Bílaást borgarstjórnar

Fyrst vill ég minna fjölmiðlamenn á að það er ekkert til sem heitir "visthæfur" bíll eða "grænn" bíl. Bílar geta aðeins verið mismunandi sparneytnir á eldsneyti.

Það er greinilegt að Bílgreinasambandið hefur mikil tök á borgarstjórn. Allt snýst um bíla eins og tíð R-listans. Það þarf vonandi ekki að minna Gísli Martein á að hann hefur oftsinnis talað um að bæta aðgengi ALLRA vegfarenda í umferðinni þ.á.m. hjólandi. Það bólar hinsvegar ekkert á því enn. Menn eru ekki einu sinni farnir að ræða stefnumótun slíkrar samgöngubyltingar. Þessi umbun til handa bíleigendum bætir ekki aðstöðu hjólreiðafólks. Ég vill minna á að í sumar hafa verið nokkur alvarleg slys á hjólreiðafólki. Átti aðstöðuleysi þar stærstan þátt í að svo fór.

Ef borgin ætlar að sýna gott fordæmi þá þurfa bíleigendur ekki meiri hvatningu til bílanotkunar. Ef borgin vill gera borgina vistvænni þá þarf að fá bíleigendur út úr bílunum og bjóða þeim upp á raunverulega vistvæna, umhverfisvæna og heilsubætandi valkosti. Um leið má losna við umferða-og bílastæðavandan samtímis því að spara umtalsvert fjármagn og landflæmi sem annars færi í víðáttumikil bílamannvirki.

Ég hef enn trú á því að Gísli Marteinn sé heill þegar hann talar um að bæta samgöngur ALLRA en það verður þá að gerast á þessu kjörtímabili. Það á enn eftir að vinna að stefnumótun hjólreiða til samgangna eins og nær allar nágrannaþjóðir okkar hafa fyrir löngu gert.  Má þar nefna t.d. Cycling in Holland gerða af  Hollenska hjólaráðinu og Idékatalog for Cykeltrafik gerða af Danska samgönguráðuneytinu.

Þá hefur Kaupmannahafnarborg gert myndband um stefnumótun sína til að auka hjólreiðar.  Í þeirri borg hafa menn losnað við margan vandann með því einu að bjóða upp á annað en bara einkabílasamgöngur.

Ef  eitthvað á að bæta hörmulegt ástand "visthæfra" samgangna í Reykjavík þá verður að HEFJAST HANDA NÚ ÞEGAR OG MÓTA STEFNU HJÓLREIÐA TIL SAMGANGNA í samstarfi við Samband íslenskra sveitafélaga, Samgönguráðuneytið, Samtök sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu og LANDSSAMTÖK HJÓLREIÐAMANNA

Magnús Bergsson mberg.blog.is


mbl.is Ókeypis í stæði fyrir visthæfa bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband