Gott að bílstjórinn náði að stoppa

Mun verr hefði farið ef að bílstjórinn ekki hefði náð að stoppa.  Annars hefði verið  ekið á fyrri stelpunni.  Þungur bíll er að sjálfsögðu mun hættulegri en hjólreiðamaður á sama hraða.  Svo er reyndar  mjög mikill munur á lífslíkur eftir því sem bílar eru á 25 eða 50 km hraða, og hvort um er að ræða t.d.  jeppa, flutningabíll eða  fólksbíll. 

Þegar það er sagt, þykir  ljóst að stelpurnar voru að fara glannalega. Kannski voru bremsarnir ekki nógu góðar. Kannski vantaði upp á jákvæða umferðarfræðslu fyrir þá í skólanum. 

Umferðarfræðsla getur oft verið svo gerilsneydd að hún verður mjög leiðinleg.  Fræðslan þarf bæði að hvetja til hreyfingar og  fræða um reglur og hættur umferðar.  Og eiginlega vantar að fræða fullorðna fólkið líka. Fjölmiðlar ættu að geta sinnt þessu hlutverki mun betur.   Að börnin og við öll þekkjum rétt okkar sem hjólandi og gangandi og  gagnsemi heilbrigða samgangna, getur verið jafn mikilvægur þáttur í umferðarfræðslu og það sem núna er einblínt á.  Þannig yrði fræðslan skemmtilegri, meiri fræðandi og í samræmi við lýðheilsumarkmiðin.  Fræðslan eins og hún er núna, hefur maður grunaður um að eiga þátt í að svo mörgum börnum er ekið til skóla.  Yfirdrifin akstur barna til skóla skapar margs konar vítahringa.   Með  jákvæðari fræðslu þar sem börnin fá að nota líkamann og til dæmis læra að hjóla í umferð ( þar sem umferð og hraði er lítill) er  sennilega líklegra til að afreka að   reglur og hættur verða teknir alvarlega. Kennslan verður líka minnistæðari.  

Slýsin skipta þar að auki (að öllum líkindum) mun minna máli fyrir  lýðheilsu en hreyfingarleysið.  Rannsóknir hafa metið það þannig að jákvætt framlag hjólreiða til lýðheilsu vega  10 til 20 sinnum þyngra en það sem umferðaslys á hjólreiðamönnum nema. (thomaskrag.com, / sykkelby.no / Andersen, LB, 2000, Archives of int. Med  ofl )  

Loks má ekki gleyma að jákvæð umferðarfræðsla fyrir gangandi og hjólandi geti ýtt undir aukningu í þessum ferðamátum.  Sífellt fleiri fræðimenn sjá  að þegar gangandi og hjólandi fjölgar, þá batnar umferðaröryggi þeirra. Hugtakið hefur fengið heitið "Safety in numbers".   

(/ML)

 

 

 


mbl.is Barn hjólaði á mikilli ferð á bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband