Innflutningur á reiðhjólum
20.7.2011 | 10:28
Á heimasíðu Landssamtaka hjólreiðamanna LHM er umfjöllun um innflutning reiðhjóla s.l. 10 ár.
Það verður að segjast eins og er að samanburðurinn við verð á bíla í þessari frétt er frekar óréttlátur. Hinsvegar sjást ekki forsendur samanburðarins nógu vel til að hægt sé að dæma um hvort hann sé réttur.
Það er vitað að verð á reiðhjólum og íhlutum í reiðhjól hefur hækkað almennt erlendis síðustu ár. Svo virðist líka að íslendingar kaupi almennt meira af vönduðum og dýrari reiðhjólum heldur en áður var.
Nú er meira hjólað og hjólin eru notuð í meira mæli sem farartæki heldur en leiktæki. Þetta kemur meðal annars fram í svari LHM við fyrirspurn Samtaka Evrópskra hjólreiðafélaga ECF, sem LHM er aðili að.
Svar LHM: http://www.lhm.is/lhm/skjol/619-bref-ecf-spurt-um-hjolreiear-a-islandi
Tafla í svari LHM: http://www.lhm.is/images/stories/vaktin/arnid/FylgiskjalHagstofan.pdf
Það virðist eins og hjólreiðar hafi u.þ.b. tvöfaldast á síðustu árum og höfuðborgarsvæðið og þá sérstaklega miðborg Reykjavíkur sé komin með álitlegt hlutfall ferða á reiðhjólum.
LHM hefur í nýlegri umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis óskað eftir því að tollar á reiðhjólum og varahlutum í þau verði felldur niður til samræmis við tolla og vörugjöld við innflutning á eyðslugrönnum bílum. Kostnaður ríkisins við það miðað við óbreyttan innflutning gæti verið á milli 30 og 40 milljónir króna á ári en sparnaður neytenda gæti numið um 60 til 80 milljónum króna, eftir því hvaða álagningarprósenta er reiknuð fyrir verslun. Það er ekki vitað til þess að fyrirætlanir séu hjá ríkinu um að fara að því.
Rikið virðist samkvæmt þessu telja það skynsamlegra að fella niður öll gjöld á "vistvæna" bíla heldur en á vistvænasta farartækinu, reiðhjólinu. "Vistfótspor" (ecological footprint) vistvæns bíls er um 1000 falt stærra heldur en "vistfótspor" reiðhjóls. Auk þess hefur reiðhjólið heilsufarsávinning í för með sér fyrir notandann, skapar ekki hættu í umferðinni fyrir aðra vegfarendur eins og bíll gerir, bætir umhverfið og tekur ekki sama pláss í borginni.
72% dýrara að kaupa reiðhjól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr, heyr.
Ómar Ragnarsson tekur undir í sinin bloggfærslu :
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1180223/
Nú ættu yfirvöld að svara hvers vegna ekki eru lægri gjöld á reiðhjóluen á "grænum" bílum.
Morten Lange, 20.7.2011 kl. 12:04
... í *sinni* bloggfærslu ...
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1180223/
Morten Lange, 20.7.2011 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.