Samgönguvika 2007 - dagsskrá í Rvk og Hfj

Samgönguvikan 2007  endanleg dagsskrá 

Landssamtök hjólreiðamanna hafa komið að flestu sem snýr að reiðhjólum í Samgönguviku, í samstarfi við Íslenska Fjallahjólaklúbbnum, Hjólreiðafélag Reykjavíkur,  Höfuðborgarstofu, Umhverfis- og Samgöngusvið Reykjavíkurborgar,   Hafnarfjarðarbæ, Pokasjóði verslunarinnar ( sem kostar koma Johns Franklin til landsins) og ÍSÍ sem lánar sal sinn.

 

 

 SAMGÖNGUVIKAN 2007

Stræti fyrir alla

Vitundarvakning um nauðsyn þess að draga úr mengun af völdum umferðar og hvatning til breyttra og betri samgönguhátta. 1.300 borgir í Evrópu taka þátt í Samgönguviku 2007.

Sýningin „Visthæf farartæki“ í Perlunni 15. til 17. september: Metanbílar, etanólbílar og fyrsti tengitvinnbíllinn; almenningssamgöngur, hjólreiðaumferð og umferð fótgangandi vegfarenda.


Sunnudagur 16. september
14.00 Setning Samgönguviku
Gísli Marteinn Baldursson, formaður Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar, setur Samgönguviku og afhendir Samgöngublómið í Perlunni.Miðborg/Hlíðar er borgarhverfi Samgönguviku 2007. Englakórinn syngur.
14.30 Verðlaunaafhending í „Kappakstrinum mikla“, ökutækjakeppni Háskóla Íslands og Orkuveitu Reykjavíkur
Á fjórða tug bensín-, dísil-, etanól-, metan- og raforkubíla kepptu um minnstu eyðslu og útblástur og ódýrasta hringinn. Kristján Möller samgönguráðherra afhendir verðlaunin.

Mánudagur 17. september
9.00
„Driving Sustainability '07 – Orkugjafar framtíðarinnar í samgöngum
Ráðstefna á Hilton Reykjavík Nordica 17. og 18. september, þar sem alþjóðlegir og íslenskir sérfræðingar ræða framtíðarorkugjafa fyrir bíla og hvernig Ísland geti notað eingöngu hreina orku – sjá www.driving.is.

Þriðjudagur 18. september
20.00
„Bicycle ergonomics for all people – Reiðhjól má laga að öllum. Sérfræðingurinn Juliane Neuss fjallar um hönnun reiðhjóla í sal Ólympíu og íþróttasambands Íslands, Engjavegi 6. Fyrirlesturinn er á ensku.

Miðvikudagur 19. september

16.00 Stuttmyndasýning grunnskólanemenda í Árbæjarskóla Árbæjarhverfi var borgarhverfi Samgönguviku 2006 og í tilefni þess gerðu nokkrir nemendur 9. og 10. bekkjar Árbæjarskóla stuttmyndir um hverfið og samgöngur í því.Sólveig Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, fer yfir þau verkefni sem tekin voru fyrir í samgöngumálum í hverfunum á árinu. Allir velkomnir.
Hlíðarnar – borgarhverfi Samgönguviku 2007–2008:
18.00
Leiðsögn um Hlíðahverfi, borgarhverfi Samgönguviku 2007–2008. Safnast saman á bílastæði Kjarvalsstaða og gengið um hverfið, sagt frá skipulagi þess og þróun. Leiðsögumaður: Margrét Þormar arkitekt.
19.00 Hlé
Súpa, brauð og kaffi á vægu verði í kaffistofu Kjarvalsstaða.
19.30Hverfið mitt – hvernig vil ég hafa það?“ Hugarflugsfundur um framtíð Hlíðahverfis undir stjórn Sigtryggs Jónssonar, framkvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða.

Fimmtudagur 20. september

20.00 „Stræti fyrir alla?“
Málþing í Hafnarborg. Samgöngumannvirki eru um helmingur borgarlandsins. Er það nauðsynlegt? Hvað viljum við?
Kvöldfundur um borgarskipulag og samgöngumál í samvinnu Reykjavíkurborgar og Hafnarfjarðarbæjar. Mælendur eru Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs Reykjavíkurborgar, Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lilja Sigrún Jónsdóttir, læknir og Ragnhildur Vigfúsdóttir, áhugasamur borgari.

Föstudagur 21. september

7.30Víst er gaman í strætó!“ Tónlistarmenn skemmta farþegum frá kl. 7.30 til 8.10. Vegvísar á Hlemmi og í Mjódd. Ráðgjafar leiðbeina gestum strætó um nýja leiðakerfið.
16.30 Hljómsveitin Retro Stefson treður upp frá kl. 16.30 til 17.30.
15.30 „Paradoxes in cycling safety – Mótsagnir í öryggi hjólreiðafólks. Fyrirlestur á Reykjavíkurtorgi, Borgarbókasafni í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. John Franklin fjallar um öryggi hjólreiðamanna. Fyrirlesturinn er á ensku. Pokasjóður styrkir komu Johns Franklin til Íslands.

Laugardagur 22. september
Tjarnarsprettur, hóphjólreiðar og þrautabraut

Hjólalestir leggja af stað til Nauthólsvíkur:
12.00 frá Hafnarborg í Hafnarfirði
12.45 frá Sjálandsskóla í Garðabæ
13.20 frá Gerðasafni í Kópavogi
13.00 frá Árbæjarsafni
13.00 frá Vesturbæjarlaug
13.45 Allir hjóla saman frá Nauthólsvík að Ráðhúsi Reykjavíkur
14.30 Tjarnarspretturinn ræstur við Vonarstræti. Farnir verða 15 hringir kringum Tjörnina
15.15 Gísli Marteinn Baldursson afhendir verðlaun í Tjarnarsprettinum í Ráðhúsi Reykjavíkur
14–17 Þrautabraut fyrir unga hjólreiðamenn á öllum aldri á Austurvelli Málþing og myndir um hjólreiðar í Ráðhúsi Reykjavíkur
15.30Stigið á sveif með sögunni“. Óskar Dýrmundur Ólafsson fjallar um sögu hjólreiða á Íslandi.
16.00 Hjólað af öryggi á götum borgarinnar
Fyrirlestur Johns Franklin, bresks sérfræðings í öryggi hjólreiðamanna. Franklin, sem talar á ensku, mun einnig leiðbeina hjólreiðafólki í lokin.

Hjólasýning. Sýnd verða fjölbreytt hjól; keppnishjól, liggihjól, samanbrjótanleg hjól, fjölskylduhjól, gamalt íslenskt sendlahjól, o.fl. Ljósmyndir á flatskjá af hjólreiðafólki frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Korti af hjólaleiðum í Reykjavík verður dreift til gesta. 

 

Opinber síða :  www.reykjavik.is/samgonguvika 

Landssamtök hjólreiðamanna : www.hjol.org     lhm@islandia.is  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband