MBL: Reiðhjólabyltingin er að breiðast út

Við í LHM hvetjum alla til að lesa grein í Morgunblaðinu í dag sem ber fyrirsögnina :

  Reiðhjólabyltingin er að breiðast út
 

Þar er fjallað um hvernig höfuðborgir og aðrar stórborgir vestur-Evrópu og norður Ameríku eru að  veðja á reiðhjólið sem lausn vanda varðandi umferðarteppa og mengun.

Eins og hefur áður komið fram hér  ákváðu borgaryfirvöld í París að  setja 20.000 hjól sem má nota nánast ókeypis í stuttar ferðir, ef maður er með áskrift. Líka hægt að nota fyrir ferðamenn.  París er stærsta og glæsilegasti dæmið um að borgir hafa trú á reiðhjólið sem lausn, og að fólk tekur við sér þegar skýrt er að  ráðamönnum sé alvara og standa á bak við orðin.  

Í  París  og í hinum borgunum ( London, Barcelona, Rennes, Osló, Stokkhólmur, Helsinki, Drammen ) sem eru að faðmast við reiðhjólið, eru  sjálfvirku stöðvarnar um alla miðborgina með "ókeypis"  reiðhjól ekki það eina sem er gert . Samhliða þessu er lagt  í jákvæða herferð til að styrkja enn ímynd hjólreiða, og aðgengi hjólreiðamanna bætt.  Þetta hangir allt saman. Og svo þarf reksturinn og viðhaldið að vera í lagi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SM

frábært

SM, 24.4.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband