Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Mannaflafrek framkvæmd: Fjölga boga til að læsa hjól við

Það liggur beinast við að sveitarfélögin setja mannafla og svo fé í að setja upp bogar til að læsa reiðhjól við.  Bogarnir græna sem Reykjavíkurborg hafa sett upp á fáeinum stöðum nær miðborgina, til dæmis við Skúlatún 2,  Borgartúnsmegin  eru dæmi um ágætis lausn.

Mér finnst meir en upplagt að tryggingafélög eða  lífeyrissjóðir fjármagni þessu.  Að vísu sé ég ekki fyrir mér að arður verði af þessu beint.  En Alþjóðaheilbrigðismálastofnun býður upp á reiknilíkön til að finna út hversu mikið hið opinbera spari með því að fjölga hjólreiðamönnum.  Svo hagkvæmt er þetta án vafa.

Það ætti sömuleiðis að styrkja íbúa til þess að koma sér upp aðstaða fyrir reiðhjólum.

Nóg er búið að styrkja bílaeigendur í egnum árin, og enn er verið að bjóða rafmagnsbíla ókeypis stæði.  Mun meiri ástæða er til þess að ýta undir hjólreiðar en notkun rafmagnsbíla. 

( Morten )


mbl.is Varað við reiðhjólaþjófnuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólað í vinnuna nær nýjum hæðum !

Í dag var opnun í hvatningarátakinu  "Hjólað í vinnuna".  Ekki var stuðningurinn í verra kantinum, því þarna voru mætt  forseti ÍSI,  Ólafur Rafnsson, borgarstjóri, Ólafur F. Magnússon og ekki færri  en þrír ráðherrar.  Ráðherrarnir voru Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, og Kristján Möller, samgönguráðherra. Þá var forstjóri Alcan, Rannveig Rist mætt, en Alcan hefur sigrað í sínum flokki undanfarin 4 ár ( eða eins lengi og núverandi flokkun hefur verið í gangi )

Öll  komu og fóru ráðherrarnir  hjólandi, heilbrigðisráðherra í fylgd með Dofra Hermannssyni  úr Grafarvoginum, og samgönguráðherra úr Kópavogi. Kristján játaði að hafa óttast að ekki finna leiðina og fór því eldsnemma af stað, en þetta var mun minna mál en hann óttaðist.

Og öll fóru þau fögrum orðum um hjólað í vinnuna, og hversu jákvæðar hjólreiðar séu fyrir heilsu, umhverfi, borgarbrag og samgöngum.  Það kom það til tals að á næstu ári ætti kannski fjármálaráðherra að mæta líka, því mikið bensín ( þið munið viðskiptahallan) og kostnaður við rekstur bíl sparast í átakinu, og ávallt þegar menn velja að ferðast fyrir eigin afli "frekar en aðkeyptu", eins og samgönguráðherra komst að orði.

Umhverfisráðherra hvatti fyrirtæki til þess að athuga að færa sér frá bílstyrkjum yfir á samgöngustyrkjum, og þannig nota hagræna hvati til þess að stuðla að heilbrigði, umhverfisvernd, sparnaði og fleira. Hún benti á að sum fyrirtæki og sumir  stofnanir hafa þegar stigið fyrstu skrefin í þessa veru.

 (Morten Lange)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband