Hreyfingarleysi álíka hættuleg og umferðin

Í nýlegri frétt RÚV var sagt "Alþjóða heilbrigðismálastofnunin segir of litla hreyfingu og áreynslu draga allt að 3,2 miljónir manna til dauða ár hvert."  

  http://www.ruv.is/frett/hreyfing-oft-ekki-sidri-en-lyf

Til samanburðar látast 1,3 milljón í heiminum í bílslysum (töluverður hluti af þessu fólki voru labbandi börn  ).   Við sjáum að tölurnar séu á svipuðu róli.  Reiknað í lífárum sem tapast eru tölurnar einnig sambærilegar.   

Nú segja sumir eflaust að að þetta er allt öðruvísi á Íslandi. Ekki hægt að nýta erlenda þekkingu hér.

En fólk á vesturlöndum eru í miklu meiri hreyfingarleysi en meðaltali í heiminum, og á þetta við um Ísland einig. Og færri deyja í umferðinni á 100.000 hér en á heimsvísu.  Þannig að ef eitthvað, þá á þetta enn frekar við á Íslandi.  

Sem sagt :  Hreyfingarleysi er ekki vandamál sem megi hunsa þegar horft er til lausnar í umferðaröryggismálum.  
Ef lausnir við umferðaröryggi gera það að verki að fleiri aka bílar og færri ganga eða hjóla, þá er ekki ólíklegt að við skiptum einn vanda út fyrir annan af svipaðri stærðargráðu.  Ofan á þetta kemur að sérfræðingar benda á slæm heilsuáhríf  mengunar úr bílum. Í Evrópu er reiknað með að mengun úr bílum dragi fleirum til dauða en árekstrar og ákeyrslur. 

Og enn samkvæmt WHO, þá spara hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu nú þegar mörg mannslíf á ári hverju. Tölurnar eru sambærilegar við fjöldi þeirra sem látast í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu hið síðari ár. 

Gefum okkur til dæmis að  6.000 hjóla 30 mínútur á dag 200 daga ársins. ( Margir hjóla meira á dag og margir hjóla allt árið, sem dregur upp þessi meðaltöl )
Samkvæmt reiknivél WHO á  http://heatwalkingcycling.org   þá koma  hjólreiðarnar í veg fyrir að  2,8 ótímabær dauðsföll árlega.  Ganga kemur í veg fyri svipuð mörg daudsföll árlega og hjólreiðar. Fleiri ganga, en varnaráhrifin gegn lífsstílssjúkdóma er aðeins minni fyrir hvern tímaeining.  

Lausnin sem er ýjað að, í greininni "Umdferðarslys kosta miljarða" eru mislæg gatnamót. Þau mundi hvert kosta miljarða fyrir hvert gatnamót. Þetta eru peningar sem margir mundi í dag segja að væru mun betur varin í heilbrigðiskerfinu.  En sennilega væru þeir ekki síður í fyrirbyggjandi lýðheilsustarfi.  Að greiða götur virkra samgangna sparar mannslífum og sparar útgjöld í heilbrigðiskerfinu. Sem og í fyritækjum og stofnunum vegna fækkun veikindadaga.

Mislæg gatnamót aftur á móti hafa hingað til lengt leiðir hjólandi og gangandi, og stundum gert minni aðlaðandi.  Þá eru margir fræðimenn á því að mislæg gatnamót leiði til aukins akstur sem aftur leiði af sér aukins mengunar og færi umferðarteppurnar á annan stað frekar en að leysa vandamálið. 

Hins vegar virðist vera að lækkun umferðarhraða geti bætt flæði umferðar, aukið afköst gatnamóta og dregið úr mengun og ógnun sem gangandi, hjólandi og í raun við öll verðum fyrir og upplífum. 

 ( Ef einhver hefur áhuga á rannsóknina sem var efni RÚV-fréttarinnar, þá birtist hún hér, í British Medical Journal, eitt af virtustu  læknatímaritunum:   http://www.bmj.com/content/347/bmj.f5577  ) 
-ML


mbl.is Umferðarslys kosta milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband