Hjólreiðar í Samgönguviku 2007

Hér er dagskrá Samgönguviku  2007, það er að segja fyrir Reykjavík og Hafnarfjörð.

Sveitarfélögin tvö standa að þessu, með Höfuðborgarstofu í broddi fylkingar.  Landssamtök hjólreiðamanna  hefur verið í samvinnu við  þá um flest sem snýst um hjólreiðar.

Sérstök athygli er vakin á :

Þriðjudagur 18. september
20.00
„Bicycle ergonomics for all people – Reiðhjól má laga að öllum“. Sérfræðingurinn Juliane Neuss fjallar um hönnun reiðhjóla í sal Ólympíu og íþróttasambands Íslands, Engjavegi 6. Fyrirlesturinn er á ensku.

Föstudagur 21. september
15.30 „Paradoxes in cycling safety – Mótsagnir í öryggi hjólreiðafólks“. Fyrirlestur á Reykjavíkurtorgi, Borgarbókasafni í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. John Franklin fjallar um öryggi hjólreiðamanna, í boði Landssamtaka hjólreiðamanna. Fyrirlesturinn er á ensku. Pokasjóður styrkir komu Johns Franklin til Íslands.

 

Laugardagur 22. september
Tjarnarsprettur, hóphjólreiðar og þrautabraut

Hjólalestir leggja af stað til Nauthólsvíkur:
12.00 frá Hafnarborg í Hafnarfirði
12.45 frá Sjálandsskóla í Garðabæ
13.20 frá Gerðasafni í Kópavogi
13.00 frá Árbæjarsafni
13.00 frá Vesturbæjarlaug
13.45 Allir hjóla saman frá Nauthólsvík að Ráðhúsi Reykjavíkur
14.30 Tjarnarspretturinn ræstur við Vonarstræti. Farnir verða 15 hringir kringum Tjörnina
15.15 Gísli Marteinn Baldursson afhendir verðlaun í Tjarnarsprettinum í Ráðhúsi Reykjavíkur
14–17 Þrautabraut fyrir unga hjólreiðamenn á öllum aldri á Austurvelli Málþing og myndir um hjólreiðar í Ráðhúsi Reykjavíkur
15.30Stigið á sveif með sögunni“. Óskar Dýrmundur Ólafsson fjallar um sögu hjólreiða á Íslandi.
16.00Hjólað af öryggi á götum borgarinnar
Fyrirlestur Johns Franklin, bresks sérfræðings í öryggi hjólreiðamanna. Franklin, sem talar á ensku, mun einnig leiðbeina hjólreiðafólki í lokin.

Hjólasýning. Sýnd verða fjölbreytt hjól; keppnishjól, liggihjól, samanbrjótanleg hjól, fjölskylduhjól, gamalt íslenskt sendlahjól, o.fl. Ljósmyndir á flatskjá af hjólreiðafólki frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Korti af hjólaleiðum í Reykjavík verður dreift til gesta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband