Forðumst slysin. Á reiðhjóli : hegðun + nagladekk

Það eru margir sem ekki þora að hjóla þegar frostið  gengur í garð, og það er sennilega gott að ekki óreyndustu hjólreiðamenn séu úti að hjóla í hálkunni. 

En með reynslu, varkarni, og gjarnan nagladekk, má hjóla allt árið, nema þegar snjórinn er illa ruddur.  Nagladekkin gefa ótrúlega gott gríp í hálku, en undir reiðhjól er engin vafi um að nagladekkin séu umhverfisvæn. Þungan og krafturinn sem snúa dekkin er miklu minni en á bílum. Þar að auki er það ( að  mati serfræðinga ) útblástur bíla sem sérstaklega gerir svifrykið slæmt, ekki steinefnarykið sem er meira grofkornað en sótið.

En hegðun og reynsla hjólreiðamanna er mikilvæg fyri öryggi þeirra.  Landssamtök hjólreiðamenna bauð í Samgönguviku bresk sérfræðing til landsins sem hefur skrifað kennslubók, viðurkennt af  opinberum aðilum um öryggi hjólreiðamanna. Hann hélt fyrirlestrar og stutt námskeið um hvernig maður hjólar á götu   "í sátt við aðra vegafarendur", eins og Svanhildur Hólm orðaði það. 

Í gærkvöld birtist  viðtal  við John Franklin og  myndbrot með dæmum á Stöð 2 , í Íslandi í dag :

Her er önnur útfærsla á krækjunni :

http://preview.tinyurl.com/22l6g2

 

Meginpúnktar hjá John og í National  Cycling standard / Bikeability á Bretlandi eru :

  • Vertu þar sem bílstjórar  vænta að sjá bíla, því þangað beina þeir athygli sína
  • Þetta þýðir að fyrir hjólreiðaman sem hefur náð grunntæknina, er oft hættuminna að hjóla á götunni en á gangstéttum, vegna þess að maður er þá mun sýnilegri bílstjórum í gatnamótunum. Það er jú í gatnamótunum, við innkeyrslur oþh  sem keyrt er á hjólreiðamenn 
  • Forðastu að vera þar sem bílstjórar geta erfiðlega séð þig, og sérstaklea við hliðina af stórum bílum sem hugsanlega geta beygt í veg fyrir þig
  • Notaðu alla akreinina í stuttan tíma þegar þú ert á stöðum þar sem það getur ognað öryggið þínu að bíl taki fram hjá eða beygi í veg fyrir þig
  • Vertu ekki síst kurteis og samvinufús í umferðinni.  Hleyptu bílum framúr strax og komið er fram hjá erfiðum köflum
  • Þegar umferð og hraði er mikill og stígar góðar og /eða  ekki stutt milli gatnamóta, geta stigar verið góður kostur
  • Það er í rauninni óþarfi að mikla fyrir sér hættur við hjólreiðar, því samgönguhjólreiðar eru ekki mjög hættulegar.  Þar að auki lífa hjólreiðamenn lengur en þeir sem hjóla ekki, þannig að hjólreiðar eru  miklu, miklu meiri heilsubætandi en því sem áhættan nemur.

European Cyclists' Federation, móðirsamtök Landssamtaka hjólreiðamanna,   leggur megináherslu  á kennsla í  öruggari og skilvirkari og hjólreiðar sem ein aðalleið til að bæta öryggi hjólreiðamanna, og annarra. 

( Morten Lange) 


mbl.is Umferðaóhöpp í hálkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband