Lækkun tolla af reiðhjólum sjálfsögð

LHM fagnar þessum tillögum.

Innflutt reiðhjólÞað er sjálfsagt að fella niður tolla af reiðhjólum og fylgihlutum til samræmis við 0% tolla og vörugjöld af innflutningi á eyðslugrönnum bílum sem samþykktur var á Alþingi 2010 með lögum nr. 156/2010. Vörugjöld af eyðslugrönnum bílum er núna 0% og engir tollar af þeim.

LHM gerði umsögn um frumvarpið á sínum tíma og vakti athygli á þessu misræmi í tolllagningu á eyðslugrönnum bílum og reiðhjólum. Væntanlega er Alþingi nú að bregðast við því. 

Í umsögn LHM sagði m.a.:

LHM vekur athygli á því að reiðhjólið er án vafa sparneytnasta og vistvænsta ökutækið sem völ er á, losar minni gróðurhúsalofttegundir en nokkurt annað, brúkar að mestu innlenda orkugjafa (matvæli) auk þess að þurfa mun kostnaðarminni mannvirki en stærri ökutæki, hvort heldur sem talið er í ferkílómetrum vega eða bílastæða. Þá eru ótalin veruleg jákvæð áhrif notkunar þeirra á lýðheilsu. Því telja LHM það skjóta skökku við að skv. frumvarpinu muni ríkið skattleggja reiðhjólið meira en t.d. metanbifreiðar og aðrar bifreiðar sem losa allt að 80 g CO2/km og sambærilega sparneytna díselbifreiðar (10%.)

Tillaga LHM
LHM telja að 10% tollar á reiðhjól séu því í engu samræmi við það frumvarp sem hér er lagt fram, og hvetja efnahags- og skattanefnd til að fella samhliða úr tollskrá 10% toll af tollflokki 8712 um reiðhjól, sem og varahluti til þeirra. Væri slíkt í samræmi við þau markmið sem áður var vitnað til um samband skattlagningu og útblásturs ökutækja.

 Á heimasíðu LHM var fjallað um innflutning á reiðhjólum til ársins 2010 og kom þar fram að lækkun tekna ríkissjóðs af niðurfellingu tollana gæti numið um 30 til 40 milljónum króna á ári en sparnaður neytanda gæti orðið um 60 til 80 milljónum króna. Þá er ekki reiknað með vísitöluáhrifunum á lán og minni þörf fyrir dýrari ökutæki og eldsneyti.

Ríkið fær þessa upphæð sennilega margfalda tilbaka í betri lýðheilsu almennings. Þetta er góð ráðstöfun sem allir vinna á, ríkið, neytendur og almenningur.

 


mbl.is Ný lög munu lækka verð reiðhjóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband