Öfugsnúin viðbrögð - hvetjum frekar krakka til hjólreiða
5.9.2007 | 21:53
Eftir að klippt var á bremsum á reiðhjólum við Melaskóla, var sent orðsending til foreldra þar sem ráðlagt er að láta börnin ekki koma á hjólum í skólann. Svo segir í frétt RÚV sem er birt hér fyrir neðan.
Hvernig dettur fólki í hug að mæla gegn því að börnin hjóla í skóla, eins og stjórnendur í Melaskóla virðist gera ?
Væri ekki nær að boða til samstöðu og aðgerða frekar en að láta skemmdarvargar hafa áhrif á líf okkar og stjórna ?
Skólinn ætti að hjálpa börnum og foreldrum að laga hjólin, og bæta gæsluna þar sem hjólin eru geymd. Þá má nota þessa viðburð í tildæmis lífsleikni og smiði og sýna hvernig maður getur mætt erfiðleikar í lífinu, og ekki láta bugast. Skólinn ætti að sjálfsögðu að vera samtaka gegn þennan vá, en ekki leggjast flatur fyrir honum.
Ekki síst er líklegri en ekki að með að hvetja börnin til að hjóla ekki í skólann er líklegra að þeim verði ekið í skólann. Börnin fá minna hreyfingu. Meiri umferðaröngþveiti verði við skólana. Krakkarnir missa að einhverju leyti af frelsistilfinningin við að hjóla og jákvæða reynslu af því að nota eigin orku til að komast á milli staða. Krakkar sem venjast því að hjóla, eru að sjálfsögðu líklegri til að hjóla seinna, til dæmis þegar komið er í framhaldsskóla og seinna í lífinu. Og krökkum finnst yfirleit mun skemmtilegri að hjóla. Þeirra vellíðan skiptir að sjálfsögðu líka máli og ber að virða og hlúa að, ekki mæla gegn.
Hjólreiðar eru raunhæfari kostur fyrir flesta yfir lengri vegalengdir en ganga, og ef fleiri eru vanir að hjóla, styrkist samkeppnisstöðu heilbrigðra samgangna.
Enn og aftur er þess virði að minnast á :
- Menn sem hjóla daglega til samgangna lífa heilbrigðari og lengri líf en þeir sem gera það ekki. Samkvæmt fjölda rannsókna gildir þetta líka um þá sem stunda íþróttir, og áhrifin er meiri eftir því sem er hjólað meira. ( CBA of Cycling, 2005 + All-cause mortality... Andersen et al 2000)
- Þeir sem hjóla efla heilsuna það mikið að það lengir líf þeirra sjö til tuttugu sinnum meira en umferðarslys stytta líf þeirra
- Þegar hjólreiðamönnum fjölgar , hefur það sýnt sér að ökumenn bifreiða venjast þessu og fara að taka meira tillít. Þá fækkar alvarlegum slysum. þegar fleiri hjóla eru líka fleiri hjólreiðamaenn vanir hjólreiðamenn sem enn bætir öryggi þeirra.
- Heilbrigðar samgöngur eru framtíðin sem þarf að undirbúa núna: Hjólreiðar, ganga og þess háttar samtvinnuð með öflugar almenningssamgöngur sem hefur fórgang og menga minna en í dag er hin augljósa lausn í framtíðinni. Um alla Evrópu, í nokkrum Bandarískum, Suðuramerískum, Asískum og Afrískum borgum er verið að uppgötva þetta og breyta áherslurnar verulega. Síðasta skýra dæmin er að Parísarborg ætla að hafa 20.000 hjól til láns og leigu á götunum. Borgarstjóri Lundúna er hrifinn af fordæmi Frakka og vill setja upp svipað kerfi.
- Hreyfingarleysi, mengun frá brúna kolefnis, umferðarslys (af völdum bíla) eru meðal alvarlegustu vandamál okkar tíma. Þess vegna er öfugsnúið að hvetja krakkar til að hjóla ekki.
Frá RÚV
Fyrst birt: 05.09.2007 18:23Síðast uppfært: 05.09.2007 19:47Reiðhjólabremsur eyðilagðar
Klippt var á hand- og fótbremsur fjölmargra reiðhjóla við Melaskólann í Reykjavík í gær. Ekki er vitað hver var að verki. Nokkrir foreldrar barna í skólanum sem skólastjórnendur hafi rætt við fullyrða að minnstu hafi munað að börn þeirra hafi lent alvarlegu slysi vegna þessa. Í orðsendingu sem foreldrum hefur verið send er þeim ráðlagt að láta börnin ekki koma á hjólum í skólann.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vísindi og fræði | Breytt 6.9.2007 kl. 09:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.