Kominn til Velo-City 2007

Kominn til München og hef þegar hjólað um 30 mínútur í borginni (Hótelið - Gasteig / tónlistarhúsið / ráðstefnuhúsið - Hótelið). Hér í miðborginni eru á mörgum götum annaðhvort hjólarein í götustæði eða uppbyggð hjólabraut við hliðina à gangbrautinni. þessar mismunandi lausnir eru saumaðar vel saman, með svipuðum hætti og gert er í Lönguhlið norður af Miklubraut ( nema að þar er ekki hjólabraut, heldur gangstétt ). Sums staðar eru hjólareinar merktar með rauðu malbiki, kannski sérstaklega í gatnamótum. Yfirleitt þar sem eru hjólareinar er líka merkt hjólabraut þvert og beint yfir gatnamótum.

Bílstjórar virðast taka tillit, meira að segja biða eftir manni þegar þeir ætla sér að beygja til hægri, líkt og í Kaupmannhöfn, í stað þess að svína fyrir mann.

Hér er nokkuð mikið af fólki að hjóla, og mér sýnist fleiri hjóla hér en í miðbæ Óslóar, en þar er kominn mikil aukning nýlega. Óslóarhjólin sem kosta 70 NOK ( um 700 ISK ) á ári og má sækja og setja frá sér á 50 stöðum nálægt miðborginni hefur mögulega haft eitthvað smá að segja. Þegar ég ætlaði að fá mér kort í gær var mér sagt að verið var að prenta fleiri.. Óslóarhjólin eru ansi vinsæl, en það skýrir samt ekki nema brot af aukningunni undafarin ár. Hitti formann Syklistenes Landsforening í dag, og hann vildi meina að mikil aukning hjólreiða hefði orðið í Osló eftir páska, mögulega vegna veðráttu, kannski vegna einhvers "í loftinu".

Fór að rita mig inn áðan. Ágætt að lenda ekki í biðröðinni þegar 900 þátttakendur ætla að innrita sig/ fá ráðstefnugögn. Á ráðstefnusvæðinu hitti ég fólk sem ég hef hitt áður, m.a. forseta ECF (European Cyclists' Federation), maður ECF í Brüssel, einn af gestgjöfum við aðalfund ECF í Litháen í fyrra, og aðalkonan í hjólreiðavinnu norsku vegagerðarinnar.

Fór þangað fyrst og fremst því ég hélt að ég yrði að hengja upp veggspjöldin mín um helstu rökin sem eru notuð í hjálmaumræðunni í dag, en mjög fáir með veggspjöld voru á svæðinu. Fyrirtæki og stofananir voru hinsvegar að setja upp sitt. Shimano, aðilar með hjólateljara, hjólageymslu/stæðis lausnir, nokkrir opinberir aðilar, eins og þýska ríkið og Trier háskólinn, norska vegagerðin, borgin Cambridge og fleiri voru að setja upp sýningu.

Fyrir utan höllinna voru sæg af lánshjólum handa ráðstefnugestum ( ég giska á 400 hjól, kannski fleiri ). Þau eru fulldempuð og innihalda að mér skilst fjarskiptabúnað þannig að hægt sé að halda utanum hvar hjólin eru ofl. Lausnin, sem Þjóðverjar virðist stoltir af, kalla þeir Call-a-bike (callabike.de ). Lestarfyrirtækið Deutsche Bahn gefur ráðstefnugestum aðgang að þessum hjólum án kostnaðar )

Mér list vel á hvernig er haldið utanum þessa ráðstefnu, bara synd að þetta standi "einungis" í 3,5 dag, því svo mikið er í gangi í einu að maður missir af miklu. En ég vissi það svo sem. Stóru vonbrigðin voru að hér sé ekkert internet á hótelinu, ólíkt því sem auglýst var. Ég verð að kvarta. Og engir möguleikar á sanngjörnu verði, að manni finnst.

Reyndar er í boði lausn hér á 5 € /klst, en þá þarf að setja upp sér hugbúnað á sinni tölvu og nota sér USB-kubb ( með loftneti ?) frá þeim.Og svo má fara á næsta hótel á netkaffi..

Jæja, nóg í bili, ég ætla að kíkja á dagsskránna og reyna að velja 2 af 16 þemum sem verða á boðstólum eftir hádegi á morgun.

Mig langar til dæmis bæði að heyra um hvað stefni hjólreiðum í Kína í hættu, um hvernig Kaupmannahöfn vinnur að því að gera það þægilegra að hjóla þar í bæ, og hvernig menn hafa unnið með að sannfæra stjórnmálamenn um nauðsýn þess að jafna samkeppnisstöðu hjólreiða og bílanotkunar (bicycle advocacy), m.a. með því að vitna í heilsuávinning hjólreiða.

Í næstu lotu verð ég hreinlega að hlaupa eitthvað á milli. Þarf að minnsta kosti að hitta menn sem vinna með bæði "Cyclist training", "Cycling and Public Transport" og "Eurovelo Routes".

Það má lesa samantekt efnis í ráðstefnugögnum sem eru aðgengileg á www.velo-city2007.com

Fyrir hádegi fáum við meðal annars að hlýða á 3 stjórnmálamenn og 2 ráðuneytisstjóra úr samgönguráðuneytum Tékklands, Ungverjalands, Noregs, Þýskalands og Sviss.

 


Velo-City dagsskráinn tilbúinn.

Núna má ná í dagsskrá   Velo-City 2007 af vefnum.
Sjá má af innganginum ad thjodverjar leggja aherslu á  hlut reidhjolaumferdar sem mikilvæg hluti af lausninni til ad vinna gegn gródurhusaáhrifunum.


European Cyclists' Federation sendir frá sér yfirlýsingu um loftslagsmál

Aðalfundur Evrópska hjólreiðasambandsins (ECF) sendir frá sér ályktun um loftslagsmál þann 19. maí 2007. (Landssamtök hjólreiðamanna er aðildarfélag ECF) 

The ECF Declaration of Berne

More cycling – its role in the climate debate and transport policy !
The European Cyclists’Federation is the umbrella federation of the national cyclists’associations
in Europe, reinforced by similar organisations from other parts of the world. Altogether we have 51
member groups, representing over half a million individual European citizens.
ECF members gathered in Berne recognise that global climate change is now among the greatest
threats to human civilisation: we have joined to issue the following statement:
    1. The ECF welcomes the recognition by European parliamentarians and administrators of the
importance of the climate change threat. We welcome Europe’s commitment to lead the
world in carbon emissions reduction. And we welcome the recognition that transport is
central to climate change policy.
    2. The bicycle is the most important zero emission vehicle. Therefore cycling should be
heavily promoted as effective sustainable transport. We challenge the assumption that
technological progress and the development of new fuels alone will deliver the carbon
emissions reduction needed in the transport sector.
    3. The ECF position is that cycling must be accepted as an equal and often preferable mode
of transport. The bicycle has to be incorporated into all other areas of transport policy,
ensuring easy combination of modes of transport (full inter-modality).
    4. The bicycle makes a valuable contribution in many areas of policy. This means that all
relevant European policy documents –on transport, climate change, land use and spatial
planning, public health and social issues - must make clear, specific reference to the
advantages of cycling.
    5. We call on the European transport authorities, at all levels, immediately to set targets for
radical growth in cycling levels, and to make an immediate commitment to invest a
minimum 10% of transport budgets in cycling measures.
    6. We call for the European Commission to establish without delay a full-time post of head of
cycling policy within the Directorate-General Energy and Transport.
    7. As a priority Europe should establish a demonstration programme of cycle friendly cities,
with sufficient central funding support to ensure success in shifting a high proportion of car
journeys to cycling.
    8. There is an immediate need for expansion and improvement to cycle tourism infrastructure,
such as EuroVelo, the European cycle route network and the carriage of cycles on all long
distance trains to promote sustainable and healthy tourism and to help European citizens
discover the benefits of the bicycle.
    9. The ECF and its members now have ample evidence of the potential for cycle usage
growth, its cost-effectiveness and value for money. Implementation must begin now; we
also call for more complementary investment in cycling research which will further enhance
the evidence base.
    10. The ECF calls on all politicians and officials now to recognise the important contribution that
cycling can, and must, make in tackling climate change. Please work with us to realise that
ECF Annual General Meeting - Berne, 19th May 2007


Efni Lýðheilsustöðvar um hjólreiðar

Við viljum  benda áhugasömum á efni Lýðheilsustöðvar um hjólreiðar og jákvæð heilsuáhrif þeirra.

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband