalmálið ætti auðvitað að vera að benda fullorðna fólkið og ekki síst bílstjórar á ábyrgð þeirra.

Mér sýnist leiðbeiningar Landsbjargar vera góðar, að mestu leyti. Manni saknar helst að bílstjórar séu upplýstir um hversu miklu meiri lífslíkur eru ef keyrt er á barn á 30 km hraða en á 50 km hraða. Og að sjálfsögðu minnka líkur á ákeyrslu líka eitthvað, því stöðvunarvegalengdin er styttri.

Þá hefði mátt leggja til að foreldrar labba með börnin, nú eða hjóla, ekki bara einu sinni, heldur daglega í viku eða álíka, amk.  Með því  að leggja sér svolítið fram og sýna góðu fordæmi, geta þeir haft enn frekari jákvæð áhrif.  Bæði varðandi umferðaröryggi og holla daglega hreyfingu.  Og hver veit, kannski lærir fullorðna fólkið eitthvað af því að ganga til skóla með börnin og sjá hvernig leiðin litur út á þeim tíma dags sem barnið gengur ( eða hjólar ) í skóla. 
 
En aftur að leiðbeiningum Landsbjarga : Það er við hæfi að minna á hjálmanotkun á reiðhjóli fysrt það sé bundið í lög fyrir börnum yngri en 15 ára.  En þegar haldið er fram að hjólreiðahjálma "ver fyrir alvarlegum höfuðáverkum í allt að 85% tilfella", byggir það á fáfræði og óskhyggja. Hér er vitnað í tölu úr bandarísku skýrslu frá 1989 sem er meingölluð. Nær er sennilega að hjálmur getur minnkað óalvarlegum meiðslum í 30% tilfella. En á móti kemur að bæði bílstjórar og hjólreiðamenn virðast taka meiri áhætta vegna hjálmsins.
 
Þá er miklu minna gagn í hjálminum ef hann er ekki rétt stilltur, ekki af réttri stærð eða er hreinlega illa farinn, til dæmis hefur orðið fyrir höggi, eftir nokkurra ára notkun. Nær hefði verið að minna á rétt notkun hjálms en að halda fram að hjálmurinn (óháð stillingu ofl) sé þvílíkt undratæki. Og mikilvægara en notkun hjálms er að passa vel upp á rétt stilling hjóls miðað við stærð barns, að hemlar virka rétt,  að barnið hafi stjórn á hjólinu og læri að taka tillit til annarra vegfaranda um leið og það fái að njóti frelsið sem hjólreiðar gefa.  Sumir segja bæði í grín og alvöru (til dæmis danskur læknir sem er sérfræðingur á þessu sviði) :  Það kann stundum að vera hættulegt að hjóla, en miklu mun hættulegra er að hjóla ekki. 
 
 
Loks þarf að minna á að þegar of margir aka börnin til skóla eykst umferðin og áhættan við skólana, mengun eykst líka og börnin fá minna hreyfingu.

Hreyfingarleysi er miklu alvarlegra heilbrigðisvandamál á Íslandi í dag en umferðarslysin.  Ef við  göngum eða hjólum meira , og ferðum  á bíl fækka á móti,  hefur það margvísleg jákvæð áhrif á nærumhverfi og hnattrænt.
 
Áhugasamir um hjálma geta lesið meira t.d á en.Wikipedia.org/Bicycle_helmets. Áhugasamir um umferðaröryggi gangandi og hjólandi geta haft samband við Landssamtök hjólreiðamanna : lhm@islandia.is
 
( Morten) 

mbl.is Leiðbeiningar um ferðir barna til og frá skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband