Færsluflokkur: Spaugilegt
Loks eitthvað gert með lagningu bíla á gangstétt, þó afar lítið sé
10.7.2008 | 14:55
Lími þetta hratt inn frá vef borgarinnar :
http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-39/351_read-11740/
10.07.2008
Ábendingar gegn bifreiðum á gangstéttum
Barnavagninn minn á ekki að þurfa að fara út á götu, stendur á glaðlegum miða sem Bílastæðasjóður hefur látið gera. Ætlunin er að festa miðann á bifreiðar sem loka gangstéttum fyrir foreldrum með barnavagn og öðrum gangandi vegfarendum.
Ökumenn hafa undanfarin ár lagt æ fleiri svæði undir bifreiðar sínar í Reykjavík. Víða má sjá bifreiðum lagt upp á gangstéttar og grasflötum en það skapar hættu fyrir gangandi vegfarendur sem þurfa oft á tíðum að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Þessi umgengni bílstjóra hefur meðal annars skapað hættu fyrir börn.
Stöðuverðir Bílastæðasjóðs og lögregluþjónar geta lagt stöðubrotsgjald á bifreiðar sem standa ólöglegar en vandinn er það viðamikill að ákveðið var að gefa út miða með vinsamlegum ábendingum í nokkrum útgáfum. Einn miðinn segir til um að hér hafi barn ekki komist leiðar sinnar á gangstéttinni. Annar að bifreið hafi hindrað mann í hjólastól og á honum stendur: Áttu erfitt með gang? Við líka!
Það er alveg bannað að leggja bifreið á gangastétt, bifreið er tálmi fyrir þá sem vilja ferðast með öðru móti um borgina, segir Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Miðarnir okkar eiga að fræða ökumenn sem leggja uppi á gangstéttum um afleiðingar gjörða sinna.
Við viljum fá fleiri í lið með okkur til að berjast gegn slæmri umgengni á bílum í borginni. Æ oftar má sjá ófatlaða bílstjóra leggja í stæði fatlaðra og við þurfum að venja fólk af þessu ósið, segir Kolbrún
Hófleg dreifing verður á miðum Bílastæðasjóðs og gefst borgarstarfsmönnum fyrst í stað færi á að nota þá. Við vonum að bílstjórar taki þessum ábendingum vel, læri af þessu, geymi miðana og noti þá síðar til að benda öðrum bílstjórum á betri hegðun, segir Kolbrún. Miðarnir eru ekki límmiðar og hafa umhverfismerkinguna Svanurinn.
Tenglar
Ábending Bílastæðasjóðs: Barnavagninn minn
~~~~~~~~~~~~~~
En af hverju ekki hækka sekti, og dreifa þessum miðum mun viðar ?
Greinilega sést að hjólreiðamenn þó þeir séu með kerru með börnum er ekki ofarlega á lista borgarinnar í þessu sambandi. Einn ábindingin enn um að þeir sem geta og treysta sér til hjóla á götunum..
(Morten)
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)