Allir eru ( í alvöru) að efla hjólreiðar nema við ...
11.11.2007 | 00:38
Kíkið á þessa færslu á vef Fjallahjólaklúbbsins
Páll tók myndir í París 2002 og sýnir margar ágætar lausnir fyrir hjólreiðamenn þar í borg. Núna í 2007, með 15.000 leigureiðhjól á götunum þykir vist að hjólreiðamenn hafa enn meira vægi í umferðinni þar. Manni skilst að hjólreiðar á "einkareiðhjólum" hafa aukist að sömu skapi og með leiguhjólunum, hvatt til dáða af þessum jákvæða áherslu á auknigu hjólreiða.
París var gestgjafi fyrir hjóla-ráðstefnunni Velo-City árið 2003, og hlýtur ráðstefnan að hafa verið ákveðin lyftistöng fyrir hjólreiðar. Dæmin með Velib' hjólunum 20.000 og til dæmis TGV lestunum, sýna a Frakkar geta lyft grettistaki !
Takið eftir á myndunum frá París hvernig reiðhjól og strætó eru leyfðar / ætluð að samnýta forgangsakreinar. Tillaga um breytingu á umferðarlögum hérlendis munu banna hjólreiðar á öllum forgangsakreinum. Landssamtök hjólreiðamanna eru að vinna í að leiðrétta lagabreytinguna. Það þarf að banna bíla að nota forgangsakreinar strætó, en ökutækin reiðhjól, þurf að fá undanþágu, eins og í París, London, Osló, og viðar. Sums staðar hafa auk þess leigubílar og rafmagns- og metanbílar leyfi til að nota þær.
LHM eru með rökin með þessu og getum væntanlega svarið helstu rökin sem verða etv beitt með að banna hjólreiðar á forgangsakreinum. Nú er mál að ráðamenn hlusta og ræða málin.
(Morten)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.11.2007 kl. 15:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.