Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hreyfingarleysi álíka hættuleg og umferðin

Í nýlegri frétt RÚV var sagt "Alþjóða heilbrigðismálastofnunin segir of litla hreyfingu og áreynslu draga allt að 3,2 miljónir manna til dauða ár hvert."  

  http://www.ruv.is/frett/hreyfing-oft-ekki-sidri-en-lyf

Til samanburðar látast 1,3 milljón í heiminum í bílslysum (töluverður hluti af þessu fólki voru labbandi börn  ).   Við sjáum að tölurnar séu á svipuðu róli.  Reiknað í lífárum sem tapast eru tölurnar einnig sambærilegar.   

Nú segja sumir eflaust að að þetta er allt öðruvísi á Íslandi. Ekki hægt að nýta erlenda þekkingu hér.

En fólk á vesturlöndum eru í miklu meiri hreyfingarleysi en meðaltali í heiminum, og á þetta við um Ísland einig. Og færri deyja í umferðinni á 100.000 hér en á heimsvísu.  Þannig að ef eitthvað, þá á þetta enn frekar við á Íslandi.  

Sem sagt :  Hreyfingarleysi er ekki vandamál sem megi hunsa þegar horft er til lausnar í umferðaröryggismálum.  
Ef lausnir við umferðaröryggi gera það að verki að fleiri aka bílar og færri ganga eða hjóla, þá er ekki ólíklegt að við skiptum einn vanda út fyrir annan af svipaðri stærðargráðu.  Ofan á þetta kemur að sérfræðingar benda á slæm heilsuáhríf  mengunar úr bílum. Í Evrópu er reiknað með að mengun úr bílum dragi fleirum til dauða en árekstrar og ákeyrslur. 

Og enn samkvæmt WHO, þá spara hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu nú þegar mörg mannslíf á ári hverju. Tölurnar eru sambærilegar við fjöldi þeirra sem látast í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu hið síðari ár. 

Gefum okkur til dæmis að  6.000 hjóla 30 mínútur á dag 200 daga ársins. ( Margir hjóla meira á dag og margir hjóla allt árið, sem dregur upp þessi meðaltöl )
Samkvæmt reiknivél WHO á  http://heatwalkingcycling.org   þá koma  hjólreiðarnar í veg fyrir að  2,8 ótímabær dauðsföll árlega.  Ganga kemur í veg fyri svipuð mörg daudsföll árlega og hjólreiðar. Fleiri ganga, en varnaráhrifin gegn lífsstílssjúkdóma er aðeins minni fyrir hvern tímaeining.  

Lausnin sem er ýjað að, í greininni "Umdferðarslys kosta miljarða" eru mislæg gatnamót. Þau mundi hvert kosta miljarða fyrir hvert gatnamót. Þetta eru peningar sem margir mundi í dag segja að væru mun betur varin í heilbrigðiskerfinu.  En sennilega væru þeir ekki síður í fyrirbyggjandi lýðheilsustarfi.  Að greiða götur virkra samgangna sparar mannslífum og sparar útgjöld í heilbrigðiskerfinu. Sem og í fyritækjum og stofnunum vegna fækkun veikindadaga.

Mislæg gatnamót aftur á móti hafa hingað til lengt leiðir hjólandi og gangandi, og stundum gert minni aðlaðandi.  Þá eru margir fræðimenn á því að mislæg gatnamót leiði til aukins akstur sem aftur leiði af sér aukins mengunar og færi umferðarteppurnar á annan stað frekar en að leysa vandamálið. 

Hins vegar virðist vera að lækkun umferðarhraða geti bætt flæði umferðar, aukið afköst gatnamóta og dregið úr mengun og ógnun sem gangandi, hjólandi og í raun við öll verðum fyrir og upplífum. 

 ( Ef einhver hefur áhuga á rannsóknina sem var efni RÚV-fréttarinnar, þá birtist hún hér, í British Medical Journal, eitt af virtustu  læknatímaritunum:   http://www.bmj.com/content/347/bmj.f5577  ) 
-ML


mbl.is Umferðarslys kosta milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjörningur og gjaldfrjáls skoðun reiðjhjóla á morgun við Hörpu

Á morgun, laugardag, málum við Listastíg með krít yfir Hörputorgið á Barnamenningarhátíð, til þess að varða örugga hjólaleið um torgið. Þetta er vonandi upphafið að alvöru úrbótum. Allir að mæta og kríta með okkur frá kl. 11 - 15. Ástandsskoðun Dr. Bæk og hjólaþrautabraut með umferðamerkjum.

(Frétt á Fésbókasíður Hjólafærni.  Hjólafærni er aðili að Landssamtökum hjólreiðamanna. )

(ML)

 


mbl.is Lúmskar slysagildrur á torgi Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkun tolla af reiðhjólum sjálfsögð

LHM fagnar þessum tillögum.

Innflutt reiðhjólÞað er sjálfsagt að fella niður tolla af reiðhjólum og fylgihlutum til samræmis við 0% tolla og vörugjöld af innflutningi á eyðslugrönnum bílum sem samþykktur var á Alþingi 2010 með lögum nr. 156/2010. Vörugjöld af eyðslugrönnum bílum er núna 0% og engir tollar af þeim.

LHM gerði umsögn um frumvarpið á sínum tíma og vakti athygli á þessu misræmi í tolllagningu á eyðslugrönnum bílum og reiðhjólum. Væntanlega er Alþingi nú að bregðast við því. 

Í umsögn LHM sagði m.a.:

LHM vekur athygli á því að reiðhjólið er án vafa sparneytnasta og vistvænsta ökutækið sem völ er á, losar minni gróðurhúsalofttegundir en nokkurt annað, brúkar að mestu innlenda orkugjafa (matvæli) auk þess að þurfa mun kostnaðarminni mannvirki en stærri ökutæki, hvort heldur sem talið er í ferkílómetrum vega eða bílastæða. Þá eru ótalin veruleg jákvæð áhrif notkunar þeirra á lýðheilsu. Því telja LHM það skjóta skökku við að skv. frumvarpinu muni ríkið skattleggja reiðhjólið meira en t.d. metanbifreiðar og aðrar bifreiðar sem losa allt að 80 g CO2/km og sambærilega sparneytna díselbifreiðar (10%.)

Tillaga LHM
LHM telja að 10% tollar á reiðhjól séu því í engu samræmi við það frumvarp sem hér er lagt fram, og hvetja efnahags- og skattanefnd til að fella samhliða úr tollskrá 10% toll af tollflokki 8712 um reiðhjól, sem og varahluti til þeirra. Væri slíkt í samræmi við þau markmið sem áður var vitnað til um samband skattlagningu og útblásturs ökutækja.

 Á heimasíðu LHM var fjallað um innflutning á reiðhjólum til ársins 2010 og kom þar fram að lækkun tekna ríkissjóðs af niðurfellingu tollana gæti numið um 30 til 40 milljónum króna á ári en sparnaður neytanda gæti orðið um 60 til 80 milljónum króna. Þá er ekki reiknað með vísitöluáhrifunum á lán og minni þörf fyrir dýrari ökutæki og eldsneyti.

Ríkið fær þessa upphæð sennilega margfalda tilbaka í betri lýðheilsu almennings. Þetta er góð ráðstöfun sem allir vinna á, ríkið, neytendur og almenningur.

 


mbl.is Ný lög munu lækka verð reiðhjóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innflutningur á reiðhjólum

Á heimasíðu Landssamtaka hjólreiðamanna LHM er umfjöllun um innflutning reiðhjóla s.l. 10 ár.Innflutt reiðhjól

Það verður að segjast eins og er að samanburðurinn við verð á bíla í þessari frétt er frekar óréttlátur. Hinsvegar sjást ekki forsendur samanburðarins nógu vel til að hægt sé að dæma um hvort hann sé réttur.

Það er vitað að verð á reiðhjólum og íhlutum í reiðhjól hefur hækkað almennt erlendis síðustu ár. Svo virðist líka að íslendingar kaupi almennt meira af vönduðum og dýrari reiðhjólum heldur en áður var.

Nú er meira hjólað og hjólin eru notuð í meira mæli sem farartæki heldur en leiktæki. Þetta kemur meðal annars fram í svari LHM við fyrirspurn Samtaka Evrópskra hjólreiðafélaga ECF, sem LHM er aðili að.

Svar LHM: http://www.lhm.is/lhm/skjol/619-bref-ecf-spurt-um-hjolreiear-a-islandi

Tafla í svari LHM: http://www.lhm.is/images/stories/vaktin/arnid/FylgiskjalHagstofan.pdf

Það virðist eins og hjólreiðar hafi u.þ.b. tvöfaldast á síðustu árum og höfuðborgarsvæðið og þá sérstaklega miðborg Reykjavíkur sé komin með álitlegt hlutfall ferða á reiðhjólum.

LHM hefur í nýlegri umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis óskað eftir því að tollar á reiðhjólum og varahlutum í þau verði felldur niður til samræmis við tolla og vörugjöld við innflutning á eyðslugrönnum bílum. Kostnaður ríkisins við það miðað við óbreyttan innflutning gæti verið á milli 30 og 40 milljónir króna á ári en sparnaður neytenda gæti numið um 60 til 80 milljónum króna, eftir því hvaða álagningarprósenta er reiknuð fyrir verslun. Það er ekki vitað til þess að fyrirætlanir séu hjá ríkinu um að fara að því.

Rikið virðist samkvæmt þessu telja það skynsamlegra að fella niður öll gjöld á "vistvæna" bíla heldur en á vistvænasta farartækinu, reiðhjólinu. "Vistfótspor" (ecological footprint) vistvæns bíls er um 1000 falt stærra heldur en "vistfótspor" reiðhjóls. Auk þess hefur reiðhjólið heilsufarsávinning í för með sér fyrir notandann, skapar ekki hættu í umferðinni fyrir aðra vegfarendur eins og bíll gerir, bætir umhverfið og tekur ekki sama pláss í borginni.


mbl.is 72% dýrara að kaupa reiðhjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannaflafrek framkvæmd: Fjölga boga til að læsa hjól við

Það liggur beinast við að sveitarfélögin setja mannafla og svo fé í að setja upp bogar til að læsa reiðhjól við.  Bogarnir græna sem Reykjavíkurborg hafa sett upp á fáeinum stöðum nær miðborgina, til dæmis við Skúlatún 2,  Borgartúnsmegin  eru dæmi um ágætis lausn.

Mér finnst meir en upplagt að tryggingafélög eða  lífeyrissjóðir fjármagni þessu.  Að vísu sé ég ekki fyrir mér að arður verði af þessu beint.  En Alþjóðaheilbrigðismálastofnun býður upp á reiknilíkön til að finna út hversu mikið hið opinbera spari með því að fjölga hjólreiðamönnum.  Svo hagkvæmt er þetta án vafa.

Það ætti sömuleiðis að styrkja íbúa til þess að koma sér upp aðstaða fyrir reiðhjólum.

Nóg er búið að styrkja bílaeigendur í egnum árin, og enn er verið að bjóða rafmagnsbíla ókeypis stæði.  Mun meiri ástæða er til þess að ýta undir hjólreiðar en notkun rafmagnsbíla. 

( Morten )


mbl.is Varað við reiðhjólaþjófnuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stofnfundur ( formlegur) í ráðhúsi Rvk kl. 20 í kvöld 17.sept

Sjá

http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-2597

http://visir.is/article/20080916/FRETTIR01/642877589/0/leit&SearchID=73330243613115

http://visir.is/article/20080819/LIFID01/181286402/0/leit&SearchID=73330243642756

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4416150

 

Eða vef þeirra 

http://billaus.is : 

Stofnfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, miðvikudaginn 17. september kl. 20:00.

Á stofnfundi verður kosið í stjórn, lög samþykkt og fyrirhuguð starfsemi kynnt. Hér með er auglýst eftir framboðum í fimm manna stjórn, þ.e. formann, ritara, gjaldkera og tvo meðstjórnendur og hvetjum við þá sem hafa áhuga að hafa samband við Sigrúnu (shl1 hjá hi.is).

Mjög mikilvægt er að áhugasamir fjölmenni á fundinn og sýni málefninu stuðning.

 


mbl.is Þúsund manns í bíllausan lífsstíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loks eitthvað gert með lagningu bíla á gangstétt, þó afar lítið sé

 

Lími þetta hratt inn frá vef borgarinnar :  

http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-39/351_read-11740/

 

10.07.2008

Ábendingar gegn bifreiðum á gangstéttum

„Barnavagninn minn á ekki að þurfa að fara út á götu,“ stendur á glaðlegum miða sem Bílastæðasjóður hefur látið gera. Ætlunin er að festa miðann á bifreiðar sem loka gangstéttum fyrir foreldrum með barnavagn og öðrum gangandi vegfarendum.

Ökumenn hafa undanfarin ár lagt æ fleiri svæði undir bifreiðar sínar í Reykjavík. Víða má sjá bifreiðum lagt upp á gangstéttar og grasflötum en það skapar hættu fyrir gangandi vegfarendur sem þurfa oft á tíðum að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Þessi umgengni bílstjóra hefur meðal annars skapað hættu fyrir börn.

Stöðuverðir Bílastæðasjóðs og lögregluþjónar geta lagt stöðubrotsgjald á bifreiðar sem standa ólöglegar en vandinn er það viðamikill að ákveðið var að gefa út miða með vinsamlegum ábendingum í nokkrum útgáfum. Einn miðinn segir til um að hér hafi barn ekki komist leiðar sinnar á gangstéttinni. Annar að bifreið hafi hindrað mann í hjólastól og á honum stendur: Áttu erfitt með gang? Við líka!

„Það er alveg bannað að leggja bifreið á gangastétt, bifreið er tálmi fyrir þá sem vilja ferðast með öðru móti um borgina,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. „Miðarnir okkar eiga að fræða ökumenn sem leggja uppi á gangstéttum um afleiðingar gjörða sinna.“

„Við viljum fá fleiri í lið með okkur til að berjast gegn slæmri umgengni á bílum í borginni. Æ oftar má sjá ófatlaða bílstjóra leggja í stæði fatlaðra og við þurfum að venja fólk af þessu ósið, “ segir Kolbrún

Hófleg dreifing verður á miðum Bílastæðasjóðs og gefst borgarstarfsmönnum fyrst í stað færi á að nota þá. „Við vonum að bílstjórar taki þessum ábendingum vel, læri af þessu, geymi miðana og noti þá síðar til að benda öðrum bílstjórum á betri hegðun,“ segir Kolbrún. Miðarnir eru ekki límmiðar og hafa umhverfismerkinguna Svanurinn.

Tenglar

Ábending Bílastæðasjóðs: Barnavagninn minn

~~~~~~~~~~~~~~

 

En af hverju ekki hækka sekti, og dreifa þessum miðum mun viðar  ?

Greinilega sést að hjólreiðamenn þó þeir séu með kerru með börnum er ekki ofarlega á lista borgarinnar í þessu sambandi. Einn ábindingin enn um að þeir sem geta og treysta sér til hjóla á götunum.. 

 

 (Morten)


Hætt við flest mislæg gatnamót

Það hlýtur að verða niðurstaðan ef hagkvæmni í samgöngum verði tekið alvarlega, eins og sagt er í fréttinni.  Hagkvæmni er lítils virði ef ekki er tekið mið af heildaráhrif til lengri tíma. 

Mislæg gatnamót ýta undir umferðaraukningu, og hraðaukningu, kosta mjög mikið í hönnun og byggingu, nota verðmætt land, rýra oftast aðgengi þeirra sem nota strætó, reiðhjól eða ganga. 

Umferðaraukningin ýtur undir aukningu í mengun,  og aukin umferð þýðir umferðartafir á háannatíma, en þegar þau afgreiða bilaumferðina vel, minnkar samkeppnishæfni heilbrigðra samgöngumáta. Heilbrigðar samgöngumátar er ekki bara umhverfisvænna og stuðla að lýðheilsu og bættan borgarbrag, heldur eru þeir arðbærir. 

(Morten)


mbl.is Kannaðir verði möguleikar á breyttri stofnanaskipan samgöngumála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsni gagnvart vistvænum samgöngum

Reykjavíkurborg hefur enn og aftur lítilsvirt Landssamtök hjólreiðamanna með því að svara ekki bréfum og vinna beinlínis gegn hagsmunum hjólreiðafólks. Það er eins og að Landssamtökin þurf að grípa til skæruhernaðar því það er greinilegt að ekki hægt að eiga eðlileg samskipti við starfslið umhverfis- og framkvæmdasvið Reykjavíkurbogar. Það er eins og þetta lið átti sig ekki á því að það er í vinnu hjá almenningi, ekki hjá bílaframleiðendum eða bílaumboðum.

Það sem fyllti mælinn nú var sú sýn sem blasti við mér við Miklubraut þar sem síðasta mögulega svæðið undir hjólreiðabraut var nú sett undir hljóðmön sem mun aðeins gera hjólreiðafólki erfiðara fyrir og útiloka endanlega þann möguleika að lögð verði aðgrein hjólreiðabraut meðfram Miklubraut, mikilvægustu samgönguæð borgarinnar.

Þetta sem og hin stríðin við RVK varð undirrituðum kveikja að bréfi til borgarstjóra sem hljóðar svo:

 

Sæll Ólafur.

Ég get ekki lengur orða bundist vegna vinnubragða borgarinnar í málefnum hjólreiðafólks. Núverandi borgarstjórn hefur ítrekað lofað úrbótum en það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að borgin ætli að framfylgja því. Hér koma aðeins tvö nýjustu dæmin.
Landssamtök Hjólreiðamanna http://hjol.org hafa reynt undanfarin ár að hafa vitrænt samstarf við Reykjavikurborg, en það er ekkert sem bendir til þess að hlustað séu á rök samtakanna þó þau séu unnin með faglegum hætti.

Nýjasta dæmið er lagning forgangsakreinar meðfram Miklubraut. http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2008/030608.htm Þar er nú búið að koma fyrir svo mörgum akreinum fyrir vélknúinn ökutæki að ekki er lengur pláss fyrir aðgreinda hjólreiðabraut. Í stað hjólreiðabrautar er nú byrjað að hlaða upp hljóðmön sem aðeins mun þrengja enn frekar að hjólandi og gangandi vegfarendum. Að auki mun yfirborðsvatn nú framvegis liggja enn fleiri daga á göngustígnum.

Landssamtökin hafa líka beðið borgina um að fjarlægja aðgreiningarlinu á göngustígum. http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2008/080108.htm og komið með mjög góð rök fyrir því að það verði gert.
http://www.islandia.is/lhm/greinasafn/2008/mbl130508.htm
Það er hins vegar ekkert sem bendir til þess að borgin ætli að fjarlægja þessar línur þó því hafi verið lofað.

Koma mætti með mörg önnur dæmi en ég læt hér staðar numið. Ég hvet þig sem borgarstjóra að taka nú á þessum málum því enginn af þínum undirmönnum á umhverfis- og framkvæmdasviði virðast ætla að framfylgja þeirri stefnu sem núverandi borgarstjórn hefur talað um í fjölmiðlum.

Kær kveðja, með von um góð viðbrögð.

Magnús Bergsson

 


Hjálm"laus" í áratugi án meiðsla

Í dag er frétt í bæði 24 stundum og í fréttablaðinu um stúlku sem datt á hjólið og slasaðist á andliti. Blöðin velta sér mikið upp meint gildi  hjálmsins, en velta alls  ekki upp úr hvernig megi lækka líkur á þannig slysum.   En það  má klárlega gera með þjálfun í Hjólafærni. Í hjólafærni lærist meðal annars að bremsa þannig að maður fari ekki yfir stýrið, að horfa  fram á veginn og meta aðstæður.  Ekki síst er manni sagt frá hættum sem leynast á gangstéttum og þess háttar. 

Ég hef ekki nægileg vitneskju um slýsið til að draga í efa gildi hjálmsins í þessu tilfelli,  hvað varðar þegar hjólið lenti á hana, og hún fékk högg á höfuðið. Það er mikið fagnaðarefni að ekki fór verr, og sennilega hefur hjálmurinn dugað vel í þessu tilfelli, gefið að slysið varð.  En ef hún hefði fengið þjálfun, ( eða mögulega ef staðurinn þar sem hún hjólaði hefði verið beturi hirt ) hefði slysið  sennilega  ekki orðið.   Ekkert kemur fram um tildrög slyssins, sem er dæmigert í fréttamennsku um slys á gangandi og hjólandi, ólíkt slysum á akandi. 

En þessar fréttir af hjólaslysuum, hvort sem er með eða án hjálms, með eða án höggs á höfuð, eru ævinlega  notaðar í áróðursskýni til að hræða fólki til þess að nota hjálma.  En  heildamyndin í þeirri umræðu fær nánast enga umfjöllun. Gerir ekki eins "góð" æsifréttamennska. 

Í fyrradag var mér bent á  samtal um  fjölgun hjólreiðamanna í Kanada, og áhyggjur sumra af því að hjálmum fjölgi ekki jafn mikið.  Einn viðmælandinn, Avery Burdett, segist hafa hjólað hjálmlaus í áratugi, og greinilega án þess að hafa hlotið alvarleg höfuðáverka.  Það sannar ekkert um gildi hjálma sem megináhersla yfir heilli þjóð í sjálfu sér, en það gerir fréttaflutningin um stúlkuna ekki heldur.  

Til þess að meta heildaráhrif, og finna rök fyrir áherslur í öryggismálum, eru góð og gagnrýnin vísindi og mat á heildarmynd vísindanna eina alvöru tólið sem við höfum.  

Sjá til dæmis yfirlit og umfjöllun um vísindin á cyclehelmets.org og en.wikipedia.org/wiki/Bicycle_helmets    Eins og með allar uppstrettur fróðleiks þarf að lesa Wikipedia með gagnrýnið auga. Hjálmagreinin þar er meðal greina í nokkurt uppléttirit sem er best studd rannsóknum, rökum og mótrökum frá ríkandi sjáonarmiðum í málinu sem um er fjallað.  (Hægt er að finna umfjöllun um hjálma á íslensku til dæmis með aðstoð google

Ef einhver hefur áhuga má hlusta á þættinum frá CBC með því að sækja mp3 skrá af heimasíðu hans Avery Burdett:

http://www.magma.ca/~ocbc/

(Morten  Lange)

2008-06-21 Orðalag breytt smávægis og nokkrar línur um þjálfun bættar við 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband