Ekkert samráð við hjólasamtök : Hvar er lýðræðið ?

Að málefni sem snýr að hjólreiðum kemst í umræðu í fjölmiðlum er mikið fagnaðarefni, og er greinin sem er tengd við þessa færslu gott innlegg í umræðuna.

Í greininni kemur fram að Landssamtök hjólreiðamanna hafa sent inn athugasemdir við umhverfismat og reynt með ýmsum hætti að hafa áhrif á stjórnvöld en að ekkert virðist hlustað í raun.  Í þeim tilvikum sem eitthvað þokast í réttri átt er það ekki gert í neinu samráði við samtök notenda, né samtökin einusinni upplýst um áhrif  breytinga né framhald.  Það hefur varla gerst að opinber stofnun hafi svarað okkar skriflegum athugasemdum efnislega. 

Eina dæmi sem ég man eftir í flýti,  er  jákvætt svar Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar við bréfi sem benti á reglnarugl og óvissa sem ríkir á göngustígum þar sem heildregin lína er máluð til að skipta útivistarstígum   í 2m+1m breidd.  Í svarbréfinu kom fram að í ljós hefði komið að rökin fyrir línuna var óljós og reyndar ekkert til skriflega um rökstuðninginn með 2+1  skipting.  

Stutt um ástæða fyrir að kalla þetta útivistarstígar, en ekki hjólreiðabrautir eða samgöngustígar :
Þeir eru ekki hannaðir, virtir þegar farið er í framkvæmda,  né haldnir við sem slíkir, auk þess sem skiltin sem til eru á fáum stöðum séu nánast gagnslaus og þau ekki heldur viðhaldin.

Það var mjög áhugavert að frétta af því að núna ku vera samstarfsnefnd að vinna að því að tengja sveitarfélögin saman á höfuðborgarsvæðinu.  En það brýtur í bága við til dæmis Ríó-yfirlýsinguna um sjálfbæra þróun og öðrum samþykktum og tilmæli varðandi staðardagsskrá 21 að ekki sé haft samband við samtök hjólreiðamanna.  Við hjá LHM skulum að sjálfsögðu reyna að leita nefndarmenn uppi og segja þeim frá því að við séum til, og höfum viðtæka þekkingu og ekki síst bakland með fagþekkingu í málinu. 

( Morten ) 


mbl.is Akvegirnir tvöfaldaðir en hvar eru hjólreiðastígarnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilsuáhrif hjólreiða vegur enn þyngra

Eins og sumir gestir hér vita þá eru vísindaskýrslur sem sýna að hjólreiðamenn lífa lengur og ölast heilbrigðari líf en þeir sem hjóla ekki til vinnu eða skóla.  Dánarlíkur hjólreiðammanna var 30% lægri en annarra á 14 ára tímabili sem var rannsakað af Lars Bo Andersen og félagar.

Bandarískur vísindamaður áætlaði að ef stór hluti fólks mundi ná sér í 30 mínútna hreyfingu í formi samgangna, þá mundi heilsuávinningurinn,  nema miljörðum dollara og duga til að endurnýja til dæmis gömul kolaver og þannig á endanum samtals minnka útblástur BNA  af koltvísýringi um 38% 

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin  hefur gefið út tól í formi Excel-skjals til að reikna út ( mjög , mjög hoflega) hversu mikið sparast miðað við að tiltekin fjöldi fólks taka  upp hjólreiðar til samgangna :

http://www.euro.who.int/transport/policy/20070503_1


mbl.is 174 þúsund km hjólaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólreiðabraut eftir Ægisíðu ágætis byrjun

Næstu skref ætti að til dæmis að vera að gera ráð fyrir hjólandi  yfir  öll gatanamót eftir Miklubraut, demba sér í viðhald á stígnum, leggja hjólreiðabraut eftir Reykjanesbraut frá Vogahverfis/Sund framhjá Mjódd  til Hafnarfjarðar, og eftir  Vesturlandsveg frá Höfða  til Esjurótar. Já og hjólreiðabraut meðfram Sæbraut, og klára dæmið eftir Fossvog og Fossvogsdal eins og sagt er frá í fréttinni.  Mundi  samtals kosta brotabrot af  einfaldasti gerð af mislægu gatnamóti og gefa miklu meiri arð til samfélagsins  en hvaða vegaframkvæmd sem í boði er, eins og skýrslur frá Institute of Transport Economics í Osló sýna fram á.

En áður en svo langt er komið má hreinlega segja bílstjórum frá því að það má hjóla á götunum.  Góð leið til þess sem hefur reynst vel erlendis, er að mála hjólavísa á götunni.  Sem sagt stór mynd af hjóli og "örvaþak"  ( "chevron" )   yfir.  Það má byrja á umferðarminna götum og/eða þar sem umferð er hæg, sem Langhóltsveg, Suðurgata, eftir Lækjargötu  og þess háttar.

Þetta er aðeins nánari kynnt í nýjasta  tölublaði Hjólhestsins.  Það má líka spyrja Google.

(Morten) 


mbl.is Sérstakur stígur fyrir hjólreiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólafærni - að hjóla af öryggi í umferðinni

Landssamtök hjólreiðamanna og íslenski fjallahjólaklúbburinn eru að vinna að uppbyggingu kennslu í hjólafærni hérlendis. Fyrsta násmekiðið verður haldið í maí, og þar mun Breskur vottaður kennari kenna 5-6 framtíða hjólakennarar.  

Tengd þessa færslu má sjá myndbrot með viðtöl  við höfundi Breska námsefnisins, John Franklin sem birtist á Stöð 2, nokkar vikur eftir að John heimsótti landið, en hann kom einmitt í boði Landssamtaka hjólreiðamanna.   Styrkveiting sem svar við styrkumsögn í Pokasjóð borgaði fyrir heimsókn John.

Hér myndskeið sem spílast í Flash-spílara moggabloggsins :

http://lhm.blog.is/blog/lhm/video/4207/

 

Frekari efni frá John Franklin, má finna á vef Fjallahjólaklúbbsins  og í nýjasta tölublað hjóllhestsins ( Páll Guðjónsson þýddi ):

   http://www.fjallahjolaklubburinn.is/content/view/93/1/

 

Tengd við færsluna er myndskeiðið á WMV formi til að hala niður.   Spílast í íhlutsforriti /plugin ef vafrarinn er þannig stilltur. 
 

(Morten Lange) 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hjólað í vinnuna nær nýjum hæðum !

Í dag var opnun í hvatningarátakinu  "Hjólað í vinnuna".  Ekki var stuðningurinn í verra kantinum, því þarna voru mætt  forseti ÍSI,  Ólafur Rafnsson, borgarstjóri, Ólafur F. Magnússon og ekki færri  en þrír ráðherrar.  Ráðherrarnir voru Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, og Kristján Möller, samgönguráðherra. Þá var forstjóri Alcan, Rannveig Rist mætt, en Alcan hefur sigrað í sínum flokki undanfarin 4 ár ( eða eins lengi og núverandi flokkun hefur verið í gangi )

Öll  komu og fóru ráðherrarnir  hjólandi, heilbrigðisráðherra í fylgd með Dofra Hermannssyni  úr Grafarvoginum, og samgönguráðherra úr Kópavogi. Kristján játaði að hafa óttast að ekki finna leiðina og fór því eldsnemma af stað, en þetta var mun minna mál en hann óttaðist.

Og öll fóru þau fögrum orðum um hjólað í vinnuna, og hversu jákvæðar hjólreiðar séu fyrir heilsu, umhverfi, borgarbrag og samgöngum.  Það kom það til tals að á næstu ári ætti kannski fjármálaráðherra að mæta líka, því mikið bensín ( þið munið viðskiptahallan) og kostnaður við rekstur bíl sparast í átakinu, og ávallt þegar menn velja að ferðast fyrir eigin afli "frekar en aðkeyptu", eins og samgönguráðherra komst að orði.

Umhverfisráðherra hvatti fyrirtæki til þess að athuga að færa sér frá bílstyrkjum yfir á samgöngustyrkjum, og þannig nota hagræna hvati til þess að stuðla að heilbrigði, umhverfisvernd, sparnaði og fleira. Hún benti á að sum fyrirtæki og sumir  stofnanir hafa þegar stigið fyrstu skrefin í þessa veru.

 (Morten Lange)


MBL: Reiðhjólabyltingin er að breiðast út

Við í LHM hvetjum alla til að lesa grein í Morgunblaðinu í dag sem ber fyrirsögnina :

  Reiðhjólabyltingin er að breiðast út
 

Þar er fjallað um hvernig höfuðborgir og aðrar stórborgir vestur-Evrópu og norður Ameríku eru að  veðja á reiðhjólið sem lausn vanda varðandi umferðarteppa og mengun.

Eins og hefur áður komið fram hér  ákváðu borgaryfirvöld í París að  setja 20.000 hjól sem má nota nánast ókeypis í stuttar ferðir, ef maður er með áskrift. Líka hægt að nota fyrir ferðamenn.  París er stærsta og glæsilegasti dæmið um að borgir hafa trú á reiðhjólið sem lausn, og að fólk tekur við sér þegar skýrt er að  ráðamönnum sé alvara og standa á bak við orðin.  

Í  París  og í hinum borgunum ( London, Barcelona, Rennes, Osló, Stokkhólmur, Helsinki, Drammen ) sem eru að faðmast við reiðhjólið, eru  sjálfvirku stöðvarnar um alla miðborgina með "ókeypis"  reiðhjól ekki það eina sem er gert . Samhliða þessu er lagt  í jákvæða herferð til að styrkja enn ímynd hjólreiða, og aðgengi hjólreiðamanna bætt.  Þetta hangir allt saman. Og svo þarf reksturinn og viðhaldið að vera í lagi. 


Ekkifrétt LHM : Heilbrigði og loftslagsbreytingar

Heilbrigðisráðherra opnaði málstofu um heilbrigði og loftslagsbreytingar.  Hann hélt góða ræðu, en gleymdi  að tengja saman nokkur atriði sem hefðu átt að vera mjög svo augljós :

Eflingu hreyfingar með heilbrigðum samgöngum bæði stórefla heilsu, draga úr útgjöldum í heilbrigðiskerfinu og sjúkralaun og dregur úr mengun.  Þar að auki hafa heilbrigðar samgöngur :  hjólreiðar og ganga, sem dæmi og í samspili við almenningssamgöngur  mjög jákvæð áhrif á efnahag fjölskyldna.

Þessi ræða ráðherrans virðist ekki hafa verið talin fréttnæm.  Það er skrýtið, og óvænt.  En hvernig ráðherrann sneiddi framhjá þessa augljósa tengingu, er þannig ekkifrettir sem við erum vön  :-) 

 (Morten)


Færsla Ingibjargar Rósu frá því í sumar

Frá bloggi Ingibjargar Rósu.   Ágætis athugasemdir líka við þessu. Farið inn á blogg hennar til að sjá þau.

Eigum við að tala um reiðhjólafólk?

Hvenær á að gera almennilega aðstöðu fyrir fólk á reiðhjólum? Maður er annað hvort að hjóla á götunum með hjartað í buxunum því tillitssemin er svo lítil, eða að þræða á milli gangandi vegfarenda á gangstéttunum, sem senda manni eflaust illt auga því auðvitað er ekkert grín að eiga á hættu að vera hjólaður niður þar sem maður er á gangi!

Að ég tali nú ekki um brotnar gangstéttir um allan bæ, háa kanta, fáránlega staðsetta staura og skilti, glerbrot út um allar trissur og hálfvitalegan reiðhjólastíginn efst á Laugaveginum...til hvers var hann settur þarna???

 

( Afritað hingað af Morten )  


Slysum á gangandi fækka, en eru líka færri sem ganga ?

Ég hef trú að lækkun hraða, og sérstaklega í íbúðahverfum og enn frekar við skólum.  Ég held að margt hefur verið gert, og að þessu starfi skuli halda áfram.  En hreyfingarleysi er stærri heilbrigðisvandamál en umferðarslysin samkvæmt alþjóðlegum tölum. Og ef fækkun slysa hafi komið til að hluta vegna þess að börnin og fullorðnir séu inni en ekki úti að hreyfa sér, getur vel verið að lýðheilsa hafi hrapað samfara þessum breytingum. 

Bæði varðandi hjólreiðamenn og gagngandi vantar góð tölfræði til að segja til um þróun í þessum samgöngumátum, en til þess að tölur um breytingar á slysatölum hafa ótvíræðarai merkingu þurfa svoleiðis gögn eignlega að liggja fyrir.

Svokölluð umferðarfræðsla, gert í góðri trú, kann að virkja letjandi / fælandi á fólki varðandi heilbrigðar samgöngur, og þá hefur þetta öfug áhrif.  

( Morten )  


mbl.is Alvarlegum slysum fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættuminna að hjóla en að reyta arfa ?

Nýlega kom fram sú frétt í fréttabréfi Bresku Landssamtakana  um ransókn sýni að hjólreiðar geta verið hættuminna en að vinna í garðinum.  

Þetta hefur komið fram áður samkvæmt lestur Frank Krygowski :

Powell, K.E., "Injury rates from walking, gardenint, weightlifting, outdoor bicycling, and aerobics," Medicine and Science in Sports and Exercise, 1998, V. 30 pp. 1246-1249.

 

Researchers polled 5238 subjects by telephone, simply asking if they'd
done any of those activities in the past 30 days. Those who answered
"yes" for a given activity were asked further questions about it,
including whether they were injured "severely enough that you went for
medical care or missed one-half day or more of work, housework, or school."

Percentage injured results were:

1.4% of aerobic or aerobic dance participants were injured; 1.6% of
gardeners; 1.4% of those walking for exercise; 2.4% of weightlifters;
and 0.9% of bicyclists.

 

Maður mundi kannski halda að þessi munur sé vegna aldursmuns, en í útdráttinum stendur :

During walking and gardening, men and women were equally likely to be injured, but younger people (18-44 yr) were more likely to be injured than older people (45 + yr).

 

 
 

(Morten)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband