Færsluflokkur: Bloggar
Lækkun tolla af reiðhjólum sjálfsögð
21.12.2012 | 12:01
LHM fagnar þessum tillögum.
Það er sjálfsagt að fella niður tolla af reiðhjólum og fylgihlutum til samræmis við 0% tolla og vörugjöld af innflutningi á eyðslugrönnum bílum sem samþykktur var á Alþingi 2010 með lögum nr. 156/2010. Vörugjöld af eyðslugrönnum bílum er núna 0% og engir tollar af þeim.
LHM gerði umsögn um frumvarpið á sínum tíma og vakti athygli á þessu misræmi í tolllagningu á eyðslugrönnum bílum og reiðhjólum. Væntanlega er Alþingi nú að bregðast við því.
Í umsögn LHM sagði m.a.:
LHM vekur athygli á því að reiðhjólið er án vafa sparneytnasta og vistvænsta ökutækið sem völ er á, losar minni gróðurhúsalofttegundir en nokkurt annað, brúkar að mestu innlenda orkugjafa (matvæli) auk þess að þurfa mun kostnaðarminni mannvirki en stærri ökutæki, hvort heldur sem talið er í ferkílómetrum vega eða bílastæða. Þá eru ótalin veruleg jákvæð áhrif notkunar þeirra á lýðheilsu. Því telja LHM það skjóta skökku við að skv. frumvarpinu muni ríkið skattleggja reiðhjólið meira en t.d. metanbifreiðar og aðrar bifreiðar sem losa allt að 80 g CO2/km og sambærilega sparneytna díselbifreiðar (10%.)
Tillaga LHM
LHM telja að 10% tollar á reiðhjól séu því í engu samræmi við það frumvarp sem hér er lagt fram, og hvetja efnahags- og skattanefnd til að fella samhliða úr tollskrá 10% toll af tollflokki 8712 um reiðhjól, sem og varahluti til þeirra. Væri slíkt í samræmi við þau markmið sem áður var vitnað til um samband skattlagningu og útblásturs ökutækja.
Á heimasíðu LHM var fjallað um innflutning á reiðhjólum til ársins 2010 og kom þar fram að lækkun tekna ríkissjóðs af niðurfellingu tollana gæti numið um 30 til 40 milljónum króna á ári en sparnaður neytanda gæti orðið um 60 til 80 milljónum króna. Þá er ekki reiknað með vísitöluáhrifunum á lán og minni þörf fyrir dýrari ökutæki og eldsneyti.
Ríkið fær þessa upphæð sennilega margfalda tilbaka í betri lýðheilsu almennings. Þetta er góð ráðstöfun sem allir vinna á, ríkið, neytendur og almenningur.
Ný lög munu lækka verð reiðhjóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að leyfa hjólreiðar gegn einstefnu
20.7.2011 | 13:53
Það er eitt af stefnumálum Landssamtaka hjólreiðamanna LHM að leyfa hjólreiðar gegn einstefnu þar sem það er hægt. Í þeim löndum Evrópu þar sem mest er hjólað eru hjólreiðar leyfðar gegn einstefnu. Rætt hefur verið um slika breytingu í Svíþjóð og Noregi.
Oft er það gert með sér skiltum eins og sést á þessum myndum.
Þessi ráðstöfun bætir hreyfanleika hjólreiðafólks og eykur ferðahraða milli staða. Niðurstöður þýskrar rannsóknar sýnir að slysahætta er ekki meiri.
Þessar tilögur lögreglunnar sem vitnað er í eru ekki líklegar til að auka öryggi hjólreiðamanna.
Hjólreiðamenn eiga að hjóla með annarri umferð í suðurátt en á sérstakri rein í norðurátt. Ef settur er kantur þrengir svo að umferð hjólandi í suðurátt að öryggi þeirra yrði minna. Heilreinda línan hefur að hluta til þessi áhrif því óheimilt er skv. umferðarlögum að aka yfir slíka línu, sbr. myndina hér úr Mbl.is af Suðurgötu horft í norður. Afleiðingin er sú að vegur í suður virkar helst til of þröngur fyrir framúrakstur framúr hjólandi. Það er helsti gallinn við þessu útfærslu í Suðurgötunni fyrir utan að hún aðeins stuttur spotti og ekki hluti af samanhangandi leið.
Í raun væri best að hafa brotna línu milli hjólareinar í norðurátt og umferðar í suðurátt svo bílar geti auðveldlega tekið fram úr umferð hjólandi í suður. Þannig útfærsla er sýnd á þessari mynd.
Það virðist eins og lögreglan misskilji alveg þetta mannvirki og ekki er laust við að borgin viti ekki heldur almennilega hvað hún er að gera.
Það er óþarfi að finna upp hjólið hérna heima þegar lönd í Evrópu hafa þegar fundið lausnina og hjólreiðar eru þar margfaldar á við hér. Deilur milli lögreglu og borgar eru heldur ekki góð leið til að finna upp hjólið.
Væri ekki ráð að Lögreglan, Borgin og LHM myndu senda fulltrúa sína til Hollands að skoða hvernig sú þjóð sem hjólar mest í Evrópu hagar merkingum og hönnun fyrir reiðhjólaumferð?
Bann án viðurlaga á Suðurgötu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Innflutningur á reiðhjólum
20.7.2011 | 10:28
Á heimasíðu Landssamtaka hjólreiðamanna LHM er umfjöllun um innflutning reiðhjóla s.l. 10 ár.
Það verður að segjast eins og er að samanburðurinn við verð á bíla í þessari frétt er frekar óréttlátur. Hinsvegar sjást ekki forsendur samanburðarins nógu vel til að hægt sé að dæma um hvort hann sé réttur.
Það er vitað að verð á reiðhjólum og íhlutum í reiðhjól hefur hækkað almennt erlendis síðustu ár. Svo virðist líka að íslendingar kaupi almennt meira af vönduðum og dýrari reiðhjólum heldur en áður var.
Nú er meira hjólað og hjólin eru notuð í meira mæli sem farartæki heldur en leiktæki. Þetta kemur meðal annars fram í svari LHM við fyrirspurn Samtaka Evrópskra hjólreiðafélaga ECF, sem LHM er aðili að.
Svar LHM: http://www.lhm.is/lhm/skjol/619-bref-ecf-spurt-um-hjolreiear-a-islandi
Tafla í svari LHM: http://www.lhm.is/images/stories/vaktin/arnid/FylgiskjalHagstofan.pdf
Það virðist eins og hjólreiðar hafi u.þ.b. tvöfaldast á síðustu árum og höfuðborgarsvæðið og þá sérstaklega miðborg Reykjavíkur sé komin með álitlegt hlutfall ferða á reiðhjólum.
LHM hefur í nýlegri umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis óskað eftir því að tollar á reiðhjólum og varahlutum í þau verði felldur niður til samræmis við tolla og vörugjöld við innflutning á eyðslugrönnum bílum. Kostnaður ríkisins við það miðað við óbreyttan innflutning gæti verið á milli 30 og 40 milljónir króna á ári en sparnaður neytenda gæti numið um 60 til 80 milljónum króna, eftir því hvaða álagningarprósenta er reiknuð fyrir verslun. Það er ekki vitað til þess að fyrirætlanir séu hjá ríkinu um að fara að því.
Rikið virðist samkvæmt þessu telja það skynsamlegra að fella niður öll gjöld á "vistvæna" bíla heldur en á vistvænasta farartækinu, reiðhjólinu. "Vistfótspor" (ecological footprint) vistvæns bíls er um 1000 falt stærra heldur en "vistfótspor" reiðhjóls. Auk þess hefur reiðhjólið heilsufarsávinning í för með sér fyrir notandann, skapar ekki hættu í umferðinni fyrir aðra vegfarendur eins og bíll gerir, bætir umhverfið og tekur ekki sama pláss í borginni.
72% dýrara að kaupa reiðhjól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fullt af hjólafréttum á heimasíðu LHM
14.1.2009 | 12:50
Það hefur lítið verið bætt við hér undanfarið, en á fréttavakt heimasíðu Landssamtakanna má sjá ymislegt áhugavert. Til dæmis :
5. jan 09 Bresk þingnefnd sammála málflutningi LHM í umferðarrráði
4. jan 09 Ekið á dreng á hjóli. Léleg hönnun á gatnamóti ? Umræða á bloggi tengd fréttina. |
27.des08. Reiðhjól af réttri hönnun eru meðal betri kosta til þróunaraðstoðar og líkn sem völ er á. |
26. nóv08. Verða reiðhjóla með rafmagns hjálparmótor jólagjöfin í ár? Nokkur hjól skoðuð og spáð í haghvæmnina. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stofnfundur ( formlegur) í ráðhúsi Rvk kl. 20 í kvöld 17.sept
17.9.2008 | 12:08
Sjá
http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-2597
http://visir.is/article/20080916/FRETTIR01/642877589/0/leit&SearchID=73330243613115
http://visir.is/article/20080819/LIFID01/181286402/0/leit&SearchID=73330243642756
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4416150
Eða vef þeirra
http://billaus.is :
Stofnfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, miðvikudaginn 17. september kl. 20:00.
Á stofnfundi verður kosið í stjórn, lög samþykkt og fyrirhuguð starfsemi kynnt. Hér með er auglýst eftir framboðum í fimm manna stjórn, þ.e. formann, ritara, gjaldkera og tvo meðstjórnendur og hvetjum við þá sem hafa áhuga að hafa samband við Sigrúnu (shl1 hjá hi.is).
Mjög mikilvægt er að áhugasamir fjölmenni á fundinn og sýni málefninu stuðning.
Þúsund manns í bíllausan lífsstíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsla Ingibjargar Rósu frá því í sumar
26.2.2008 | 13:59
Frá bloggi Ingibjargar Rósu. Ágætis athugasemdir líka við þessu. Farið inn á blogg hennar til að sjá þau.
Eigum við að tala um reiðhjólafólk?
Hvenær á að gera almennilega aðstöðu fyrir fólk á reiðhjólum? Maður er annað hvort að hjóla á götunum með hjartað í buxunum því tillitssemin er svo lítil, eða að þræða á milli gangandi vegfarenda á gangstéttunum, sem senda manni eflaust illt auga því auðvitað er ekkert grín að eiga á hættu að vera hjólaður niður þar sem maður er á gangi!
Að ég tali nú ekki um brotnar gangstéttir um allan bæ, háa kanta, fáránlega staðsetta staura og skilti, glerbrot út um allar trissur og hálfvitalegan reiðhjólastíginn efst á Laugaveginum...til hvers var hann settur þarna???
( Afritað hingað af Morten )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Engar upplýsingar um hjólreiðaslys til
22.7.2007 | 14:14
Einkennilegt að ekkert sé sagt né velt vöngum yfir hraða bílsins, og hjólreiðamannsins, sýnileiki hjólreiðamannsins og bíls, tildrög slyssins, né hvort ökumaður (og etv hjólreiðamaður ef hann hefur heilsu til þess) hafa verið yfirheyrðir.
LHM reyndi að finna út meira um slýsið, líðan reiðhjólamannsins, tildrög slyssins og hvernær má hafa samband við lögreglu til að fá frekari upplýsingar. Fengjum samband viðlæknir á vakt og hann benti á að hringja lögregluna.
En ef maður viti ekki hver átti í hlut og þekki, eða helst er nákominn fólkinu sem voru í árekstrinum, fær maður ekkert að vita. Ekki heldur var hægt að gefa hjólreiðamanninum eða aðstandendur tækifæri til að hafa samband við Landssamtök hjólreiðamanna eða neinn aðili sem óskar eftir frekari fregnir. Engin möguleiki, hvorki núna né seinna á að finna út um tildrög slyssins eða hvort þau hafa verið rannsökuð eins og ber. Löggan benti á að allt sem var látið uppi, hefðu fréttamiðlar fengið að vita, og það væri eina leiðin til að fá að vita eitthvað. Okkur var reyndar tjáð að málið sé í rannsókn. Það þykir samt ansi ólíklegt að frekari fregnir berast af þessu í fréttum. Er ekki pottur brotinn hér ? Er í alvörunni enginn leið til að fá að vita hverju rannsóknin leiðir í ljós ?
Rannsóknarnefnd umferðarslysa mun ekki skoða málið, vegna þess að ekki var um dauðaslys að ræða. Ekki það að neinn sérstök þörf sé fyrir að Landssamtök hjólreiðamanna skoði eitt tiltekið slys, en við fáum ekki heldur að vita neitt um heildina. Enginn tölfræði sem gagnist virðist vera til, eða amk. ekki aðgengilegur Landssamtaka hjólreiðamanna sem hagsmunasamtök.
Það besta sem við getum gert hjá LHM er sennilega að reyna að láta vita að LHM hafi áhuga á að fá fregnir af tildrögum slys og liðan hjóreiðamanns þegar ekið er á hjólreiðamann og töluverð meiðsl hljótist af. Vonandi hafa sumir sem eru með þannig upplýsingar samband.
Ekið á reiðhjólamann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Eitt leiguhjól á 100 íbúa í París !
16.6.2007 | 09:35
Fann blogg áðann sem tekur saman tölur um leigureiðhjól. Bæti svo vid nokkrrar krækjur í vidbót :
http://statastic.com/2007/05/18/french-revolution/
Ef enginn annar gerir það ætla ég að setja inn smá efni inn á þessa vefsíðu :
http://www.confabb.com/conferences/17196/details
ECF hefði mátt segja meira frá því sem gerðist á Velo-City ráðstefnini á vefsíðu sinni, en hér kemur þó ágætis myndefni :
Þetta gerðist að hluta á Veló-City :
~~~~
2007-07-30 : Úps þetta átti að vera 1 hjól á 100 íbúa ekki 1000. ( 9,6 á 1000 íbúa ). Drammen í Noregi og Kaupmannhöfn eru með um 4 reiðhjól á 1000 íbúa. (Sjá statastic.com krækjunni )
Bloggar | Breytt 30.7.2007 kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
London, París, Kaupmannahöfn og Brussel
15.6.2007 | 00:52
Hvað hafa borgir eins og London, París, Kaupmannahöfn, Brussel sameiginlegt ?
Jú það er rétt, þetta eru borgir þar sem stjórnmálamenn vilja fyrir alvöru gera hjólreiðar hærra undir höfði. Að minnstu kosti var það innihald fyrirlestra á Velo-City.
Hér ætla ég að fjalla um Lundúnarborg.Opinber stefna Lundúna var að auka hjólreiða um 80% Lundunum fyrir 2010 miðað við 2000, en þegar í 2006 var kominn aukning upp á 88%. ( Tölur eftir minni )
Þeir reikna með að þetta hafi komið til vegna þess að hvatt hefur verið til hjólreiða, dýrari varð að komast inn í innra Lundunna á einkabíl. Þá er búið að endurbæta götur með hjólreiðar í huga. Akreinar fyrir reiðhjól ( hjólareinar ), betri lausnir fyrir hjólreiðamenn í gatnamótum ofl.
Nú er vilji til að gera enn betur. Ein ástæða er að menn hafa séð að það sé raunhæft að auka hlut hjólreiða svo um munar. Í öðru lagi sjá menn sterk merki um að róttækar aðgerðir séu þörf til þess að a) skera niður losun gróðurhúsategunda og b) leysa stóra vandamálið með ferðir fólks þéttri borg, á komandi árum, er að aukning hjólreiða með 400% sé nauðsýnleg og að hjólreiðar flytji jafn marga og neðanjarðalestarkerfið geri núna.
Ráðstefnugestir heyrðu líka hvernig stjórmálamenn í borgunum París, Kaupmannahöfn og Brussel virkilega taka hjólreiðar sem lausn á vandamálum með heilsu, umferðarteppum og hnattrænn hlýnun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kominn til Velo-City 2007
11.6.2007 | 22:26
Kominn til München og hef þegar hjólað um 30 mínútur í borginni (Hótelið - Gasteig / tónlistarhúsið / ráðstefnuhúsið - Hótelið). Hér í miðborginni eru á mörgum götum annaðhvort hjólarein í götustæði eða uppbyggð hjólabraut við hliðina à gangbrautinni. þessar mismunandi lausnir eru saumaðar vel saman, með svipuðum hætti og gert er í Lönguhlið norður af Miklubraut ( nema að þar er ekki hjólabraut, heldur gangstétt ). Sums staðar eru hjólareinar merktar með rauðu malbiki, kannski sérstaklega í gatnamótum. Yfirleitt þar sem eru hjólareinar er líka merkt hjólabraut þvert og beint yfir gatnamótum.
Bílstjórar virðast taka tillit, meira að segja biða eftir manni þegar þeir ætla sér að beygja til hægri, líkt og í Kaupmannhöfn, í stað þess að svína fyrir mann.
Hér er nokkuð mikið af fólki að hjóla, og mér sýnist fleiri hjóla hér en í miðbæ Óslóar, en þar er kominn mikil aukning nýlega. Óslóarhjólin sem kosta 70 NOK ( um 700 ISK ) á ári og má sækja og setja frá sér á 50 stöðum nálægt miðborginni hefur mögulega haft eitthvað smá að segja. Þegar ég ætlaði að fá mér kort í gær var mér sagt að verið var að prenta fleiri.. Óslóarhjólin eru ansi vinsæl, en það skýrir samt ekki nema brot af aukningunni undafarin ár. Hitti formann Syklistenes Landsforening í dag, og hann vildi meina að mikil aukning hjólreiða hefði orðið í Osló eftir páska, mögulega vegna veðráttu, kannski vegna einhvers "í loftinu".
Fór að rita mig inn áðan. Ágætt að lenda ekki í biðröðinni þegar 900 þátttakendur ætla að innrita sig/ fá ráðstefnugögn. Á ráðstefnusvæðinu hitti ég fólk sem ég hef hitt áður, m.a. forseta ECF (European Cyclists' Federation), maður ECF í Brüssel, einn af gestgjöfum við aðalfund ECF í Litháen í fyrra, og aðalkonan í hjólreiðavinnu norsku vegagerðarinnar.
Fór þangað fyrst og fremst því ég hélt að ég yrði að hengja upp veggspjöldin mín um helstu rökin sem eru notuð í hjálmaumræðunni í dag, en mjög fáir með veggspjöld voru á svæðinu. Fyrirtæki og stofananir voru hinsvegar að setja upp sitt. Shimano, aðilar með hjólateljara, hjólageymslu/stæðis lausnir, nokkrir opinberir aðilar, eins og þýska ríkið og Trier háskólinn, norska vegagerðin, borgin Cambridge og fleiri voru að setja upp sýningu.
Fyrir utan höllinna voru sæg af lánshjólum handa ráðstefnugestum ( ég giska á 400 hjól, kannski fleiri ). Þau eru fulldempuð og innihalda að mér skilst fjarskiptabúnað þannig að hægt sé að halda utanum hvar hjólin eru ofl. Lausnin, sem Þjóðverjar virðist stoltir af, kalla þeir Call-a-bike (callabike.de ). Lestarfyrirtækið Deutsche Bahn gefur ráðstefnugestum aðgang að þessum hjólum án kostnaðar )
Mér list vel á hvernig er haldið utanum þessa ráðstefnu, bara synd að þetta standi "einungis" í 3,5 dag, því svo mikið er í gangi í einu að maður missir af miklu. En ég vissi það svo sem. Stóru vonbrigðin voru að hér sé ekkert internet á hótelinu, ólíkt því sem auglýst var. Ég verð að kvarta. Og engir möguleikar á sanngjörnu verði, að manni finnst.
Reyndar er í boði lausn hér á 5 /klst, en þá þarf að setja upp sér hugbúnað á sinni tölvu og nota sér USB-kubb ( með loftneti ?) frá þeim.Og svo má fara á næsta hótel á netkaffi..
Jæja, nóg í bili, ég ætla að kíkja á dagsskránna og reyna að velja 2 af 16 þemum sem verða á boðstólum eftir hádegi á morgun.
Mig langar til dæmis bæði að heyra um hvað stefni hjólreiðum í Kína í hættu, um hvernig Kaupmannahöfn vinnur að því að gera það þægilegra að hjóla þar í bæ, og hvernig menn hafa unnið með að sannfæra stjórnmálamenn um nauðsýn þess að jafna samkeppnisstöðu hjólreiða og bílanotkunar (bicycle advocacy), m.a. með því að vitna í heilsuávinning hjólreiða.
Í næstu lotu verð ég hreinlega að hlaupa eitthvað á milli. Þarf að minnsta kosti að hitta menn sem vinna með bæði "Cyclist training", "Cycling and Public Transport" og "Eurovelo Routes".
Það má lesa samantekt efnis í ráðstefnugögnum sem eru aðgengileg á www.velo-city2007.com
Fyrir hádegi fáum við meðal annars að hlýða á 3 stjórnmálamenn og 2 ráðuneytisstjóra úr samgönguráðuneytum Tékklands, Ungverjalands, Noregs, Þýskalands og Sviss.
Bloggar | Breytt 12.6.2007 kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)