Færsluflokkur: Íþróttir
www.hfr.is : komin að Búðardalsafleggjara
8.7.2009 | 11:04
Frá www.hfr.is :
Kl. 10:53
The Red Force (Hafsteinn og Pétur) og SHSHOHI (Hákon og Valgarður) eru komin að Búðardalsafleggjara norðan Bifrastar. Það er glampandi sól og léttur andvari.
Ekki er vitað um mínútur í næstu menn að sinni.
Hjólakappar komnir í Borgarnes | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsla Ingibjargar Rósu frá því í sumar
26.2.2008 | 13:59
Frá bloggi Ingibjargar Rósu. Ágætis athugasemdir líka við þessu. Farið inn á blogg hennar til að sjá þau.
Eigum við að tala um reiðhjólafólk?
Hvenær á að gera almennilega aðstöðu fyrir fólk á reiðhjólum? Maður er annað hvort að hjóla á götunum með hjartað í buxunum því tillitssemin er svo lítil, eða að þræða á milli gangandi vegfarenda á gangstéttunum, sem senda manni eflaust illt auga því auðvitað er ekkert grín að eiga á hættu að vera hjólaður niður þar sem maður er á gangi!
Að ég tali nú ekki um brotnar gangstéttir um allan bæ, háa kanta, fáránlega staðsetta staura og skilti, glerbrot út um allar trissur og hálfvitalegan reiðhjólastíginn efst á Laugaveginum...til hvers var hann settur þarna???
( Afritað hingað af Morten )
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjólreiðar í Samgönguviku 2007
12.9.2007 | 11:10
Hér er dagskrá Samgönguviku 2007, það er að segja fyrir Reykjavík og Hafnarfjörð.
Sveitarfélögin tvö standa að þessu, með Höfuðborgarstofu í broddi fylkingar. Landssamtök hjólreiðamanna hefur verið í samvinnu við þá um flest sem snýst um hjólreiðar.
Sérstök athygli er vakin á :
Þriðjudagur 18. september
20.00 Bicycle ergonomics for all people Reiðhjól má laga að öllum. Sérfræðingurinn Juliane Neuss fjallar um hönnun reiðhjóla í sal Ólympíu og íþróttasambands Íslands, Engjavegi 6. Fyrirlesturinn er á ensku.
Föstudagur 21. september
15.30 Paradoxes in cycling safety Mótsagnir í öryggi hjólreiðafólks. Fyrirlestur á Reykjavíkurtorgi, Borgarbókasafni í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. John Franklin fjallar um öryggi hjólreiðamanna, í boði Landssamtaka hjólreiðamanna. Fyrirlesturinn er á ensku. Pokasjóður styrkir komu Johns Franklin til Íslands.
Laugardagur 22. september
Tjarnarsprettur, hóphjólreiðar og þrautabraut
Hjólalestir leggja af stað til Nauthólsvíkur:
12.00 frá Hafnarborg í Hafnarfirði
12.45 frá Sjálandsskóla í Garðabæ
13.20 frá Gerðasafni í Kópavogi
13.00 frá Árbæjarsafni
13.00 frá Vesturbæjarlaug
13.45 Allir hjóla saman frá Nauthólsvík að Ráðhúsi Reykjavíkur
14.30 Tjarnarspretturinn ræstur við Vonarstræti. Farnir verða 15 hringir kringum Tjörnina
15.15 Gísli Marteinn Baldursson afhendir verðlaun í Tjarnarsprettinum í Ráðhúsi Reykjavíkur
1417 Þrautabraut fyrir unga hjólreiðamenn á öllum aldri á Austurvelli Málþing og myndir um hjólreiðar í Ráðhúsi Reykjavíkur
15.30 Stigið á sveif með sögunni. Óskar Dýrmundur Ólafsson fjallar um sögu hjólreiða á Íslandi.
16.00 Hjólað af öryggi á götum borgarinnar
Fyrirlestur Johns Franklin, bresks sérfræðings í öryggi hjólreiðamanna. Franklin, sem talar á ensku, mun einnig leiðbeina hjólreiðafólki í lokin.
Hjólasýning. Sýnd verða fjölbreytt hjól; keppnishjól, liggihjól, samanbrjótanleg hjól, fjölskylduhjól, gamalt íslenskt sendlahjól, o.fl. Ljósmyndir á flatskjá af hjólreiðafólki frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Korti af hjólaleiðum í Reykjavík verður dreift til gesta.
Íþróttir | Breytt 16.9.2007 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meiri áhersla á ábyrgð foreldra og ökumanna
20.8.2007 | 18:02
Mér sýnist leiðbeiningar Landsbjargar vera góðar, að mestu leyti. Manni saknar helst að bílstjórar séu upplýstir um hversu miklu meiri lífslíkur eru ef keyrt er á barn á 30 km hraða en á 50 km hraða. Og að sjálfsögðu minnka líkur á ákeyrslu líka eitthvað, því stöðvunarvegalengdin er styttri.
Þá hefði mátt leggja til að foreldrar labba með börnin, nú eða hjóla, ekki bara einu sinni, heldur daglega í viku eða álíka, amk. Með því að leggja sér svolítið fram og sýna góðu fordæmi, geta þeir haft enn frekari jákvæð áhrif. Bæði varðandi umferðaröryggi og holla daglega hreyfingu. Og hver veit, kannski lærir fullorðna fólkið eitthvað af því að ganga til skóla með börnin og sjá hvernig leiðin litur út á þeim tíma dags sem barnið gengur ( eða hjólar ) í skóla.
Hreyfingarleysi er miklu alvarlegra heilbrigðisvandamál á Íslandi í dag en umferðarslysin. Ef við göngum eða hjólum meira , og ferðum á bíl fækka á móti, hefur það margvísleg jákvæð áhrif á nærumhverfi og hnattrænt.
Leiðbeiningar um ferðir barna til og frá skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)