Ánægjulegt / Notaði tannþráð og tók lýsi ? / Einelti

Takk fyrir þessa jákvæða frétt um auknar hjólreiðar,  mbl !

Það er sannarlega  góðs viti að fleiri hjóla í skólann svo tekið sé eftir því. Rök fyrir því að það sé gott fyrir einstaklingana og samfélaginu má finna í ýmsum opinberum skýrslum, innlendar og erlendar, og frá aðilum eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnun og European Conference of Transport Ministers.

En í lok fréttar kemur leiðinda skot á dömuna á reiðhjóli sem prýðir mynd með fréttina.  (Það má halda til haga að blaðamaður hafi tæplega talað við hana): 

Verra er þó þegar hjólreiðafólk gleymir að setja á sig hjálminn, enda leynast hætturnar víða, ekki síst þegar kólnar í veðri og hugsanlega hált. Það hefur þó ekki hvarflað að þessari ungu konu sem hjólaði á lóð Háskóla Íslands.

Við getum jafn lítið vitað um það hvað hafi hvarflað að henni og það hvort hún hafi notað tannþráð nýlega eða tekið lýsi.  Það virðist ekki hafa hvarflað að blaðamanni í tengsl við halkuna að minnast á nagladekk undir reiðhjól og að bílstjórar og fólk a reiðhjóum fari með gát. Ekki heldur er minnst á ljósabúnaði sem er þó lögbundin á reiðhjólum í myrkri og vanti æði oft.  

Staðreyndin virðist vera að þeir sem hjóla verða heilbrigðari og lífa lengur en aðrir, þannig að það er kannski komið nóg af því að leggja fólki sem hjólar án hjálms í einelti ? -ML


mbl.is Námsmenn nýta sér hjólhestinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landssamtök hjólreiðamanna

Bætti við nokkur orð í færslunni um að það mætti stundum benda athylinga að ljósabúnaði frekar en hjálma. -ML

Landssamtök hjólreiðamanna, 20.10.2011 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband