Færsluflokkur: Dægurmál
Hjólað í vinnuna nær nýjum hæðum !
7.5.2008 | 10:32
Í dag var opnun í hvatningarátakinu "Hjólað í vinnuna". Ekki var stuðningurinn í verra kantinum, því þarna voru mætt forseti ÍSI, Ólafur Rafnsson, borgarstjóri, Ólafur F. Magnússon og ekki færri en þrír ráðherrar. Ráðherrarnir voru Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, og Kristján Möller, samgönguráðherra. Þá var forstjóri Alcan, Rannveig Rist mætt, en Alcan hefur sigrað í sínum flokki undanfarin 4 ár ( eða eins lengi og núverandi flokkun hefur verið í gangi )
Öll komu og fóru ráðherrarnir hjólandi, heilbrigðisráðherra í fylgd með Dofra Hermannssyni úr Grafarvoginum, og samgönguráðherra úr Kópavogi. Kristján játaði að hafa óttast að ekki finna leiðina og fór því eldsnemma af stað, en þetta var mun minna mál en hann óttaðist.
Og öll fóru þau fögrum orðum um hjólað í vinnuna, og hversu jákvæðar hjólreiðar séu fyrir heilsu, umhverfi, borgarbrag og samgöngum. Það kom það til tals að á næstu ári ætti kannski fjármálaráðherra að mæta líka, því mikið bensín ( þið munið viðskiptahallan) og kostnaður við rekstur bíl sparast í átakinu, og ávallt þegar menn velja að ferðast fyrir eigin afli "frekar en aðkeyptu", eins og samgönguráðherra komst að orði.
Umhverfisráðherra hvatti fyrirtæki til þess að athuga að færa sér frá bílstyrkjum yfir á samgöngustyrkjum, og þannig nota hagræna hvati til þess að stuðla að heilbrigði, umhverfisvernd, sparnaði og fleira. Hún benti á að sum fyrirtæki og sumir stofnanir hafa þegar stigið fyrstu skrefin í þessa veru.
(Morten Lange)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
MBL: Reiðhjólabyltingin er að breiðast út
18.4.2008 | 14:03
Við í LHM hvetjum alla til að lesa grein í Morgunblaðinu í dag sem ber fyrirsögnina :
Reiðhjólabyltingin er að breiðast út
Þar er fjallað um hvernig höfuðborgir og aðrar stórborgir vestur-Evrópu og norður Ameríku eru að veðja á reiðhjólið sem lausn vanda varðandi umferðarteppa og mengun.
Eins og hefur áður komið fram hér ákváðu borgaryfirvöld í París að setja 20.000 hjól sem má nota nánast ókeypis í stuttar ferðir, ef maður er með áskrift. Líka hægt að nota fyrir ferðamenn. París er stærsta og glæsilegasti dæmið um að borgir hafa trú á reiðhjólið sem lausn, og að fólk tekur við sér þegar skýrt er að ráðamönnum sé alvara og standa á bak við orðin.
Í París og í hinum borgunum ( London, Barcelona, Rennes, Osló, Stokkhólmur, Helsinki, Drammen ) sem eru að faðmast við reiðhjólið, eru sjálfvirku stöðvarnar um alla miðborgina með "ókeypis" reiðhjól ekki það eina sem er gert . Samhliða þessu er lagt í jákvæða herferð til að styrkja enn ímynd hjólreiða, og aðgengi hjólreiðamanna bætt. Þetta hangir allt saman. Og svo þarf reksturinn og viðhaldið að vera í lagi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekkifrétt LHM : Heilbrigði og loftslagsbreytingar
10.4.2008 | 18:29
Heilbrigðisráðherra opnaði málstofu um heilbrigði og loftslagsbreytingar. Hann hélt góða ræðu, en gleymdi að tengja saman nokkur atriði sem hefðu átt að vera mjög svo augljós :
Eflingu hreyfingar með heilbrigðum samgöngum bæði stórefla heilsu, draga úr útgjöldum í heilbrigðiskerfinu og sjúkralaun og dregur úr mengun. Þar að auki hafa heilbrigðar samgöngur : hjólreiðar og ganga, sem dæmi og í samspili við almenningssamgöngur mjög jákvæð áhrif á efnahag fjölskyldna.
Þessi ræða ráðherrans virðist ekki hafa verið talin fréttnæm. Það er skrýtið, og óvænt. En hvernig ráðherrann sneiddi framhjá þessa augljósa tengingu, er þannig ekkifrettir sem við erum vön :-)
(Morten)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lærum um öryggi frá breskum sérfræðingi
18.9.2007 | 16:21
Þessi umfjöllun mbl.is er til mikilla bóta miðað við margt annað sem maður hefur séð um tildrög slysa þar sem ekið er á hjólandi og akandi, því oft er nánast ekkert sagt um tildrög slysa. Við höfum ítrekað bent á það hér.
En þeir sem hafa áhuga á umferðaröryggi ættu að mæta til að hlýða á John Franklin sem heldur
fyrirlestar sem líður í Samgöngviku í boði Landssamtaka hjólreiðamanna og Pokasjóðs.
* Fyrirlestur Johns Franklin á föstudag ( á fræðilegri nótunum ) 15:30 , í borgarbókasafni, Tryggvagötu 15
* Fyrirlestur Johns Franklin á laugardag ( meira fyrir almenning) um kl 16 í Ráðhúsi Reykjavíkur.
John Franklin er höfundur bókarinnar Cyclecraft sem er viðurkennt af mikilsmetnum breskum aðilum sem kennslubók í umferðaröryggi hjólreiðamanna.
Frá Cyclecraft.co.uk :
Í kvöld, þriðjudaginn 18.september kl. 20 er fyrirlestur um hjólreiðar í skriftstofubygging ÍSÍ í Laugardalnum, en efni Juliane Neuss er "Bicycle ergonomics for all people".
Sjá frekari umfjöllun :
- http://www.rvk.is./samgonguvika
- http://islandia.is/lhm/frettir/2007/160907.htm
Við höldum að það væri mikils virði fyrir umferðaröryggi í heild sinni ef að lesendur sendið þetta áfram innan sinna raða, og að fólk mæti til að hlusta og ræða málin. Við höldum að allir geta lært eitthvað af þessu, varðandi almennt breiðari sýn. Hjólreiðamönnum eiga eftir að fjölga mikið á næstu árum og þá veitir ekki af að læra og ræða um þetta.
( Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna )
Fluttur á sjúkrahús eftir hjólaslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bensinverð og offita hanga saman : tvöfaldur ávinningur
13.9.2007 | 23:27
Það er í raun ansi sjálfsagt að fólk verða heilbrigðari þegar bensínverðið hækkar, ekki síst í bandaríkjunum en líka í flestum ríkum löndum. Og önnur bein og jákvæð áhrif af hækkandi bensínverð og minnkandi bensínneyslu er að sjálfsögðu líka að mengun minnkar.
En hagsmunir bílasala, olíufyrirtækja eru það sterk og hefur það mikill áhrif að svoleiðis upplýsingar fá allt of lítið vægi í umræðunni.
Her er tengill í Reuter-greininni um rannsókn Charles Courtemanche, og hér er krækja í ritgerðina
Reyndar er greinin ekki enn birt í "alvöru" vísindatímariti, að mér sýnist, þannig að það er spurning hvort hún hafi farið í gegnum jafninga-gagnrýni.
En hér er tengill í grein Paul Higgins , sem var birt í þannig tímariti. Hún segir að losun koltvísýrings mundi dragast verulega saman ef meirihluti Bandaríkjamanna mundu hreyfa sér 30 mínútur á dag með því að hjóla eða ganga í stað þess að aka bíl. Þetta er mikill einföldun en sýnir að heilbrigðar samgöngur geta skipt sköpum á marga vegu.
Þá má nefna skýrslu Sælensminde ( hér er útdráttargrein) sem bendir til þess að allir sem hjóla í og úr vinnu spara samfélaginu að minnstu kosti 300.000 ISK á ári, vegna fækkun veikindadaga og lægri tíðni margra sjúkdóma, bæði alvarlegir og ekki.
Lars Bo Andersen og samstarfsmenn hafa fundið, að þeir sem hjóla hafa 30% lægri líkur á að deyja á tímabilinu. Þetta er niðurstöður úr gögnum um 30.000 einstaklinga yfir 14 ár. Og þetta gildir líka um þá sem voru í annarskonar líkamsrækt, og bættist heilsa fólksins eftir sem það hjólaði meira. Sams konar niðurstöður hafa fengist frá svipuðum rannsóknum úr öðrum löndum.
Hér á landi er nýlega byrjað að kenna heilsuhagfræði og Lýðheilsu. Lýðheilsa er að hluta tengt við ramma samfélagsins. Nokkrir nemendur hafa þegar útskrifast frá þessum deildum.
Ég sagði tvöfaldur ávinningur, en listinn af ávinningum af heilbrigðum samgöngum er mjög langur, eins og við höfum vikið að áður.
(Morten)
Hækkandi bensínverð talið geta grennt Bandaríkjamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 14.9.2007 kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hjólreiðar í Samgönguviku 2007
12.9.2007 | 11:10
Hér er dagskrá Samgönguviku 2007, það er að segja fyrir Reykjavík og Hafnarfjörð.
Sveitarfélögin tvö standa að þessu, með Höfuðborgarstofu í broddi fylkingar. Landssamtök hjólreiðamanna hefur verið í samvinnu við þá um flest sem snýst um hjólreiðar.
Sérstök athygli er vakin á :
Þriðjudagur 18. september
20.00 Bicycle ergonomics for all people Reiðhjól má laga að öllum. Sérfræðingurinn Juliane Neuss fjallar um hönnun reiðhjóla í sal Ólympíu og íþróttasambands Íslands, Engjavegi 6. Fyrirlesturinn er á ensku.
Föstudagur 21. september
15.30 Paradoxes in cycling safety Mótsagnir í öryggi hjólreiðafólks. Fyrirlestur á Reykjavíkurtorgi, Borgarbókasafni í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. John Franklin fjallar um öryggi hjólreiðamanna, í boði Landssamtaka hjólreiðamanna. Fyrirlesturinn er á ensku. Pokasjóður styrkir komu Johns Franklin til Íslands.
Laugardagur 22. september
Tjarnarsprettur, hóphjólreiðar og þrautabraut
Hjólalestir leggja af stað til Nauthólsvíkur:
12.00 frá Hafnarborg í Hafnarfirði
12.45 frá Sjálandsskóla í Garðabæ
13.20 frá Gerðasafni í Kópavogi
13.00 frá Árbæjarsafni
13.00 frá Vesturbæjarlaug
13.45 Allir hjóla saman frá Nauthólsvík að Ráðhúsi Reykjavíkur
14.30 Tjarnarspretturinn ræstur við Vonarstræti. Farnir verða 15 hringir kringum Tjörnina
15.15 Gísli Marteinn Baldursson afhendir verðlaun í Tjarnarsprettinum í Ráðhúsi Reykjavíkur
1417 Þrautabraut fyrir unga hjólreiðamenn á öllum aldri á Austurvelli Málþing og myndir um hjólreiðar í Ráðhúsi Reykjavíkur
15.30 Stigið á sveif með sögunni. Óskar Dýrmundur Ólafsson fjallar um sögu hjólreiða á Íslandi.
16.00 Hjólað af öryggi á götum borgarinnar
Fyrirlestur Johns Franklin, bresks sérfræðings í öryggi hjólreiðamanna. Franklin, sem talar á ensku, mun einnig leiðbeina hjólreiðafólki í lokin.
Hjólasýning. Sýnd verða fjölbreytt hjól; keppnishjól, liggihjól, samanbrjótanleg hjól, fjölskylduhjól, gamalt íslenskt sendlahjól, o.fl. Ljósmyndir á flatskjá af hjólreiðafólki frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Korti af hjólaleiðum í Reykjavík verður dreift til gesta.
Dægurmál | Breytt 16.9.2007 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Öfugsnúin viðbrögð - hvetjum frekar krakka til hjólreiða
5.9.2007 | 21:53
Eftir að klippt var á bremsum á reiðhjólum við Melaskóla, var sent orðsending til foreldra þar sem ráðlagt er að láta börnin ekki koma á hjólum í skólann. Svo segir í frétt RÚV sem er birt hér fyrir neðan.
Hvernig dettur fólki í hug að mæla gegn því að börnin hjóla í skóla, eins og stjórnendur í Melaskóla virðist gera ?
Væri ekki nær að boða til samstöðu og aðgerða frekar en að láta skemmdarvargar hafa áhrif á líf okkar og stjórna ?
Skólinn ætti að hjálpa börnum og foreldrum að laga hjólin, og bæta gæsluna þar sem hjólin eru geymd. Þá má nota þessa viðburð í tildæmis lífsleikni og smiði og sýna hvernig maður getur mætt erfiðleikar í lífinu, og ekki láta bugast. Skólinn ætti að sjálfsögðu að vera samtaka gegn þennan vá, en ekki leggjast flatur fyrir honum.
Ekki síst er líklegri en ekki að með að hvetja börnin til að hjóla ekki í skólann er líklegra að þeim verði ekið í skólann. Börnin fá minna hreyfingu. Meiri umferðaröngþveiti verði við skólana. Krakkarnir missa að einhverju leyti af frelsistilfinningin við að hjóla og jákvæða reynslu af því að nota eigin orku til að komast á milli staða. Krakkar sem venjast því að hjóla, eru að sjálfsögðu líklegri til að hjóla seinna, til dæmis þegar komið er í framhaldsskóla og seinna í lífinu. Og krökkum finnst yfirleit mun skemmtilegri að hjóla. Þeirra vellíðan skiptir að sjálfsögðu líka máli og ber að virða og hlúa að, ekki mæla gegn.
Hjólreiðar eru raunhæfari kostur fyrir flesta yfir lengri vegalengdir en ganga, og ef fleiri eru vanir að hjóla, styrkist samkeppnisstöðu heilbrigðra samgangna.
Enn og aftur er þess virði að minnast á :
- Menn sem hjóla daglega til samgangna lífa heilbrigðari og lengri líf en þeir sem gera það ekki. Samkvæmt fjölda rannsókna gildir þetta líka um þá sem stunda íþróttir, og áhrifin er meiri eftir því sem er hjólað meira. ( CBA of Cycling, 2005 + All-cause mortality... Andersen et al 2000)
- Þeir sem hjóla efla heilsuna það mikið að það lengir líf þeirra sjö til tuttugu sinnum meira en umferðarslys stytta líf þeirra
- Þegar hjólreiðamönnum fjölgar , hefur það sýnt sér að ökumenn bifreiða venjast þessu og fara að taka meira tillít. Þá fækkar alvarlegum slysum. þegar fleiri hjóla eru líka fleiri hjólreiðamaenn vanir hjólreiðamenn sem enn bætir öryggi þeirra.
- Heilbrigðar samgöngur eru framtíðin sem þarf að undirbúa núna: Hjólreiðar, ganga og þess háttar samtvinnuð með öflugar almenningssamgöngur sem hefur fórgang og menga minna en í dag er hin augljósa lausn í framtíðinni. Um alla Evrópu, í nokkrum Bandarískum, Suðuramerískum, Asískum og Afrískum borgum er verið að uppgötva þetta og breyta áherslurnar verulega. Síðasta skýra dæmin er að Parísarborg ætla að hafa 20.000 hjól til láns og leigu á götunum. Borgarstjóri Lundúna er hrifinn af fordæmi Frakka og vill setja upp svipað kerfi.
- Hreyfingarleysi, mengun frá brúna kolefnis, umferðarslys (af völdum bíla) eru meðal alvarlegustu vandamál okkar tíma. Þess vegna er öfugsnúið að hvetja krakkar til að hjóla ekki.
Frá RÚV
Fyrst birt: 05.09.2007 18:23Síðast uppfært: 05.09.2007 19:47Reiðhjólabremsur eyðilagðar
Klippt var á hand- og fótbremsur fjölmargra reiðhjóla við Melaskólann í Reykjavík í gær. Ekki er vitað hver var að verki. Nokkrir foreldrar barna í skólanum sem skólastjórnendur hafi rætt við fullyrða að minnstu hafi munað að börn þeirra hafi lent alvarlegu slysi vegna þessa. Í orðsendingu sem foreldrum hefur verið send er þeim ráðlagt að láta börnin ekki koma á hjólum í skólann.
Dægurmál | Breytt 6.9.2007 kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)