Rvk umbuni hjólreiðamönnum næst ?

Það er ágætis framtak  að stuðla að því stórum og eyðslumiklum bílum fækki í Reykjavík.  Við skulum vona að hægt verði að taka út þetta græna skref borgarinnar um þetta leyti að ári, til dæmis.  Hvað hafa skífurnar. auglýsingarnar, og töpuð bílastæðagjöld kostað borginni ?  Varð breytingu á samsetningu bílaflotans ? Fækkuðu eyðslumiklum bílum, eða komu eyðslugrennri bílar frekar sem viðbót ? 

Nú er nýlega búið að fjalla um tvenn græn skref a vegum Reykjavíkurborgar sem snúa að umferð og eru komin á framkvæmdastígi:  Frítt í strætó  fyrir framhalds- og  háskólanemar, og  90 mínútur  gjaldfrjáls bílastæði  fyrir meintum vísthæfum bílum.  

En ekkert hefur heyrst varðandi að hvetja þá sem eru að ganga eða hjóla.  Það mundi enn frekar  stuðla að bættu umhverfi, minnkandi mengun af öllum toga og bætta heilsu ef þeim sem hjóla eða ganga yrði umbunað. 

Það eru til helling af leiðum, og að ekkert hafi verið gert í þeim efnum er nánast grunsamlegt.  Er málið að fólkið í ráðhúsinu skorti ímyndunarafli ? Er það sem ekki mengar og  vegur minna en ca tonn, ósýnlegt ?

Það eru sjaldnast til töfralausnir, ekki einusinni varðandi hjólreiðar, en dæmin erlendis frá sýna að það er svo margt hægt að gera, til að stuðla að hjólreiðum í alvöru, og sumt af því skilar klárlega árangri. 

Það eru fleiri sem hjóla allt árið í Reykjavík, en sem aka á "visthæfum bílum".   Við vorum um 1000 manns, veturinn 2002 samkvæmt Gallup, og hefur að flestra mati fjölgað vel síðan þá.  Rökrétt væri að Reykjavíkurborg mundi leyfa sér að eyða að minnstu kosti sömu upphæð sem snýr að einhverju varanlegu sem hvetur til hjólreiða, og nú er gert varðandi koltvísýringsgrönnum bílum.  Hjólreiðar sem visthæf lausn hefur svo ótal margt fram yfir eyðslugrönnum bílum,  þegar kemur að visthæfum  ökutækjum.   


mbl.is Bílastæðaskífur fyrir visthæfa bíla klárast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband