Færsluflokkur: Menntun og skóli
Skýrsla um umferðarfræðslu lofar að hlutatil góðu
13.6.2008 | 00:34
Í dag birtist frétt á vef samgönguráðuneytisins sem fyrirsögn :
Áfangaskýrsla um eflingu umferðarfræðslu í skólum
Það jákvæða sem ég sé (að fjallað sé um) eftir snögga yfirferð (Beinar tilvitnanir)
- Mikilvægt er að skólar stuðli að því að nemandinn sjái aðra valkosti sem samgöngumáta en einkabílinn og augljósa kosti þess að efla vistvænar samgöngur.
- Ein af ástæðum þessa er að með síauknum umferðarþunga á undanförnum árum hefur gangandi vegfarendum verið gert erfiðar fyrir að komast á milli staða. Þetta hefur leitt til þess að börn eru keyrð til og frá skóla í stað þess að þau gangi eða hjóli. Nú er markvisst unnið að því að breyta þessari þróun með átaki í eflingu vistvænna samgangna.
- Einn þáttur umferðarfræðslu í skólum er að benda á valkosti til að komast á milli staða.
Jafnrétti milli ólíkra samgöngumáta er krafa dagsins og því þarf að koma á framfæri við ungu kynslóðina í tengslum við umferðarfræðslu í skólum sem er kjörinn vettvangur til þess. - Í málefnum umferðarfræðslu barna er sérstaklega mikilvægt að fá fram sjónarmið þeirra sem málið varðar, þ.e. barnanna sjálfra.
Ekki svo jákvætt :
- Gamli hugsunarhátturinn situr mjög djúpt og þrátt fyrir það sem stendur hérna fyrir ofan er spurning hvort þessi góðu markmið ná að hafa áhrif á kennsluna svo einhverju nemi
- Sagt er að það ætti að endurnýja vefnum umferd.is og bent á erlenda vefi. Þar virðist í miklu mæli gamla viðhorfið ríkja : Umferðin er hættulegur, og börnin bera ábyrgð á að passa sér. (Victim blaming) Óbeint er verið að vinna með kröftugum hætti gegn markmiðin hér að ofan.
- Það eina sem er sagt um kúnnattu um hjólreiðar, talar um hjólið sem leiktæki, en ekki samgöngutæki, og gildir bara einum aldurshópi : " Þjálfast í notkun reiðhjóls sem leiktækis á leiksvæðum og stígum og kunna skil á umferðarreglum sem gilda um hjólandi vegfarendur" (Það er allt og sumt )
Nú er spurningin hvort fræði Hjólafærni ( Bikeability / Cyclecraft ) geti komið að hluta til bjargar. Fólkið sem satí nefndinni hefur haft of skamma tíma til að umturna þessu og þarfnast hjálp frá aðilum sem hafa þessum markmiðum "í bloði borin", og hafa reynslu og tengsl til sérfræðinga.
(Morten Lange)
Menntun og skóli | Breytt 21.6.2008 kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)