Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Hvað hefur lögreglan fyrir sér í þessu
17.10.2013 | 15:01
Er eru þau einhvern tímann að álýkta á annan veg ? Fer einhver einhvern tíman fram athugun á vísbendingum ? Er Er er þetta svolítið og með nýju fötin keisarans, að menn gera ráð fyrir eitthvað og þá sjá þeir það.
Ef einhver mundsi álýkta á annan veg, mundi hún þora að segja það að hjálmurinn hafi sennilega ekki skipt máli í þessu einu tilteknu tilviki ? Mundu blaðamenn þora eða velja að hafa það eftir þeim ?
Sennilega ekki. Hér er hætta á staðfestingarvillu, eða á ensku "confirmation bias".
Lesendur athugið að þar með er færsluritari ekki að fullyrða neitt um hvorki þetta tiltekna slys ( þar sem vantar algjörlega að skoða aðdraganda ákeyrslunnar ) né um gagnsemi hjálma. Hér eru um að ræða heimspekilegar og siðferðislegar vangaveltur tengd yrðingar lögreglu. Lögregla er jú opinber stofnun, og betra ef við getum treyst því að fullyrðingar þaðan byggja á góðum grunni. -ML
Munaði um hjálminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hætt við flest mislæg gatnamót
26.6.2008 | 17:27
Það hlýtur að verða niðurstaðan ef hagkvæmni í samgöngum verði tekið alvarlega, eins og sagt er í fréttinni. Hagkvæmni er lítils virði ef ekki er tekið mið af heildaráhrif til lengri tíma.
Mislæg gatnamót ýta undir umferðaraukningu, og hraðaukningu, kosta mjög mikið í hönnun og byggingu, nota verðmætt land, rýra oftast aðgengi þeirra sem nota strætó, reiðhjól eða ganga.
Umferðaraukningin ýtur undir aukningu í mengun, og aukin umferð þýðir umferðartafir á háannatíma, en þegar þau afgreiða bilaumferðina vel, minnkar samkeppnishæfni heilbrigðra samgöngumáta. Heilbrigðar samgöngumátar er ekki bara umhverfisvænna og stuðla að lýðheilsu og bættan borgarbrag, heldur eru þeir arðbærir.
(Morten)
Kannaðir verði möguleikar á breyttri stofnanaskipan samgöngumála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 28.6.2008 kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hjálm"laus" í áratugi án meiðsla
13.6.2008 | 10:24
Í dag er frétt í bæði 24 stundum og í fréttablaðinu um stúlku sem datt á hjólið og slasaðist á andliti. Blöðin velta sér mikið upp meint gildi hjálmsins, en velta alls ekki upp úr hvernig megi lækka líkur á þannig slysum. En það má klárlega gera með þjálfun í Hjólafærni. Í hjólafærni lærist meðal annars að bremsa þannig að maður fari ekki yfir stýrið, að horfa fram á veginn og meta aðstæður. Ekki síst er manni sagt frá hættum sem leynast á gangstéttum og þess háttar.
Ég hef ekki nægileg vitneskju um slýsið til að draga í efa gildi hjálmsins í þessu tilfelli, hvað varðar þegar hjólið lenti á hana, og hún fékk högg á höfuðið. Það er mikið fagnaðarefni að ekki fór verr, og sennilega hefur hjálmurinn dugað vel í þessu tilfelli, gefið að slysið varð. En ef hún hefði fengið þjálfun, ( eða mögulega ef staðurinn þar sem hún hjólaði hefði verið beturi hirt ) hefði slysið sennilega ekki orðið. Ekkert kemur fram um tildrög slyssins, sem er dæmigert í fréttamennsku um slys á gangandi og hjólandi, ólíkt slysum á akandi.
En þessar fréttir af hjólaslysuum, hvort sem er með eða án hjálms, með eða án höggs á höfuð, eru ævinlega notaðar í áróðursskýni til að hræða fólki til þess að nota hjálma. En heildamyndin í þeirri umræðu fær nánast enga umfjöllun. Gerir ekki eins "góð" æsifréttamennska.
Í fyrradag var mér bent á samtal um fjölgun hjólreiðamanna í Kanada, og áhyggjur sumra af því að hjálmum fjölgi ekki jafn mikið. Einn viðmælandinn, Avery Burdett, segist hafa hjólað hjálmlaus í áratugi, og greinilega án þess að hafa hlotið alvarleg höfuðáverka. Það sannar ekkert um gildi hjálma sem megináhersla yfir heilli þjóð í sjálfu sér, en það gerir fréttaflutningin um stúlkuna ekki heldur.
Til þess að meta heildaráhrif, og finna rök fyrir áherslur í öryggismálum, eru góð og gagnrýnin vísindi og mat á heildarmynd vísindanna eina alvöru tólið sem við höfum.
Sjá til dæmis yfirlit og umfjöllun um vísindin á cyclehelmets.org og en.wikipedia.org/wiki/Bicycle_helmets Eins og með allar uppstrettur fróðleiks þarf að lesa Wikipedia með gagnrýnið auga. Hjálmagreinin þar er meðal greina í nokkurt uppléttirit sem er best studd rannsóknum, rökum og mótrökum frá ríkandi sjáonarmiðum í málinu sem um er fjallað. (Hægt er að finna umfjöllun um hjálma á íslensku til dæmis með aðstoð google)
Ef einhver hefur áhuga má hlusta á þættinum frá CBC með því að sækja mp3 skrá af heimasíðu hans Avery Burdett:
(Morten Lange)
2008-06-21 Orðalag breytt smávægis og nokkrar línur um þjálfun bættar við
Vísindi og fræði | Breytt 21.6.2008 kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Skýrsla um umferðarfræðslu lofar að hlutatil góðu
13.6.2008 | 00:34
Í dag birtist frétt á vef samgönguráðuneytisins sem fyrirsögn :
Áfangaskýrsla um eflingu umferðarfræðslu í skólum
Það jákvæða sem ég sé (að fjallað sé um) eftir snögga yfirferð (Beinar tilvitnanir)
- Mikilvægt er að skólar stuðli að því að nemandinn sjái aðra valkosti sem samgöngumáta en einkabílinn og augljósa kosti þess að efla vistvænar samgöngur.
- Ein af ástæðum þessa er að með síauknum umferðarþunga á undanförnum árum hefur gangandi vegfarendum verið gert erfiðar fyrir að komast á milli staða. Þetta hefur leitt til þess að börn eru keyrð til og frá skóla í stað þess að þau gangi eða hjóli. Nú er markvisst unnið að því að breyta þessari þróun með átaki í eflingu vistvænna samgangna.
- Einn þáttur umferðarfræðslu í skólum er að benda á valkosti til að komast á milli staða.
Jafnrétti milli ólíkra samgöngumáta er krafa dagsins og því þarf að koma á framfæri við ungu kynslóðina í tengslum við umferðarfræðslu í skólum sem er kjörinn vettvangur til þess. - Í málefnum umferðarfræðslu barna er sérstaklega mikilvægt að fá fram sjónarmið þeirra sem málið varðar, þ.e. barnanna sjálfra.
Ekki svo jákvætt :
- Gamli hugsunarhátturinn situr mjög djúpt og þrátt fyrir það sem stendur hérna fyrir ofan er spurning hvort þessi góðu markmið ná að hafa áhrif á kennsluna svo einhverju nemi
- Sagt er að það ætti að endurnýja vefnum umferd.is og bent á erlenda vefi. Þar virðist í miklu mæli gamla viðhorfið ríkja : Umferðin er hættulegur, og börnin bera ábyrgð á að passa sér. (Victim blaming) Óbeint er verið að vinna með kröftugum hætti gegn markmiðin hér að ofan.
- Það eina sem er sagt um kúnnattu um hjólreiðar, talar um hjólið sem leiktæki, en ekki samgöngutæki, og gildir bara einum aldurshópi : " Þjálfast í notkun reiðhjóls sem leiktækis á leiksvæðum og stígum og kunna skil á umferðarreglum sem gilda um hjólandi vegfarendur" (Það er allt og sumt )
Nú er spurningin hvort fræði Hjólafærni ( Bikeability / Cyclecraft ) geti komið að hluta til bjargar. Fólkið sem satí nefndinni hefur haft of skamma tíma til að umturna þessu og þarfnast hjálp frá aðilum sem hafa þessum markmiðum "í bloði borin", og hafa reynslu og tengsl til sérfræðinga.
(Morten Lange)
Vísindi og fræði | Breytt 21.6.2008 kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekkert samráð við hjólasamtök : Hvar er lýðræðið ?
26.5.2008 | 10:03
Að málefni sem snýr að hjólreiðum kemst í umræðu í fjölmiðlum er mikið fagnaðarefni, og er greinin sem er tengd við þessa færslu gott innlegg í umræðuna.
Í greininni kemur fram að Landssamtök hjólreiðamanna hafa sent inn athugasemdir við umhverfismat og reynt með ýmsum hætti að hafa áhrif á stjórnvöld en að ekkert virðist hlustað í raun. Í þeim tilvikum sem eitthvað þokast í réttri átt er það ekki gert í neinu samráði við samtök notenda, né samtökin einusinni upplýst um áhrif breytinga né framhald. Það hefur varla gerst að opinber stofnun hafi svarað okkar skriflegum athugasemdum efnislega.
Eina dæmi sem ég man eftir í flýti, er jákvætt svar Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar við bréfi sem benti á reglnarugl og óvissa sem ríkir á göngustígum þar sem heildregin lína er máluð til að skipta útivistarstígum í 2m+1m breidd. Í svarbréfinu kom fram að í ljós hefði komið að rökin fyrir línuna var óljós og reyndar ekkert til skriflega um rökstuðninginn með 2+1 skipting.
Stutt um ástæða fyrir að kalla þetta útivistarstígar, en ekki hjólreiðabrautir eða samgöngustígar :
Þeir eru ekki hannaðir, virtir þegar farið er í framkvæmda, né haldnir við sem slíkir, auk þess sem skiltin sem til eru á fáum stöðum séu nánast gagnslaus og þau ekki heldur viðhaldin.
Það var mjög áhugavert að frétta af því að núna ku vera samstarfsnefnd að vinna að því að tengja sveitarfélögin saman á höfuðborgarsvæðinu. En það brýtur í bága við til dæmis Ríó-yfirlýsinguna um sjálfbæra þróun og öðrum samþykktum og tilmæli varðandi staðardagsskrá 21 að ekki sé haft samband við samtök hjólreiðamanna. Við hjá LHM skulum að sjálfsögðu reyna að leita nefndarmenn uppi og segja þeim frá því að við séum til, og höfum viðtæka þekkingu og ekki síst bakland með fagþekkingu í málinu.
( Morten )
Akvegirnir tvöfaldaðir en hvar eru hjólreiðastígarnir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilsuáhrif hjólreiða vegur enn þyngra
16.5.2008 | 14:29
Eins og sumir gestir hér vita þá eru vísindaskýrslur sem sýna að hjólreiðamenn lífa lengur og ölast heilbrigðari líf en þeir sem hjóla ekki til vinnu eða skóla. Dánarlíkur hjólreiðammanna var 30% lægri en annarra á 14 ára tímabili sem var rannsakað af Lars Bo Andersen og félagar.
Bandarískur vísindamaður áætlaði að ef stór hluti fólks mundi ná sér í 30 mínútna hreyfingu í formi samgangna, þá mundi heilsuávinningurinn, nema miljörðum dollara og duga til að endurnýja til dæmis gömul kolaver og þannig á endanum samtals minnka útblástur BNA af koltvísýringi um 38%
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur gefið út tól í formi Excel-skjals til að reikna út ( mjög , mjög hoflega) hversu mikið sparast miðað við að tiltekin fjöldi fólks taka upp hjólreiðar til samgangna :
http://www.euro.who.int/transport/policy/20070503_1
174 þúsund km hjólaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
MBL: Reiðhjólabyltingin er að breiðast út
18.4.2008 | 14:03
Við í LHM hvetjum alla til að lesa grein í Morgunblaðinu í dag sem ber fyrirsögnina :
Reiðhjólabyltingin er að breiðast út
Þar er fjallað um hvernig höfuðborgir og aðrar stórborgir vestur-Evrópu og norður Ameríku eru að veðja á reiðhjólið sem lausn vanda varðandi umferðarteppa og mengun.
Eins og hefur áður komið fram hér ákváðu borgaryfirvöld í París að setja 20.000 hjól sem má nota nánast ókeypis í stuttar ferðir, ef maður er með áskrift. Líka hægt að nota fyrir ferðamenn. París er stærsta og glæsilegasti dæmið um að borgir hafa trú á reiðhjólið sem lausn, og að fólk tekur við sér þegar skýrt er að ráðamönnum sé alvara og standa á bak við orðin.
Í París og í hinum borgunum ( London, Barcelona, Rennes, Osló, Stokkhólmur, Helsinki, Drammen ) sem eru að faðmast við reiðhjólið, eru sjálfvirku stöðvarnar um alla miðborgina með "ókeypis" reiðhjól ekki það eina sem er gert . Samhliða þessu er lagt í jákvæða herferð til að styrkja enn ímynd hjólreiða, og aðgengi hjólreiðamanna bætt. Þetta hangir allt saman. Og svo þarf reksturinn og viðhaldið að vera í lagi.
Ekkifrétt LHM : Heilbrigði og loftslagsbreytingar
10.4.2008 | 18:29
Heilbrigðisráðherra opnaði málstofu um heilbrigði og loftslagsbreytingar. Hann hélt góða ræðu, en gleymdi að tengja saman nokkur atriði sem hefðu átt að vera mjög svo augljós :
Eflingu hreyfingar með heilbrigðum samgöngum bæði stórefla heilsu, draga úr útgjöldum í heilbrigðiskerfinu og sjúkralaun og dregur úr mengun. Þar að auki hafa heilbrigðar samgöngur : hjólreiðar og ganga, sem dæmi og í samspili við almenningssamgöngur mjög jákvæð áhrif á efnahag fjölskyldna.
Þessi ræða ráðherrans virðist ekki hafa verið talin fréttnæm. Það er skrýtið, og óvænt. En hvernig ráðherrann sneiddi framhjá þessa augljósa tengingu, er þannig ekkifrettir sem við erum vön :-)
(Morten)
Lærum um öryggi frá breskum sérfræðingi
18.9.2007 | 16:21
Þessi umfjöllun mbl.is er til mikilla bóta miðað við margt annað sem maður hefur séð um tildrög slysa þar sem ekið er á hjólandi og akandi, því oft er nánast ekkert sagt um tildrög slysa. Við höfum ítrekað bent á það hér.
En þeir sem hafa áhuga á umferðaröryggi ættu að mæta til að hlýða á John Franklin sem heldur
fyrirlestar sem líður í Samgöngviku í boði Landssamtaka hjólreiðamanna og Pokasjóðs.
* Fyrirlestur Johns Franklin á föstudag ( á fræðilegri nótunum ) 15:30 , í borgarbókasafni, Tryggvagötu 15
* Fyrirlestur Johns Franklin á laugardag ( meira fyrir almenning) um kl 16 í Ráðhúsi Reykjavíkur.
John Franklin er höfundur bókarinnar Cyclecraft sem er viðurkennt af mikilsmetnum breskum aðilum sem kennslubók í umferðaröryggi hjólreiðamanna.
Frá Cyclecraft.co.uk :
Í kvöld, þriðjudaginn 18.september kl. 20 er fyrirlestur um hjólreiðar í skriftstofubygging ÍSÍ í Laugardalnum, en efni Juliane Neuss er "Bicycle ergonomics for all people".
Sjá frekari umfjöllun :
- http://www.rvk.is./samgonguvika
- http://islandia.is/lhm/frettir/2007/160907.htm
Við höldum að það væri mikils virði fyrir umferðaröryggi í heild sinni ef að lesendur sendið þetta áfram innan sinna raða, og að fólk mæti til að hlusta og ræða málin. Við höldum að allir geta lært eitthvað af þessu, varðandi almennt breiðari sýn. Hjólreiðamönnum eiga eftir að fjölga mikið á næstu árum og þá veitir ekki af að læra og ræða um þetta.
( Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna )
Fluttur á sjúkrahús eftir hjólaslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bensinverð og offita hanga saman : tvöfaldur ávinningur
13.9.2007 | 23:27
Það er í raun ansi sjálfsagt að fólk verða heilbrigðari þegar bensínverðið hækkar, ekki síst í bandaríkjunum en líka í flestum ríkum löndum. Og önnur bein og jákvæð áhrif af hækkandi bensínverð og minnkandi bensínneyslu er að sjálfsögðu líka að mengun minnkar.
En hagsmunir bílasala, olíufyrirtækja eru það sterk og hefur það mikill áhrif að svoleiðis upplýsingar fá allt of lítið vægi í umræðunni.
Her er tengill í Reuter-greininni um rannsókn Charles Courtemanche, og hér er krækja í ritgerðina
Reyndar er greinin ekki enn birt í "alvöru" vísindatímariti, að mér sýnist, þannig að það er spurning hvort hún hafi farið í gegnum jafninga-gagnrýni.
En hér er tengill í grein Paul Higgins , sem var birt í þannig tímariti. Hún segir að losun koltvísýrings mundi dragast verulega saman ef meirihluti Bandaríkjamanna mundu hreyfa sér 30 mínútur á dag með því að hjóla eða ganga í stað þess að aka bíl. Þetta er mikill einföldun en sýnir að heilbrigðar samgöngur geta skipt sköpum á marga vegu.
Þá má nefna skýrslu Sælensminde ( hér er útdráttargrein) sem bendir til þess að allir sem hjóla í og úr vinnu spara samfélaginu að minnstu kosti 300.000 ISK á ári, vegna fækkun veikindadaga og lægri tíðni margra sjúkdóma, bæði alvarlegir og ekki.
Lars Bo Andersen og samstarfsmenn hafa fundið, að þeir sem hjóla hafa 30% lægri líkur á að deyja á tímabilinu. Þetta er niðurstöður úr gögnum um 30.000 einstaklinga yfir 14 ár. Og þetta gildir líka um þá sem voru í annarskonar líkamsrækt, og bættist heilsa fólksins eftir sem það hjólaði meira. Sams konar niðurstöður hafa fengist frá svipuðum rannsóknum úr öðrum löndum.
Hér á landi er nýlega byrjað að kenna heilsuhagfræði og Lýðheilsu. Lýðheilsa er að hluta tengt við ramma samfélagsins. Nokkrir nemendur hafa þegar útskrifast frá þessum deildum.
Ég sagði tvöfaldur ávinningur, en listinn af ávinningum af heilbrigðum samgöngum er mjög langur, eins og við höfum vikið að áður.
(Morten)
Hækkandi bensínverð talið geta grennt Bandaríkjamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 14.9.2007 kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)