Færsluflokkur: Samgöngur
Rett áhersla, en Umferðarstofa talar ósatt um LHM
27.8.2010 | 14:42
Það er hárrétt áhersla í umferðaröryggismálum barna að passa upp á hraðakstri bíla. Hins vegar er það ekki rétt áhersla að tala íburðarfullt um reiðhjólahjálma, eins og Einar Magnús Magnússon hjá uMferðarstofu gerði í morgun. Og ekki batnar það þegar í þessu blandast dylgjur og osannindi um ónfangreinda aðila.
Málflutningur Einars var óheiðarleg og hjálpar ekki sameiginlegan málstað Umferðarstofu og Landssamtaka hjólreiðamanna um bætt umferðaöryggi. Eftir mjög góða grein í Morgunblaðinu nýlega þar sem viðtal var tekið við hann og formanni LHM, Árna Davíðsson, er þetta leitt að sjá.
( http://lhm.is/frettir-af-netinu/islenskt/536-hjolreieamenn-verea-ae-vera-synilegir )
I morgunútvarpi Rásar 2 í dag (27.ágúst 2010) var sem sagt fjallað um að færra börn nota hjálma við hjólreiðar núorðið.
Einar skellti skuldina á tískuna og ónafngreiða aðila sem hann sagði hefðu tala gegn hjálmanotkun. Hann átti greinilega við Landssamtök hjólreiðamanna og aðila innan fjallahjólaklúbbsins, og "auðvitað" gerði hann það með að skrumskæla málflutning þeirra.
Ég hringdi inn og einhver á fréttastofu skrifaði niður leiðrétting mína,
en þó 30 mín var eftir af þættinum, og líka upprifjun í lokin þá var er
ekki minnst á leiðréttinguna. ( Ég spurði hvort konan væri með
símanúmerinu hjá mér og hún las upp rétt númer. )
Ég sagði við fréttamanninn (vonandi var hún það) :
1. Einar hefur greinilega átt við Landssamtök hjólreiðamanna
2. LHM hefur ekki hvatt fólki til að hætta að nota hjálm, ólíkt því sem
hann sagði
3. LHM hefur bent á ýkjur í málflutningi Umferðarstofu og annarra hvað varðar hættu af hjólreiðum og gagnsemi hjálma.
4. Hún spyr hvort ekki sé gefið að einhver gagn sé af þeim, ég svarði að að þurfti heilan þátt til að fara inn á þá umræðu, ( Hefði átt að bæta við : umræða um virkni væri ekki punkturinn varðandi að leiðrétta orðum Einars)
5. LHM hefur reynt að ná tali af Rannsóknarnefnd umferðarslysa,
Slysavarnarráð og Umferðarstofu, en þeir hafa ekki viljað ræða málin við LHM, þrátt fyrir því að LHM sé að vísa í vísinda-gögn.
Vef LHM : www.LHM.is , Ein af nokkrum greinum um hjálma :
http://www.lhm.is/skyldunotkun-reiehjolahjalma
(Morten skrifaði)
Hraðabrot við grunnskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
www.hfr.is : komin að Búðardalsafleggjara
8.7.2009 | 11:04
Frá www.hfr.is :
Kl. 10:53
The Red Force (Hafsteinn og Pétur) og SHSHOHI (Hákon og Valgarður) eru komin að Búðardalsafleggjara norðan Bifrastar. Það er glampandi sól og léttur andvari.
Ekki er vitað um mínútur í næstu menn að sinni.
Hjólakappar komnir í Borgarnes | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannaflafrek framkvæmd: Fjölga boga til að læsa hjól við
2.7.2009 | 15:41
Það liggur beinast við að sveitarfélögin setja mannafla og svo fé í að setja upp bogar til að læsa reiðhjól við. Bogarnir græna sem Reykjavíkurborg hafa sett upp á fáeinum stöðum nær miðborgina, til dæmis við Skúlatún 2, Borgartúnsmegin eru dæmi um ágætis lausn.
Mér finnst meir en upplagt að tryggingafélög eða lífeyrissjóðir fjármagni þessu. Að vísu sé ég ekki fyrir mér að arður verði af þessu beint. En Alþjóðaheilbrigðismálastofnun býður upp á reiknilíkön til að finna út hversu mikið hið opinbera spari með því að fjölga hjólreiðamönnum. Svo hagkvæmt er þetta án vafa.
Það ætti sömuleiðis að styrkja íbúa til þess að koma sér upp aðstaða fyrir reiðhjólum.
Nóg er búið að styrkja bílaeigendur í egnum árin, og enn er verið að bjóða rafmagnsbíla ókeypis stæði. Mun meiri ástæða er til þess að ýta undir hjólreiðar en notkun rafmagnsbíla.
( Morten )
Varað við reiðhjólaþjófnuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fullt af hjólafréttum á heimasíðu LHM
14.1.2009 | 12:50
Það hefur lítið verið bætt við hér undanfarið, en á fréttavakt heimasíðu Landssamtakanna má sjá ymislegt áhugavert. Til dæmis :
5. jan 09 Bresk þingnefnd sammála málflutningi LHM í umferðarrráði
4. jan 09 Ekið á dreng á hjóli. Léleg hönnun á gatnamóti ? Umræða á bloggi tengd fréttina. |
27.des08. Reiðhjól af réttri hönnun eru meðal betri kosta til þróunaraðstoðar og líkn sem völ er á. |
26. nóv08. Verða reiðhjóla með rafmagns hjálparmótor jólagjöfin í ár? Nokkur hjól skoðuð og spáð í haghvæmnina. |
Stofnfundur ( formlegur) í ráðhúsi Rvk kl. 20 í kvöld 17.sept
17.9.2008 | 12:08
Sjá
http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-2597
http://visir.is/article/20080916/FRETTIR01/642877589/0/leit&SearchID=73330243613115
http://visir.is/article/20080819/LIFID01/181286402/0/leit&SearchID=73330243642756
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4416150
Eða vef þeirra
http://billaus.is :
Stofnfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, miðvikudaginn 17. september kl. 20:00.
Á stofnfundi verður kosið í stjórn, lög samþykkt og fyrirhuguð starfsemi kynnt. Hér með er auglýst eftir framboðum í fimm manna stjórn, þ.e. formann, ritara, gjaldkera og tvo meðstjórnendur og hvetjum við þá sem hafa áhuga að hafa samband við Sigrúnu (shl1 hjá hi.is).
Mjög mikilvægt er að áhugasamir fjölmenni á fundinn og sýni málefninu stuðning.
Þúsund manns í bíllausan lífsstíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loks eitthvað gert með lagningu bíla á gangstétt, þó afar lítið sé
10.7.2008 | 14:55
Lími þetta hratt inn frá vef borgarinnar :
http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-39/351_read-11740/
10.07.2008
Ábendingar gegn bifreiðum á gangstéttum
Barnavagninn minn á ekki að þurfa að fara út á götu, stendur á glaðlegum miða sem Bílastæðasjóður hefur látið gera. Ætlunin er að festa miðann á bifreiðar sem loka gangstéttum fyrir foreldrum með barnavagn og öðrum gangandi vegfarendum.
Ökumenn hafa undanfarin ár lagt æ fleiri svæði undir bifreiðar sínar í Reykjavík. Víða má sjá bifreiðum lagt upp á gangstéttar og grasflötum en það skapar hættu fyrir gangandi vegfarendur sem þurfa oft á tíðum að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Þessi umgengni bílstjóra hefur meðal annars skapað hættu fyrir börn.
Stöðuverðir Bílastæðasjóðs og lögregluþjónar geta lagt stöðubrotsgjald á bifreiðar sem standa ólöglegar en vandinn er það viðamikill að ákveðið var að gefa út miða með vinsamlegum ábendingum í nokkrum útgáfum. Einn miðinn segir til um að hér hafi barn ekki komist leiðar sinnar á gangstéttinni. Annar að bifreið hafi hindrað mann í hjólastól og á honum stendur: Áttu erfitt með gang? Við líka!
Það er alveg bannað að leggja bifreið á gangastétt, bifreið er tálmi fyrir þá sem vilja ferðast með öðru móti um borgina, segir Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Miðarnir okkar eiga að fræða ökumenn sem leggja uppi á gangstéttum um afleiðingar gjörða sinna.
Við viljum fá fleiri í lið með okkur til að berjast gegn slæmri umgengni á bílum í borginni. Æ oftar má sjá ófatlaða bílstjóra leggja í stæði fatlaðra og við þurfum að venja fólk af þessu ósið, segir Kolbrún
Hófleg dreifing verður á miðum Bílastæðasjóðs og gefst borgarstarfsmönnum fyrst í stað færi á að nota þá. Við vonum að bílstjórar taki þessum ábendingum vel, læri af þessu, geymi miðana og noti þá síðar til að benda öðrum bílstjórum á betri hegðun, segir Kolbrún. Miðarnir eru ekki límmiðar og hafa umhverfismerkinguna Svanurinn.
Tenglar
Ábending Bílastæðasjóðs: Barnavagninn minn
~~~~~~~~~~~~~~
En af hverju ekki hækka sekti, og dreifa þessum miðum mun viðar ?
Greinilega sést að hjólreiðamenn þó þeir séu með kerru með börnum er ekki ofarlega á lista borgarinnar í þessu sambandi. Einn ábindingin enn um að þeir sem geta og treysta sér til hjóla á götunum..
(Morten)
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hætt við flest mislæg gatnamót
26.6.2008 | 17:27
Það hlýtur að verða niðurstaðan ef hagkvæmni í samgöngum verði tekið alvarlega, eins og sagt er í fréttinni. Hagkvæmni er lítils virði ef ekki er tekið mið af heildaráhrif til lengri tíma.
Mislæg gatnamót ýta undir umferðaraukningu, og hraðaukningu, kosta mjög mikið í hönnun og byggingu, nota verðmætt land, rýra oftast aðgengi þeirra sem nota strætó, reiðhjól eða ganga.
Umferðaraukningin ýtur undir aukningu í mengun, og aukin umferð þýðir umferðartafir á háannatíma, en þegar þau afgreiða bilaumferðina vel, minnkar samkeppnishæfni heilbrigðra samgöngumáta. Heilbrigðar samgöngumátar er ekki bara umhverfisvænna og stuðla að lýðheilsu og bættan borgarbrag, heldur eru þeir arðbærir.
(Morten)
Kannaðir verði möguleikar á breyttri stofnanaskipan samgöngumála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt 28.6.2008 kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hjálm"laus" í áratugi án meiðsla
13.6.2008 | 10:24
Í dag er frétt í bæði 24 stundum og í fréttablaðinu um stúlku sem datt á hjólið og slasaðist á andliti. Blöðin velta sér mikið upp meint gildi hjálmsins, en velta alls ekki upp úr hvernig megi lækka líkur á þannig slysum. En það má klárlega gera með þjálfun í Hjólafærni. Í hjólafærni lærist meðal annars að bremsa þannig að maður fari ekki yfir stýrið, að horfa fram á veginn og meta aðstæður. Ekki síst er manni sagt frá hættum sem leynast á gangstéttum og þess háttar.
Ég hef ekki nægileg vitneskju um slýsið til að draga í efa gildi hjálmsins í þessu tilfelli, hvað varðar þegar hjólið lenti á hana, og hún fékk högg á höfuðið. Það er mikið fagnaðarefni að ekki fór verr, og sennilega hefur hjálmurinn dugað vel í þessu tilfelli, gefið að slysið varð. En ef hún hefði fengið þjálfun, ( eða mögulega ef staðurinn þar sem hún hjólaði hefði verið beturi hirt ) hefði slysið sennilega ekki orðið. Ekkert kemur fram um tildrög slyssins, sem er dæmigert í fréttamennsku um slys á gangandi og hjólandi, ólíkt slysum á akandi.
En þessar fréttir af hjólaslysuum, hvort sem er með eða án hjálms, með eða án höggs á höfuð, eru ævinlega notaðar í áróðursskýni til að hræða fólki til þess að nota hjálma. En heildamyndin í þeirri umræðu fær nánast enga umfjöllun. Gerir ekki eins "góð" æsifréttamennska.
Í fyrradag var mér bent á samtal um fjölgun hjólreiðamanna í Kanada, og áhyggjur sumra af því að hjálmum fjölgi ekki jafn mikið. Einn viðmælandinn, Avery Burdett, segist hafa hjólað hjálmlaus í áratugi, og greinilega án þess að hafa hlotið alvarleg höfuðáverka. Það sannar ekkert um gildi hjálma sem megináhersla yfir heilli þjóð í sjálfu sér, en það gerir fréttaflutningin um stúlkuna ekki heldur.
Til þess að meta heildaráhrif, og finna rök fyrir áherslur í öryggismálum, eru góð og gagnrýnin vísindi og mat á heildarmynd vísindanna eina alvöru tólið sem við höfum.
Sjá til dæmis yfirlit og umfjöllun um vísindin á cyclehelmets.org og en.wikipedia.org/wiki/Bicycle_helmets Eins og með allar uppstrettur fróðleiks þarf að lesa Wikipedia með gagnrýnið auga. Hjálmagreinin þar er meðal greina í nokkurt uppléttirit sem er best studd rannsóknum, rökum og mótrökum frá ríkandi sjáonarmiðum í málinu sem um er fjallað. (Hægt er að finna umfjöllun um hjálma á íslensku til dæmis með aðstoð google)
Ef einhver hefur áhuga má hlusta á þættinum frá CBC með því að sækja mp3 skrá af heimasíðu hans Avery Burdett:
(Morten Lange)
2008-06-21 Orðalag breytt smávægis og nokkrar línur um þjálfun bættar við
Samgöngur | Breytt 21.6.2008 kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Skýrsla um umferðarfræðslu lofar að hlutatil góðu
13.6.2008 | 00:34
Í dag birtist frétt á vef samgönguráðuneytisins sem fyrirsögn :
Áfangaskýrsla um eflingu umferðarfræðslu í skólum
Það jákvæða sem ég sé (að fjallað sé um) eftir snögga yfirferð (Beinar tilvitnanir)
- Mikilvægt er að skólar stuðli að því að nemandinn sjái aðra valkosti sem samgöngumáta en einkabílinn og augljósa kosti þess að efla vistvænar samgöngur.
- Ein af ástæðum þessa er að með síauknum umferðarþunga á undanförnum árum hefur gangandi vegfarendum verið gert erfiðar fyrir að komast á milli staða. Þetta hefur leitt til þess að börn eru keyrð til og frá skóla í stað þess að þau gangi eða hjóli. Nú er markvisst unnið að því að breyta þessari þróun með átaki í eflingu vistvænna samgangna.
- Einn þáttur umferðarfræðslu í skólum er að benda á valkosti til að komast á milli staða.
Jafnrétti milli ólíkra samgöngumáta er krafa dagsins og því þarf að koma á framfæri við ungu kynslóðina í tengslum við umferðarfræðslu í skólum sem er kjörinn vettvangur til þess. - Í málefnum umferðarfræðslu barna er sérstaklega mikilvægt að fá fram sjónarmið þeirra sem málið varðar, þ.e. barnanna sjálfra.
Ekki svo jákvætt :
- Gamli hugsunarhátturinn situr mjög djúpt og þrátt fyrir það sem stendur hérna fyrir ofan er spurning hvort þessi góðu markmið ná að hafa áhrif á kennsluna svo einhverju nemi
- Sagt er að það ætti að endurnýja vefnum umferd.is og bent á erlenda vefi. Þar virðist í miklu mæli gamla viðhorfið ríkja : Umferðin er hættulegur, og börnin bera ábyrgð á að passa sér. (Victim blaming) Óbeint er verið að vinna með kröftugum hætti gegn markmiðin hér að ofan.
- Það eina sem er sagt um kúnnattu um hjólreiðar, talar um hjólið sem leiktæki, en ekki samgöngutæki, og gildir bara einum aldurshópi : " Þjálfast í notkun reiðhjóls sem leiktækis á leiksvæðum og stígum og kunna skil á umferðarreglum sem gilda um hjólandi vegfarendur" (Það er allt og sumt )
Nú er spurningin hvort fræði Hjólafærni ( Bikeability / Cyclecraft ) geti komið að hluta til bjargar. Fólkið sem satí nefndinni hefur haft of skamma tíma til að umturna þessu og þarfnast hjálp frá aðilum sem hafa þessum markmiðum "í bloði borin", og hafa reynslu og tengsl til sérfræðinga.
(Morten Lange)
Samgöngur | Breytt 21.6.2008 kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekkert samráð við hjólasamtök : Hvar er lýðræðið ?
26.5.2008 | 10:03
Að málefni sem snýr að hjólreiðum kemst í umræðu í fjölmiðlum er mikið fagnaðarefni, og er greinin sem er tengd við þessa færslu gott innlegg í umræðuna.
Í greininni kemur fram að Landssamtök hjólreiðamanna hafa sent inn athugasemdir við umhverfismat og reynt með ýmsum hætti að hafa áhrif á stjórnvöld en að ekkert virðist hlustað í raun. Í þeim tilvikum sem eitthvað þokast í réttri átt er það ekki gert í neinu samráði við samtök notenda, né samtökin einusinni upplýst um áhrif breytinga né framhald. Það hefur varla gerst að opinber stofnun hafi svarað okkar skriflegum athugasemdum efnislega.
Eina dæmi sem ég man eftir í flýti, er jákvætt svar Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar við bréfi sem benti á reglnarugl og óvissa sem ríkir á göngustígum þar sem heildregin lína er máluð til að skipta útivistarstígum í 2m+1m breidd. Í svarbréfinu kom fram að í ljós hefði komið að rökin fyrir línuna var óljós og reyndar ekkert til skriflega um rökstuðninginn með 2+1 skipting.
Stutt um ástæða fyrir að kalla þetta útivistarstígar, en ekki hjólreiðabrautir eða samgöngustígar :
Þeir eru ekki hannaðir, virtir þegar farið er í framkvæmda, né haldnir við sem slíkir, auk þess sem skiltin sem til eru á fáum stöðum séu nánast gagnslaus og þau ekki heldur viðhaldin.
Það var mjög áhugavert að frétta af því að núna ku vera samstarfsnefnd að vinna að því að tengja sveitarfélögin saman á höfuðborgarsvæðinu. En það brýtur í bága við til dæmis Ríó-yfirlýsinguna um sjálfbæra þróun og öðrum samþykktum og tilmæli varðandi staðardagsskrá 21 að ekki sé haft samband við samtök hjólreiðamanna. Við hjá LHM skulum að sjálfsögðu reyna að leita nefndarmenn uppi og segja þeim frá því að við séum til, og höfum viðtæka þekkingu og ekki síst bakland með fagþekkingu í málinu.
( Morten )
Akvegirnir tvöfaldaðir en hvar eru hjólreiðastígarnir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |