Meiri áhersla á ábyrgð foreldra og ökumanna

Það er vel við hæfi að leggja áherslu á fræðslu barna í tengsl við ferðir í og úr skóla við upphaf skólaárs.
 
En aðalmálið ætti auðvitað að vera að benda fullorðna fólkið og ekki síst bílstjórar á ábyrgð þeirra.

Mér sýnist leiðbeiningar Landsbjargar vera góðar, að mestu leyti. Manni saknar helst að bílstjórar séu upplýstir um hversu miklu meiri lífslíkur eru ef keyrt er á barn á 30 km hraða en á 50 km hraða. Og að sjálfsögðu minnka líkur á ákeyrslu líka eitthvað, því stöðvunarvegalengdin er styttri.

Þá hefði mátt leggja til að foreldrar labba með börnin, nú eða hjóla, ekki bara einu sinni, heldur daglega í viku eða álíka, amk.  Með því  að leggja sér svolítið fram og sýna góðu fordæmi, geta þeir haft enn frekari jákvæð áhrif.  Bæði varðandi umferðaröryggi og holla daglega hreyfingu.  Og hver veit, kannski lærir fullorðna fólkið eitthvað af því að ganga til skóla með börnin og sjá hvernig leiðin litur út á þeim tíma dags sem barnið gengur ( eða hjólar ) í skóla. 
 
En aftur að leiðbeiningum Landsbjarga : Það er við hæfi að minna á hjálmanotkun á reiðhjóli fysrt það sé bundið í lög fyrir börnum yngri en 15 ára.  En þegar haldið er fram að hjólreiðahjálma "ver fyrir alvarlegum höfuðáverkum í allt að 85% tilfella", byggir það á fáfræði og óskhyggja. Hér er vitnað í tölu úr bandarísku skýrslu frá 1989 sem er meingölluð. Nær er sennilega að hjálmur getur minnkað óalvarlegum meiðslum í 30% tilfella. En á móti kemur að bæði bílstjórar og hjólreiðamenn virðast taka meiri áhætta vegna hjálmsins.
 
Þá er miklu minna gagn í hjálminum ef hann er ekki rétt stilltur, ekki af réttri stærð eða er hreinlega illa farinn, til dæmis hefur orðið fyrir höggi, eftir nokkurra ára notkun. Nær hefði verið að minna á rétt notkun hjálms en að halda fram að hjálmurinn (óháð stillingu ofl) sé þvílíkt undratæki. Og mikilvægara en notkun hjálms er að passa vel upp á rétt stilling hjóls miðað við stærð barns, að hemlar virka rétt,  að barnið hafi stjórn á hjólinu og læri að taka tillit til annarra vegfaranda um leið og það fái að njóti frelsið sem hjólreiðar gefa.  Sumir segja bæði í grín og alvöru (til dæmis danskur læknir sem er sérfræðingur á þessu sviði) :  Það kann stundum að vera hættulegt að hjóla, en miklu mun hættulegra er að hjóla ekki. 
 
 
Loks þarf að minna á að þegar of margir aka börnin til skóla eykst umferðin og áhættan við skólana, mengun eykst líka og börnin fá minna hreyfingu.

Hreyfingarleysi er miklu alvarlegra heilbrigðisvandamál á Íslandi í dag en umferðarslysin.  Ef við  göngum eða hjólum meira , og ferðum  á bíl fækka á móti,  hefur það margvísleg jákvæð áhrif á nærumhverfi og hnattrænt.
 
Áhugasamir um hjálma geta lesið meira t.d á en.Wikipedia.org/Bicycle_helmets. Áhugasamir um umferðaröryggi gangandi og hjólandi geta haft samband við Landssamtök hjólreiðamanna : lhm@islandia.is
 
( Morten) 

mbl.is Leiðbeiningar um ferðir barna til og frá skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegrifflur bæði jákvætt og neikvætt

Ég hef  haft mikla trúa á vegfrifflum, en óraði ekki fyrir að þetta yrði"leyst"   hér með því að stela pláss frá  hjólreiðamönnum.  Það sem maður kannaðist við voru rifflur í kantmerkingunum. 

Það vita vonandi sem flestir að samkvæmt lögum, þá eiga hjólreiðamenn að aka þar sem bílarnir aka, ( og mega vera á stígum og gangstéttum ef þeir taka nægilega tillit til gangandi ).  En á þjóðvegunum úti á landi er vegkanturinn  oft á tíðum eini raunhæfi kosturinn.  Kantarnir eru því miður oft mjög mjóar, og ef rifflurnar verða eins breiðar og manni sýnist á myndinni sem fylgir fréttinni,   þá verður lítið eftir fyrir hjólreiðamenn.  Þeir velja þá annaðhvort að vera frekar úti á akbrautina, eða hreinlega gefast upp ef ástandið með mjóa kanta og breiðum vegrifflum sé nógu slæmt.

Þetta mál þarf að skoða og vitað sé að hjólreiðamaður hafi þegar sent erindi til Vegagerðarinnar þess efnis. 

Ef farið verður ut í þessu án þess að koma til móts við hjólreiðamenn varðandi útfærslu rifflanna, væri sanngjörn krafa að  samhliða þessu verði lagt að minnstu kosti jafn mörg ferkílómeter með hjólastígum  meðfram þjóðvegum og ferkílómetrana sem verða lagðar undir rifflum.  Ef rifflurnar eru 30 cm breið, ætti 10 km með rifflum að gefa  1 km með 3 metra breiðan stíg.

- Morten 


mbl.is Rannsókn gerð á vegrifflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rvk umbuni hjólreiðamönnum næst ?

Það er ágætis framtak  að stuðla að því stórum og eyðslumiklum bílum fækki í Reykjavík.  Við skulum vona að hægt verði að taka út þetta græna skref borgarinnar um þetta leyti að ári, til dæmis.  Hvað hafa skífurnar. auglýsingarnar, og töpuð bílastæðagjöld kostað borginni ?  Varð breytingu á samsetningu bílaflotans ? Fækkuðu eyðslumiklum bílum, eða komu eyðslugrennri bílar frekar sem viðbót ? 

Nú er nýlega búið að fjalla um tvenn græn skref a vegum Reykjavíkurborgar sem snúa að umferð og eru komin á framkvæmdastígi:  Frítt í strætó  fyrir framhalds- og  háskólanemar, og  90 mínútur  gjaldfrjáls bílastæði  fyrir meintum vísthæfum bílum.  

En ekkert hefur heyrst varðandi að hvetja þá sem eru að ganga eða hjóla.  Það mundi enn frekar  stuðla að bættu umhverfi, minnkandi mengun af öllum toga og bætta heilsu ef þeim sem hjóla eða ganga yrði umbunað. 

Það eru til helling af leiðum, og að ekkert hafi verið gert í þeim efnum er nánast grunsamlegt.  Er málið að fólkið í ráðhúsinu skorti ímyndunarafli ? Er það sem ekki mengar og  vegur minna en ca tonn, ósýnlegt ?

Það eru sjaldnast til töfralausnir, ekki einusinni varðandi hjólreiðar, en dæmin erlendis frá sýna að það er svo margt hægt að gera, til að stuðla að hjólreiðum í alvöru, og sumt af því skilar klárlega árangri. 

Það eru fleiri sem hjóla allt árið í Reykjavík, en sem aka á "visthæfum bílum".   Við vorum um 1000 manns, veturinn 2002 samkvæmt Gallup, og hefur að flestra mati fjölgað vel síðan þá.  Rökrétt væri að Reykjavíkurborg mundi leyfa sér að eyða að minnstu kosti sömu upphæð sem snýr að einhverju varanlegu sem hvetur til hjólreiða, og nú er gert varðandi koltvísýringsgrönnum bílum.  Hjólreiðar sem visthæf lausn hefur svo ótal margt fram yfir eyðslugrönnum bílum,  þegar kemur að visthæfum  ökutækjum.   


mbl.is Bílastæðaskífur fyrir visthæfa bíla klárast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frí bílastæði visthæfari en frí reiðhjól ?

Maður spyr sér hvort menn í borgarstjórn gera það sem virðist einfaldast, eða hvort menn hafa raunverulegan vilji til að gera eitthvað í málunum.  Ef þetta er einungis fyrsta hálfa skrefið og til standi að fara í skemmtiskokk eða maraþon, þá er þetta framtak með 90 gjaldfrjálsar mínútur fyrir litlum bílum og nokkra metanbíla gott og blessað. 

En í bili hef mun meiri trú á skrefin sem fleiri og fleiri borgir taka, þar sem þeir koma upp kerfi með fullt af reiðhjólum sem allir skrá sér  geta notað frítt, eða mjög ódýrt.  Það var heimsfrétt þegar París opnaði fyri notkun á sínu kerfi daginn eftir þjóðhátiðardegi þeirra. 

Jafnvel í íslenskum fjölmiðlum hefðu 10.000 allt að því ókeypis reiðhjól í París átt að vera stærri frétt en gjaldfrjáls ar 90 mínútur á nokkur stæði fyrir nokkur þúsund bíla.   Það þarf ekki að spyrja um hvað hafi  mestan  áhrif ( umhverfi, heilsa, borgarbragur) eða sé djarfasta skrefið.

En að sjálfsögðu heyrðist ekkert um það í íslenskum fjölmiðlum.  ( Ef  eitthvað hefur samt birst "á afskekktum stað", viljum við gjarnan fá að vita)

Eins og má sjá á blogginu í efra krækjunni, hér fyrir neðan, er svípað í gangi í mörgum borgum, en Parísarborg er langbest !  Drammen í Noregi er meðal borga sem koma næst í röðinni, varðandi fjöldi lánsreiðhjóla á íbúa.

Hér eru nokkrar krækjur :

 

Það er löngu kominn tími til að Borgarstjórn kalli saman breiðan hóp fyrir allt höfuðborgarsvæðið til að fjalla af dýpt um samgöngur og umhverfi. Landssamtök hjólreiðamanna - LHM ættu að vera með fyrstu samtökin sem haft væri samband við.  

( Morten Lange )


Bílaást borgarstjórnar

Fyrst vill ég minna fjölmiðlamenn á að það er ekkert til sem heitir "visthæfur" bíll eða "grænn" bíl. Bílar geta aðeins verið mismunandi sparneytnir á eldsneyti.

Það er greinilegt að Bílgreinasambandið hefur mikil tök á borgarstjórn. Allt snýst um bíla eins og tíð R-listans. Það þarf vonandi ekki að minna Gísli Martein á að hann hefur oftsinnis talað um að bæta aðgengi ALLRA vegfarenda í umferðinni þ.á.m. hjólandi. Það bólar hinsvegar ekkert á því enn. Menn eru ekki einu sinni farnir að ræða stefnumótun slíkrar samgöngubyltingar. Þessi umbun til handa bíleigendum bætir ekki aðstöðu hjólreiðafólks. Ég vill minna á að í sumar hafa verið nokkur alvarleg slys á hjólreiðafólki. Átti aðstöðuleysi þar stærstan þátt í að svo fór.

Ef borgin ætlar að sýna gott fordæmi þá þurfa bíleigendur ekki meiri hvatningu til bílanotkunar. Ef borgin vill gera borgina vistvænni þá þarf að fá bíleigendur út úr bílunum og bjóða þeim upp á raunverulega vistvæna, umhverfisvæna og heilsubætandi valkosti. Um leið má losna við umferða-og bílastæðavandan samtímis því að spara umtalsvert fjármagn og landflæmi sem annars færi í víðáttumikil bílamannvirki.

Ég hef enn trú á því að Gísli Marteinn sé heill þegar hann talar um að bæta samgöngur ALLRA en það verður þá að gerast á þessu kjörtímabili. Það á enn eftir að vinna að stefnumótun hjólreiða til samgangna eins og nær allar nágrannaþjóðir okkar hafa fyrir löngu gert.  Má þar nefna t.d. Cycling in Holland gerða af  Hollenska hjólaráðinu og Idékatalog for Cykeltrafik gerða af Danska samgönguráðuneytinu.

Þá hefur Kaupmannahafnarborg gert myndband um stefnumótun sína til að auka hjólreiðar.  Í þeirri borg hafa menn losnað við margan vandann með því einu að bjóða upp á annað en bara einkabílasamgöngur.

Ef  eitthvað á að bæta hörmulegt ástand "visthæfra" samgangna í Reykjavík þá verður að HEFJAST HANDA NÚ ÞEGAR OG MÓTA STEFNU HJÓLREIÐA TIL SAMGANGNA í samstarfi við Samband íslenskra sveitafélaga, Samgönguráðuneytið, Samtök sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu og LANDSSAMTÖK HJÓLREIÐAMANNA

Magnús Bergsson mberg.blog.is


mbl.is Ókeypis í stæði fyrir visthæfa bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að bílstjórinn náði að stoppa

Mun verr hefði farið ef að bílstjórinn ekki hefði náð að stoppa.  Annars hefði verið  ekið á fyrri stelpunni.  Þungur bíll er að sjálfsögðu mun hættulegri en hjólreiðamaður á sama hraða.  Svo er reyndar  mjög mikill munur á lífslíkur eftir því sem bílar eru á 25 eða 50 km hraða, og hvort um er að ræða t.d.  jeppa, flutningabíll eða  fólksbíll. 

Þegar það er sagt, þykir  ljóst að stelpurnar voru að fara glannalega. Kannski voru bremsarnir ekki nógu góðar. Kannski vantaði upp á jákvæða umferðarfræðslu fyrir þá í skólanum. 

Umferðarfræðsla getur oft verið svo gerilsneydd að hún verður mjög leiðinleg.  Fræðslan þarf bæði að hvetja til hreyfingar og  fræða um reglur og hættur umferðar.  Og eiginlega vantar að fræða fullorðna fólkið líka. Fjölmiðlar ættu að geta sinnt þessu hlutverki mun betur.   Að börnin og við öll þekkjum rétt okkar sem hjólandi og gangandi og  gagnsemi heilbrigða samgangna, getur verið jafn mikilvægur þáttur í umferðarfræðslu og það sem núna er einblínt á.  Þannig yrði fræðslan skemmtilegri, meiri fræðandi og í samræmi við lýðheilsumarkmiðin.  Fræðslan eins og hún er núna, hefur maður grunaður um að eiga þátt í að svo mörgum börnum er ekið til skóla.  Yfirdrifin akstur barna til skóla skapar margs konar vítahringa.   Með  jákvæðari fræðslu þar sem börnin fá að nota líkamann og til dæmis læra að hjóla í umferð ( þar sem umferð og hraði er lítill) er  sennilega líklegra til að afreka að   reglur og hættur verða teknir alvarlega. Kennslan verður líka minnistæðari.  

Slýsin skipta þar að auki (að öllum líkindum) mun minna máli fyrir  lýðheilsu en hreyfingarleysið.  Rannsóknir hafa metið það þannig að jákvætt framlag hjólreiða til lýðheilsu vega  10 til 20 sinnum þyngra en það sem umferðaslys á hjólreiðamönnum nema. (thomaskrag.com, / sykkelby.no / Andersen, LB, 2000, Archives of int. Med  ofl )  

Loks má ekki gleyma að jákvæð umferðarfræðsla fyrir gangandi og hjólandi geti ýtt undir aukningu í þessum ferðamátum.  Sífellt fleiri fræðimenn sjá  að þegar gangandi og hjólandi fjölgar, þá batnar umferðaröryggi þeirra. Hugtakið hefur fengið heitið "Safety in numbers".   

(/ML)

 

 

 


mbl.is Barn hjólaði á mikilli ferð á bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fornarlambið gert að blórabögli ?

Af hverju er ekkert minnst á þátt ökumannsins í þessum harkalega árekstri  ?  

Viljum benda á fyrri færslu og athugasemdum þar: 

http://lhm.blog.is/blog/lhm/entry/267940


mbl.is Alvarlega slasaður eftir reiðhjólaslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar upplýsingar um hjólreiðaslys til

Einkennilegt að ekkert sé sagt né velt vöngum yfir hraða bílsins, og hjólreiðamannsins, sýnileiki hjólreiðamannsins og bíls,  tildrög slyssins, né hvort ökumaður (og etv hjólreiðamaður ef hann hefur heilsu til  þess)  hafa verið yfirheyrðir.

LHM  reyndi að finna út meira um slýsið, líðan reiðhjólamannsins, tildrög slyssins og hvernær má hafa samband við lögreglu til að fá frekari upplýsingar. Fengjum  samband viðlæknir á vakt og hann  benti  á að hringja lögregluna.

En ef maður viti ekki hver átti í hlut og þekki, eða helst er nákominn fólkinu sem voru í árekstrinum, fær maður ekkert að vita. Ekki heldur var hægt að gefa hjólreiðamanninum eða aðstandendur  tækifæri til að hafa samband við Landssamtök hjólreiðamanna eða neinn aðili sem óskar eftir frekari fregnir.  Engin möguleiki, hvorki núna né seinna á að finna út um tildrög slyssins eða hvort þau hafa verið rannsökuð eins og ber.  Löggan  benti  á að allt sem var látið uppi, hefðu fréttamiðlar fengið að vita, og það væri eina leiðin til að fá að vita eitthvað. Okkur  var reyndar tjáð að málið sé í rannsókn.   Það þykir samt ansi ólíklegt að frekari fregnir berast af þessu í fréttum. Er ekki pottur brotinn hér ? Er í alvörunni enginn leið til að fá að vita hverju rannsóknin leiðir í ljós ?  

Rannsóknarnefnd umferðarslysa mun ekki skoða málið, vegna þess að ekki var um dauðaslys að ræða.  Ekki það að neinn sérstök þörf sé fyrir  að  Landssamtök hjólreiðamanna  skoði eitt  tiltekið slys, en við fáum ekki heldur að vita neitt um heildina. Enginn tölfræði sem gagnist virðist vera til, eða amk. ekki aðgengilegur Landssamtaka hjólreiðamanna sem hagsmunasamtök.

Það besta sem við getum gert hjá  LHM er sennilega að reyna að láta vita að LHM hafi áhuga á að fá fregnir af tildrögum slys og liðan hjóreiðamanns þegar  ekið er á  hjólreiðamann og töluverð meiðsl hljótist af.  Vonandi hafa sumir sem eru með þannig upplýsingar samband.


mbl.is Ekið á reiðhjólamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt leiguhjól á 100 íbúa í París !

Fann blogg áðann sem tekur saman tölur um leigureiðhjól. Bæti svo vid nokkrrar krækjur í vidbót :

http://statastic.com/2007/05/18/french-revolution/

Ef enginn annar gerir það ætla ég að setja inn smá efni inn á þessa vefsíðu :

http://www.confabb.com/conferences/17196/details

ECF hefði mátt segja meira frá því sem gerðist á Velo-City ráðstefnini á vefsíðu sinni, en hér kemur þó ágætis myndefni : 

http://www.ecf.com/475_1

http://www.ecf.com/2447_1

Þetta gerðist að hluta á Veló-City  :

http://www.bike-eu.com/


~~~~
2007-07-30 : Úps þetta átti að vera 1 hjól á 100 íbúa ekki 1000.  ( 9,6 á 1000 íbúa ). Drammen í Noregi og Kaupmannhöfn eru með um 4 reiðhjól á 1000 íbúa. (Sjá statastic.com krækjunni )

London, París, Kaupmannahöfn og Brussel

Hvað hafa borgir eins og London, París, Kaupmannahöfn, Brussel sameiginlegt ?

Jú það er rétt, þetta eru borgir þar sem stjórnmálamenn vilja fyrir alvöru gera hjólreiðar hærra undir höfði.  Að minnstu kosti var það innihald fyrirlestra á Velo-City.

Hér ætla ég að fjalla um Lundúnarborg.

Opinber stefna Lundúna var að auka hjólreiða um 80% Lundunum fyrir 2010 miðað við 2000, en þegar í 2006 var kominn aukning upp á 88%.  ( Tölur eftir minni )

Þeir reikna með að þetta hafi komið til vegna þess að hvatt hefur verið til hjólreiða, dýrari varð að komast inn í innra Lundunna á einkabíl. Þá er búið að endurbæta götur með hjólreiðar í huga. Akreinar fyrir reiðhjól ( hjólareinar ), betri lausnir fyrir hjólreiðamenn í gatnamótum ofl.

Nú er vilji til að gera enn betur. Ein ástæða er að menn hafa séð að það sé raunhæft að auka hlut hjólreiða svo um munar. Í öðru lagi sjá menn sterk merki um að róttækar aðgerðir séu þörf til þess að a) skera niður losun gróðurhúsategunda og b) leysa stóra vandamálið með ferðir fólks þéttri borg, á komandi árum, er að aukning hjólreiða með 400% sé nauðsýnleg og að hjólreiðar flytji jafn marga og neðanjarðalestarkerfið geri núna.

Ráðstefnugestir  heyrðu líka hvernig stjórmálamenn í borgunum París, Kaupmannahöfn og Brussel virkilega taka hjólreiðar sem lausn á vandamálum með heilsu, umferðarteppum og hnattrænn hlýnun.  




« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband