Vegrifflur bæði jákvætt og neikvætt

Ég hef  haft mikla trúa á vegfrifflum, en óraði ekki fyrir að þetta yrði"leyst"   hér með því að stela pláss frá  hjólreiðamönnum.  Það sem maður kannaðist við voru rifflur í kantmerkingunum. 

Það vita vonandi sem flestir að samkvæmt lögum, þá eiga hjólreiðamenn að aka þar sem bílarnir aka, ( og mega vera á stígum og gangstéttum ef þeir taka nægilega tillit til gangandi ).  En á þjóðvegunum úti á landi er vegkanturinn  oft á tíðum eini raunhæfi kosturinn.  Kantarnir eru því miður oft mjög mjóar, og ef rifflurnar verða eins breiðar og manni sýnist á myndinni sem fylgir fréttinni,   þá verður lítið eftir fyrir hjólreiðamenn.  Þeir velja þá annaðhvort að vera frekar úti á akbrautina, eða hreinlega gefast upp ef ástandið með mjóa kanta og breiðum vegrifflum sé nógu slæmt.

Þetta mál þarf að skoða og vitað sé að hjólreiðamaður hafi þegar sent erindi til Vegagerðarinnar þess efnis. 

Ef farið verður ut í þessu án þess að koma til móts við hjólreiðamenn varðandi útfærslu rifflanna, væri sanngjörn krafa að  samhliða þessu verði lagt að minnstu kosti jafn mörg ferkílómeter með hjólastígum  meðfram þjóðvegum og ferkílómetrana sem verða lagðar undir rifflum.  Ef rifflurnar eru 30 cm breið, ætti 10 km með rifflum að gefa  1 km með 3 metra breiðan stíg.

- Morten 


mbl.is Rannsókn gerð á vegrifflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband