Færsluflokkur: Lífstíll
Ánægjulegt / Notaði tannþráð og tók lýsi ? / Einelti
20.10.2011 | 09:55
Takk fyrir þessa jákvæða frétt um auknar hjólreiðar, mbl !
Það er sannarlega góðs viti að fleiri hjóla í skólann svo tekið sé eftir því. Rök fyrir því að það sé gott fyrir einstaklingana og samfélaginu má finna í ýmsum opinberum skýrslum, innlendar og erlendar, og frá aðilum eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnun og European Conference of Transport Ministers.
En í lok fréttar kemur leiðinda skot á dömuna á reiðhjóli sem prýðir mynd með fréttina. (Það má halda til haga að blaðamaður hafi tæplega talað við hana):
Verra er þó þegar hjólreiðafólk gleymir að setja á sig hjálminn, enda leynast hætturnar víða, ekki síst þegar kólnar í veðri og hugsanlega hált. Það hefur þó ekki hvarflað að þessari ungu konu sem hjólaði á lóð Háskóla Íslands.
Við getum jafn lítið vitað um það hvað hafi hvarflað að henni og það hvort hún hafi notað tannþráð nýlega eða tekið lýsi. Það virðist ekki hafa hvarflað að blaðamanni í tengsl við halkuna að minnast á nagladekk undir reiðhjól og að bílstjórar og fólk a reiðhjóum fari með gát. Ekki heldur er minnst á ljósabúnaði sem er þó lögbundin á reiðhjólum í myrkri og vanti æði oft.
Staðreyndin virðist vera að þeir sem hjóla verða heilbrigðari og lífa lengur en aðrir, þannig að það er kannski komið nóg af því að leggja fólki sem hjólar án hjálms í einelti ? -ML
Námsmenn nýta sér hjólhestinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 18.11.2011 kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
www.hfr.is : komin að Búðardalsafleggjara
8.7.2009 | 11:04
Frá www.hfr.is :
Kl. 10:53
The Red Force (Hafsteinn og Pétur) og SHSHOHI (Hákon og Valgarður) eru komin að Búðardalsafleggjara norðan Bifrastar. Það er glampandi sól og léttur andvari.
Ekki er vitað um mínútur í næstu menn að sinni.
Hjólakappar komnir í Borgarnes | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fullt af hjólafréttum á heimasíðu LHM
14.1.2009 | 12:50
Það hefur lítið verið bætt við hér undanfarið, en á fréttavakt heimasíðu Landssamtakanna má sjá ymislegt áhugavert. Til dæmis :
5. jan 09 Bresk þingnefnd sammála málflutningi LHM í umferðarrráði
4. jan 09 Ekið á dreng á hjóli. Léleg hönnun á gatnamóti ? Umræða á bloggi tengd fréttina. |
27.des08. Reiðhjól af réttri hönnun eru meðal betri kosta til þróunaraðstoðar og líkn sem völ er á. |
26. nóv08. Verða reiðhjóla með rafmagns hjálparmótor jólagjöfin í ár? Nokkur hjól skoðuð og spáð í haghvæmnina. |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loks eitthvað gert með lagningu bíla á gangstétt, þó afar lítið sé
10.7.2008 | 14:55
Lími þetta hratt inn frá vef borgarinnar :
http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-39/351_read-11740/
10.07.2008
Ábendingar gegn bifreiðum á gangstéttum
Barnavagninn minn á ekki að þurfa að fara út á götu, stendur á glaðlegum miða sem Bílastæðasjóður hefur látið gera. Ætlunin er að festa miðann á bifreiðar sem loka gangstéttum fyrir foreldrum með barnavagn og öðrum gangandi vegfarendum.
Ökumenn hafa undanfarin ár lagt æ fleiri svæði undir bifreiðar sínar í Reykjavík. Víða má sjá bifreiðum lagt upp á gangstéttar og grasflötum en það skapar hættu fyrir gangandi vegfarendur sem þurfa oft á tíðum að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Þessi umgengni bílstjóra hefur meðal annars skapað hættu fyrir börn.
Stöðuverðir Bílastæðasjóðs og lögregluþjónar geta lagt stöðubrotsgjald á bifreiðar sem standa ólöglegar en vandinn er það viðamikill að ákveðið var að gefa út miða með vinsamlegum ábendingum í nokkrum útgáfum. Einn miðinn segir til um að hér hafi barn ekki komist leiðar sinnar á gangstéttinni. Annar að bifreið hafi hindrað mann í hjólastól og á honum stendur: Áttu erfitt með gang? Við líka!
Það er alveg bannað að leggja bifreið á gangastétt, bifreið er tálmi fyrir þá sem vilja ferðast með öðru móti um borgina, segir Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Miðarnir okkar eiga að fræða ökumenn sem leggja uppi á gangstéttum um afleiðingar gjörða sinna.
Við viljum fá fleiri í lið með okkur til að berjast gegn slæmri umgengni á bílum í borginni. Æ oftar má sjá ófatlaða bílstjóra leggja í stæði fatlaðra og við þurfum að venja fólk af þessu ósið, segir Kolbrún
Hófleg dreifing verður á miðum Bílastæðasjóðs og gefst borgarstarfsmönnum fyrst í stað færi á að nota þá. Við vonum að bílstjórar taki þessum ábendingum vel, læri af þessu, geymi miðana og noti þá síðar til að benda öðrum bílstjórum á betri hegðun, segir Kolbrún. Miðarnir eru ekki límmiðar og hafa umhverfismerkinguna Svanurinn.
Tenglar
Ábending Bílastæðasjóðs: Barnavagninn minn
~~~~~~~~~~~~~~
En af hverju ekki hækka sekti, og dreifa þessum miðum mun viðar ?
Greinilega sést að hjólreiðamenn þó þeir séu með kerru með börnum er ekki ofarlega á lista borgarinnar í þessu sambandi. Einn ábindingin enn um að þeir sem geta og treysta sér til hjóla á götunum..
(Morten)
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjálm"laus" í áratugi án meiðsla
13.6.2008 | 10:24
Í dag er frétt í bæði 24 stundum og í fréttablaðinu um stúlku sem datt á hjólið og slasaðist á andliti. Blöðin velta sér mikið upp meint gildi hjálmsins, en velta alls ekki upp úr hvernig megi lækka líkur á þannig slysum. En það má klárlega gera með þjálfun í Hjólafærni. Í hjólafærni lærist meðal annars að bremsa þannig að maður fari ekki yfir stýrið, að horfa fram á veginn og meta aðstæður. Ekki síst er manni sagt frá hættum sem leynast á gangstéttum og þess háttar.
Ég hef ekki nægileg vitneskju um slýsið til að draga í efa gildi hjálmsins í þessu tilfelli, hvað varðar þegar hjólið lenti á hana, og hún fékk högg á höfuðið. Það er mikið fagnaðarefni að ekki fór verr, og sennilega hefur hjálmurinn dugað vel í þessu tilfelli, gefið að slysið varð. En ef hún hefði fengið þjálfun, ( eða mögulega ef staðurinn þar sem hún hjólaði hefði verið beturi hirt ) hefði slysið sennilega ekki orðið. Ekkert kemur fram um tildrög slyssins, sem er dæmigert í fréttamennsku um slys á gangandi og hjólandi, ólíkt slysum á akandi.
En þessar fréttir af hjólaslysuum, hvort sem er með eða án hjálms, með eða án höggs á höfuð, eru ævinlega notaðar í áróðursskýni til að hræða fólki til þess að nota hjálma. En heildamyndin í þeirri umræðu fær nánast enga umfjöllun. Gerir ekki eins "góð" æsifréttamennska.
Í fyrradag var mér bent á samtal um fjölgun hjólreiðamanna í Kanada, og áhyggjur sumra af því að hjálmum fjölgi ekki jafn mikið. Einn viðmælandinn, Avery Burdett, segist hafa hjólað hjálmlaus í áratugi, og greinilega án þess að hafa hlotið alvarleg höfuðáverka. Það sannar ekkert um gildi hjálma sem megináhersla yfir heilli þjóð í sjálfu sér, en það gerir fréttaflutningin um stúlkuna ekki heldur.
Til þess að meta heildaráhrif, og finna rök fyrir áherslur í öryggismálum, eru góð og gagnrýnin vísindi og mat á heildarmynd vísindanna eina alvöru tólið sem við höfum.
Sjá til dæmis yfirlit og umfjöllun um vísindin á cyclehelmets.org og en.wikipedia.org/wiki/Bicycle_helmets Eins og með allar uppstrettur fróðleiks þarf að lesa Wikipedia með gagnrýnið auga. Hjálmagreinin þar er meðal greina í nokkurt uppléttirit sem er best studd rannsóknum, rökum og mótrökum frá ríkandi sjáonarmiðum í málinu sem um er fjallað. (Hægt er að finna umfjöllun um hjálma á íslensku til dæmis með aðstoð google)
Ef einhver hefur áhuga má hlusta á þættinum frá CBC með því að sækja mp3 skrá af heimasíðu hans Avery Burdett:
(Morten Lange)
2008-06-21 Orðalag breytt smávægis og nokkrar línur um þjálfun bættar við
Lífstíll | Breytt 21.6.2008 kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heilsuáhrif hjólreiða vegur enn þyngra
16.5.2008 | 14:29
Eins og sumir gestir hér vita þá eru vísindaskýrslur sem sýna að hjólreiðamenn lífa lengur og ölast heilbrigðari líf en þeir sem hjóla ekki til vinnu eða skóla. Dánarlíkur hjólreiðammanna var 30% lægri en annarra á 14 ára tímabili sem var rannsakað af Lars Bo Andersen og félagar.
Bandarískur vísindamaður áætlaði að ef stór hluti fólks mundi ná sér í 30 mínútna hreyfingu í formi samgangna, þá mundi heilsuávinningurinn, nema miljörðum dollara og duga til að endurnýja til dæmis gömul kolaver og þannig á endanum samtals minnka útblástur BNA af koltvísýringi um 38%
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur gefið út tól í formi Excel-skjals til að reikna út ( mjög , mjög hoflega) hversu mikið sparast miðað við að tiltekin fjöldi fólks taka upp hjólreiðar til samgangna :
http://www.euro.who.int/transport/policy/20070503_1
174 þúsund km hjólaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjólað í vinnuna nær nýjum hæðum !
7.5.2008 | 10:32
Í dag var opnun í hvatningarátakinu "Hjólað í vinnuna". Ekki var stuðningurinn í verra kantinum, því þarna voru mætt forseti ÍSI, Ólafur Rafnsson, borgarstjóri, Ólafur F. Magnússon og ekki færri en þrír ráðherrar. Ráðherrarnir voru Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, og Kristján Möller, samgönguráðherra. Þá var forstjóri Alcan, Rannveig Rist mætt, en Alcan hefur sigrað í sínum flokki undanfarin 4 ár ( eða eins lengi og núverandi flokkun hefur verið í gangi )
Öll komu og fóru ráðherrarnir hjólandi, heilbrigðisráðherra í fylgd með Dofra Hermannssyni úr Grafarvoginum, og samgönguráðherra úr Kópavogi. Kristján játaði að hafa óttast að ekki finna leiðina og fór því eldsnemma af stað, en þetta var mun minna mál en hann óttaðist.
Og öll fóru þau fögrum orðum um hjólað í vinnuna, og hversu jákvæðar hjólreiðar séu fyrir heilsu, umhverfi, borgarbrag og samgöngum. Það kom það til tals að á næstu ári ætti kannski fjármálaráðherra að mæta líka, því mikið bensín ( þið munið viðskiptahallan) og kostnaður við rekstur bíl sparast í átakinu, og ávallt þegar menn velja að ferðast fyrir eigin afli "frekar en aðkeyptu", eins og samgönguráðherra komst að orði.
Umhverfisráðherra hvatti fyrirtæki til þess að athuga að færa sér frá bílstyrkjum yfir á samgöngustyrkjum, og þannig nota hagræna hvati til þess að stuðla að heilbrigði, umhverfisvernd, sparnaði og fleira. Hún benti á að sum fyrirtæki og sumir stofnanir hafa þegar stigið fyrstu skrefin í þessa veru.
(Morten Lange)
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bensinverð og offita hanga saman : tvöfaldur ávinningur
13.9.2007 | 23:27
Það er í raun ansi sjálfsagt að fólk verða heilbrigðari þegar bensínverðið hækkar, ekki síst í bandaríkjunum en líka í flestum ríkum löndum. Og önnur bein og jákvæð áhrif af hækkandi bensínverð og minnkandi bensínneyslu er að sjálfsögðu líka að mengun minnkar.
En hagsmunir bílasala, olíufyrirtækja eru það sterk og hefur það mikill áhrif að svoleiðis upplýsingar fá allt of lítið vægi í umræðunni.
Her er tengill í Reuter-greininni um rannsókn Charles Courtemanche, og hér er krækja í ritgerðina
Reyndar er greinin ekki enn birt í "alvöru" vísindatímariti, að mér sýnist, þannig að það er spurning hvort hún hafi farið í gegnum jafninga-gagnrýni.
En hér er tengill í grein Paul Higgins , sem var birt í þannig tímariti. Hún segir að losun koltvísýrings mundi dragast verulega saman ef meirihluti Bandaríkjamanna mundu hreyfa sér 30 mínútur á dag með því að hjóla eða ganga í stað þess að aka bíl. Þetta er mikill einföldun en sýnir að heilbrigðar samgöngur geta skipt sköpum á marga vegu.
Þá má nefna skýrslu Sælensminde ( hér er útdráttargrein) sem bendir til þess að allir sem hjóla í og úr vinnu spara samfélaginu að minnstu kosti 300.000 ISK á ári, vegna fækkun veikindadaga og lægri tíðni margra sjúkdóma, bæði alvarlegir og ekki.
Lars Bo Andersen og samstarfsmenn hafa fundið, að þeir sem hjóla hafa 30% lægri líkur á að deyja á tímabilinu. Þetta er niðurstöður úr gögnum um 30.000 einstaklinga yfir 14 ár. Og þetta gildir líka um þá sem voru í annarskonar líkamsrækt, og bættist heilsa fólksins eftir sem það hjólaði meira. Sams konar niðurstöður hafa fengist frá svipuðum rannsóknum úr öðrum löndum.
Hér á landi er nýlega byrjað að kenna heilsuhagfræði og Lýðheilsu. Lýðheilsa er að hluta tengt við ramma samfélagsins. Nokkrir nemendur hafa þegar útskrifast frá þessum deildum.
Ég sagði tvöfaldur ávinningur, en listinn af ávinningum af heilbrigðum samgöngum er mjög langur, eins og við höfum vikið að áður.
(Morten)
Hækkandi bensínverð talið geta grennt Bandaríkjamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 14.9.2007 kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eitt leiguhjól á 100 íbúa í París !
16.6.2007 | 09:35
Fann blogg áðann sem tekur saman tölur um leigureiðhjól. Bæti svo vid nokkrrar krækjur í vidbót :
http://statastic.com/2007/05/18/french-revolution/
Ef enginn annar gerir það ætla ég að setja inn smá efni inn á þessa vefsíðu :
http://www.confabb.com/conferences/17196/details
ECF hefði mátt segja meira frá því sem gerðist á Velo-City ráðstefnini á vefsíðu sinni, en hér kemur þó ágætis myndefni :
Þetta gerðist að hluta á Veló-City :
~~~~
2007-07-30 : Úps þetta átti að vera 1 hjól á 100 íbúa ekki 1000. ( 9,6 á 1000 íbúa ). Drammen í Noregi og Kaupmannhöfn eru með um 4 reiðhjól á 1000 íbúa. (Sjá statastic.com krækjunni )
Lífstíll | Breytt 30.7.2007 kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)