London, París, Kaupmannahöfn og Brussel
15.6.2007 | 00:52
Hvað hafa borgir eins og London, París, Kaupmannahöfn, Brussel sameiginlegt ?
Jú það er rétt, þetta eru borgir þar sem stjórnmálamenn vilja fyrir alvöru gera hjólreiðar hærra undir höfði. Að minnstu kosti var það innihald fyrirlestra á Velo-City.
Hér ætla ég að fjalla um Lundúnarborg.Opinber stefna Lundúna var að auka hjólreiða um 80% Lundunum fyrir 2010 miðað við 2000, en þegar í 2006 var kominn aukning upp á 88%. ( Tölur eftir minni )
Þeir reikna með að þetta hafi komið til vegna þess að hvatt hefur verið til hjólreiða, dýrari varð að komast inn í innra Lundunna á einkabíl. Þá er búið að endurbæta götur með hjólreiðar í huga. Akreinar fyrir reiðhjól ( hjólareinar ), betri lausnir fyrir hjólreiðamenn í gatnamótum ofl.
Nú er vilji til að gera enn betur. Ein ástæða er að menn hafa séð að það sé raunhæft að auka hlut hjólreiða svo um munar. Í öðru lagi sjá menn sterk merki um að róttækar aðgerðir séu þörf til þess að a) skera niður losun gróðurhúsategunda og b) leysa stóra vandamálið með ferðir fólks þéttri borg, á komandi árum, er að aukning hjólreiða með 400% sé nauðsýnleg og að hjólreiðar flytji jafn marga og neðanjarðalestarkerfið geri núna.
Ráðstefnugestir heyrðu líka hvernig stjórmálamenn í borgunum París, Kaupmannahöfn og Brussel virkilega taka hjólreiðar sem lausn á vandamálum með heilsu, umferðarteppum og hnattrænn hlýnun.
Athugasemdir
Frábært að heyra hvað aðrir eru að gera. Hér heima eru menn enn að hugsa hvernig auka megi flæði bílaumferðar með mislægum gatnamótum eins og við KRIMI. Hvenær ætli íslenskir pólitíkusar stígi í vitið?
Magnús Bergsson, 15.6.2007 kl. 03:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.