Kominn til Velo-City 2007

Kominn til München og hef þegar hjólað um 30 mínútur í borginni (Hótelið - Gasteig / tónlistarhúsið / ráðstefnuhúsið - Hótelið). Hér í miðborginni eru á mörgum götum annaðhvort hjólarein í götustæði eða uppbyggð hjólabraut við hliðina à gangbrautinni. þessar mismunandi lausnir eru saumaðar vel saman, með svipuðum hætti og gert er í Lönguhlið norður af Miklubraut ( nema að þar er ekki hjólabraut, heldur gangstétt ). Sums staðar eru hjólareinar merktar með rauðu malbiki, kannski sérstaklega í gatnamótum. Yfirleitt þar sem eru hjólareinar er líka merkt hjólabraut þvert og beint yfir gatnamótum.

Bílstjórar virðast taka tillit, meira að segja biða eftir manni þegar þeir ætla sér að beygja til hægri, líkt og í Kaupmannhöfn, í stað þess að svína fyrir mann.

Hér er nokkuð mikið af fólki að hjóla, og mér sýnist fleiri hjóla hér en í miðbæ Óslóar, en þar er kominn mikil aukning nýlega. Óslóarhjólin sem kosta 70 NOK ( um 700 ISK ) á ári og má sækja og setja frá sér á 50 stöðum nálægt miðborginni hefur mögulega haft eitthvað smá að segja. Þegar ég ætlaði að fá mér kort í gær var mér sagt að verið var að prenta fleiri.. Óslóarhjólin eru ansi vinsæl, en það skýrir samt ekki nema brot af aukningunni undafarin ár. Hitti formann Syklistenes Landsforening í dag, og hann vildi meina að mikil aukning hjólreiða hefði orðið í Osló eftir páska, mögulega vegna veðráttu, kannski vegna einhvers "í loftinu".

Fór að rita mig inn áðan. Ágætt að lenda ekki í biðröðinni þegar 900 þátttakendur ætla að innrita sig/ fá ráðstefnugögn. Á ráðstefnusvæðinu hitti ég fólk sem ég hef hitt áður, m.a. forseta ECF (European Cyclists' Federation), maður ECF í Brüssel, einn af gestgjöfum við aðalfund ECF í Litháen í fyrra, og aðalkonan í hjólreiðavinnu norsku vegagerðarinnar.

Fór þangað fyrst og fremst því ég hélt að ég yrði að hengja upp veggspjöldin mín um helstu rökin sem eru notuð í hjálmaumræðunni í dag, en mjög fáir með veggspjöld voru á svæðinu. Fyrirtæki og stofananir voru hinsvegar að setja upp sitt. Shimano, aðilar með hjólateljara, hjólageymslu/stæðis lausnir, nokkrir opinberir aðilar, eins og þýska ríkið og Trier háskólinn, norska vegagerðin, borgin Cambridge og fleiri voru að setja upp sýningu.

Fyrir utan höllinna voru sæg af lánshjólum handa ráðstefnugestum ( ég giska á 400 hjól, kannski fleiri ). Þau eru fulldempuð og innihalda að mér skilst fjarskiptabúnað þannig að hægt sé að halda utanum hvar hjólin eru ofl. Lausnin, sem Þjóðverjar virðist stoltir af, kalla þeir Call-a-bike (callabike.de ). Lestarfyrirtækið Deutsche Bahn gefur ráðstefnugestum aðgang að þessum hjólum án kostnaðar )

Mér list vel á hvernig er haldið utanum þessa ráðstefnu, bara synd að þetta standi "einungis" í 3,5 dag, því svo mikið er í gangi í einu að maður missir af miklu. En ég vissi það svo sem. Stóru vonbrigðin voru að hér sé ekkert internet á hótelinu, ólíkt því sem auglýst var. Ég verð að kvarta. Og engir möguleikar á sanngjörnu verði, að manni finnst.

Reyndar er í boði lausn hér á 5 € /klst, en þá þarf að setja upp sér hugbúnað á sinni tölvu og nota sér USB-kubb ( með loftneti ?) frá þeim.Og svo má fara á næsta hótel á netkaffi..

Jæja, nóg í bili, ég ætla að kíkja á dagsskránna og reyna að velja 2 af 16 þemum sem verða á boðstólum eftir hádegi á morgun.

Mig langar til dæmis bæði að heyra um hvað stefni hjólreiðum í Kína í hættu, um hvernig Kaupmannahöfn vinnur að því að gera það þægilegra að hjóla þar í bæ, og hvernig menn hafa unnið með að sannfæra stjórnmálamenn um nauðsýn þess að jafna samkeppnisstöðu hjólreiða og bílanotkunar (bicycle advocacy), m.a. með því að vitna í heilsuávinning hjólreiða.

Í næstu lotu verð ég hreinlega að hlaupa eitthvað á milli. Þarf að minnsta kosti að hitta menn sem vinna með bæði "Cyclist training", "Cycling and Public Transport" og "Eurovelo Routes".

Það má lesa samantekt efnis í ráðstefnugögnum sem eru aðgengileg á www.velo-city2007.com

Fyrir hádegi fáum við meðal annars að hlýða á 3 stjórnmálamenn og 2 ráðuneytisstjóra úr samgönguráðuneytum Tékklands, Ungverjalands, Noregs, Þýskalands og Sviss.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ

hvad menaru med hjolarein?

annars bara flott blogg     nokkrar villur en væntanlega flestar komnar i lag

en thad var eitt sem eg sa og thad var ad thegar tu skrifar um td malid norsku tha a thad ad vera med litlum staf af thvi ad thad inni heldur sk en eg er buinn d leidretta thad bæbæ

sturla (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 07:57

2 Smámynd: Magnús Bergsson

Mikið skelfing vildi ég vera þarna. Munchen er líklega besta hjólaborgin í þýskalandi.

Við hefðum öll í stjórn LHM þurft að vera þarna til að komast yfir sem flesta dagskrárliði.   Reyndu endilega að skoða hvað Hollendingar eru að gera, því við getum ekki fengið upplýsingar nema á Holensku. Tölvumálin greinilega enn svolítið forpokuð á þessum ráðstefnum en það kemur vonandi ekki í veg fyrir að þú getir sent okkur fréttir. 

Íslenskir stjórnmálamenn láta auðvitað ekki enn sjá sig á svona samgönguráðstefnu, en ég get trúað því að það muni gerast á næsta áratug. Það er bara spurning hver verði fyrstur.

Náðu endileg sem flestum myndum af frágangi hjólreiðabrauta og hjólastemningu almennt. 

Bíð spenntur eftir næsta bloggi 

Magnús Bergsson, 13.6.2007 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband