Snúum þessari þróun við
16.8.2011 | 13:04
Ein einfaldasta leiðin til að tryggja það að líkaminn fái sína nauðsynlegu hreyfingu er að flétta hana inn í daglegt líf s.s. með því að hjóla eða ganga til vinnu og skóla. Það gerir börnunum ekki gott að keyra þau stuttar leiðir sem henta vel til göngu og hjólreiða.
Í Bretlandi og víðar er börnum kennt með skipulegum hætti að hjóla með öruggum hætti í umferðinni í Bikeability kennslu eða Hjólafærni eins og við höfum kallað kennsluna á íslensku. Það er ekki síður verðugt verkefni en sundkennsla, henni verður ekki skipt út með kútum.
Íslendingar eru aftarlega á merinni sem hjólaþjóð líkt og t.d. bretar og gætu nýtt sér margt af því sem þeir eru að gera til að aukahjólreiðar. s.s. með innleiðingu kennslu í Hjólafærni.
Á hjólabloggi Guardian eru nokkur góð ráð fyrir foreldra sem vilja fá börnin sín til að hjóla til skóla og fleiri hjá Sustrans.
Hér má svo lesa á íslensku um tækni Samgönguhjólreiða sem kennd er í Hjólafærnikennslu.
Páll Guðjónsson
Versnandi þrek níu ára barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.